Svar við eftirfarandi fyrirspurn sem lögð var fram í bæjarráði 23.2.2017:
1.Hversu margir íbúar eru á sambýlum og íbúðakjörnum fatlaðs fólks í Kópavogi, þ.m.t. þeir sem búa hjá Ási styrktarfélagi (heildartala, ekki flokkað eftir heimilum v. persónuverndarsjónarmiða)?
2. Hvernig er eftirlit bæjarins með starfseminni háttað, er reglubundið eftirlit og hvernig ?
3. Eru reglur/viðmið um menntun og reynslu starfsfólks ? Hver eru viðmið um fjölda starfsmanna á íbúa ?
4. Hafa verið haldin námskeið fyrir starfsfólk vegna þjónustu þeirra við fatlað fólk ?
5. Eru verkferlar (kæruleiðir) fyrir ábendingar/kvartanir heimilisfólks eða aðstandenda ? Eru heimilismönnum/aðstandendum kynntar þessar leiðir ?
6. Hversu margar kvartanir/ábendingar hafa borist frá því bærinn tók yfir málaflokkinn ?