Velferðarráð

2. fundur 23. janúar 2017 kl. 16:15 - 18:17 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Arnþór Sigurðsson aðalmaður
  • Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

1.16111052 - Reglur um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda

Velferðarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi 9. janúar 2017. Tekið fyrir að nýju.
Framlagðar breytingar á reglum um sölu félagslegra leiguíbúða voru samþykktar með fimm atkvæðum. Kristín Sævarsdóttir, Arnþór Sigurðsson og Ólöf Pálína Úlfarsdóttir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur og Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

2.1612274 - Tilraunaverkefni um breytt greiðslufyrirkomulag á dvalar- og hjúkrunarheimilum

Velferðarráð þakkaði Tryggva fyrir greinargóða kynningu og umræður. Starfsmönnum var falið að fylgjast með framvindu málsins og halda ráðinu upplýstu.

Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.1701174 - Teymisfundir 2 og 3

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1610154 - Áætlun um stofnun búsetuúrræðis á Nýbýlavegi 30

Greint var frá stöðu mála.

Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1308088 - Skýrsla samráðshóps SSH í málefnum fatlaðs fólks

Lagt fram til upplýsingar.

Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.1701751 - Umsagnarmál - Stuðningsfjölskylda

Afgreiðslu frestað.

Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

7.1701752 - Umsagnarmál - Stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

8.1612466 - Fundir samráðshóps SSH um velferðarmál

Lagt fram til upplýsingar.

Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

9.1701771 - Fundargerðir barnaverndarnefndar

Lagt fram til upplýsingar sbr. erindisbréf velferðarráðs.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:17.