Velferðarráð

5. fundur 13. mars 2017 kl. 16:15 - 17:55 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Ísól Fanney Ómarsdóttir varamaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Arnþór Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.1509109 - Móttaka flóttafólks

Lokaskýrsla eftir fyrra ár móttökuverkefnis
Velferðarráð þakkaði fyrir greinargóða og faglega samantekt.

2.1701174 - Teymisfundir 9 og 10

Lagt fram.

3.1703606 - Umsagnamál - Stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til stuðningsfjölskyldu. Fært í trúnaðarbók.

4.1308086 - Eftirlit með þjónustu við fatlað fólk

Lagt fram til kynningar
Lagt fram. Velferðarráð hvetur til þess að aukið verði við stöðugildi eftirlitsaðila, en gert er ráð fyrir að Jöfnunarsjóður fjármagni þá aukningu.

5.1702558 - Fyrirspurn Arnþórs Sigurðssonar

Svar við eftirfarandi fyrirspurn sem lögð var fram í bæjarráði 23.2.2017:
1.Hversu margir íbúar eru á sambýlum og íbúðakjörnum fatlaðs fólks í Kópavogi, þ.m.t. þeir sem búa hjá Ási styrktarfélagi (heildartala, ekki flokkað eftir heimilum v. persónuverndarsjónarmiða)?
2. Hvernig er eftirlit bæjarins með starfseminni háttað, er reglubundið eftirlit og hvernig ?
3. Eru reglur/viðmið um menntun og reynslu starfsfólks ? Hver eru viðmið um fjölda starfsmanna á íbúa ?
4. Hafa verið haldin námskeið fyrir starfsfólk vegna þjónustu þeirra við fatlað fólk ?
5. Eru verkferlar (kæruleiðir) fyrir ábendingar/kvartanir heimilisfólks eða aðstandenda ? Eru heimilismönnum/aðstandendum kynntar þessar leiðir ?
6. Hversu margar kvartanir/ábendingar hafa borist frá því bærinn tók yfir málaflokkinn ?
Lagt fram.
Velferðarráð þakkaði fyrir greinargóða samantekt.

6.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Tillögur nefndarmanna um viðbætur við aðgerðaráætlun
Velferðarráð fagnar metnaðarfullri stefnu og leggur áherslu á að aðgerðaráætlun fylgi viðeigandi fjármagn.

Teknar voru saman tillögur ráðsins til viðbótar við aðgerðaráætlun og eru þær meðfylgjandi, auk greinargerðar sviðsstjóra velferðarsviðs.

7.1612466 - Fundir samráðshóps SSH um velferðarmál

Fundargerðir dags. 15.2. og 8.3. lagðar fram til kynningar
Lagt fram.

8.0912059 - Fundir félagsþjónustunefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga

35. fundargerð lögð fram til kynningar
Lagt fram.

9.1610407 - Erindisbréf velferðarráðs

Óskað var eftir umræðu um ábyrgðarsvið og verklag velferðarráðs í kjölfar nýs erindisbréfs.

10.1703716 - Fyrirspurn varðandi félagslegar leiguíbúðir

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
1. Hversu margir einstaklingar voru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá Kópavogsbæ á árunum 2014, 2015 og 2016.
2. Hversu margar íbúðir hafa verið keyptar inn í félagslega íbúðakerfið í Kópavogi á árunum 2014, 2015 og 2016.
3. Hversu margar íbúðir hafa verið seldar út úr félagslega ibúðakerfinu í Kópavogi á árunum 2014, 2015 og 2016.
4. Hversu margar félagslegar íbúðir átti kópavogsbær í lok árs á hverjum tíma á árunum 2014, 2015 og 2016.
Óskað er eftir tölulegum upplýsingum fyrir hvert ár.

Fundi slitið - kl. 17:55.