Velferðarráð

11. fundur 12. júní 2017 kl. 16:15 - 17:46 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Arnþór Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.1701174 - Teymisfundir 21-23

Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Barnavernd

2.1701771 - Fundargerðir barnaverndarnefndar

Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Önnur mál

3.17051431 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði

Rætt var um tillögu að breytingu á reglum um úthlutun félagslegra leiguíbúða. Sviðsstjóra var falið að vinna drög að reglum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Önnur mál

4.1610154 - Áætlun um stofnun búsetuúrræðis á Nýbýlavegi 30

Staða undirbúnings búsetuúrræðis við Nýbýlaveg var kynnt. Verið er að kanna valkosti um rekstur úrræðisins og möguleika á samstarfi við utanaðkomandi fagaðila og verða þær upplýsingar lagðar fram á fyrsta fundi velferðarráðs í ágúst nk. Óskað var eftir minnisblaði um stöðu málsins á næsta fundi ráðsins.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Önnur mál

5.1610412 - Sérstakur húsnæðisstuðningur

Upplýst var um áhrif breytinga á reglum sem samþykktar voru í velferðarráði 24. apríl sl. Auglýst hefur verið að breytingar hafi orðið á kerfinu og enn er reynt að ná til þeirra íbúa sem eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi en hafa ekki sótt hann.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Önnur mál

6.1702493 - Hæfingarstöðin Fannborg 6

Upplýst var að gert er ráð fyrir að Hæfingarstöðin Fannborg 6 loki þann 1. október n.k. Samið hefur verið við Ás styrktarfélag um vinnu fyrir þá Kópavogsbúa sem þar starfa.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Fundi slitið - kl. 17:46.