Velferðarráð

1. fundur 09. janúar 2017 kl. 16:15 - 17:56 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Arnþór Sigurðsson aðalmaður
  • Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.1610407 - Erindisbréf velferðarráðs

Kosning í velferðarráð fór fram á fundi bæjarstjórnar þann 22. nóvember 2016. Gunnsteinn Sigurðsson var kjörinn formaður og Sverrir Óskarsson kjörinn varaformaður.
Fundað verður 2. og 4. mánudag í mánuði.
Atli Sturluson rekstrarstjóri og Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

2.1610412 - Sérstakur húsnæðisstuðningur

Lagðar voru fram tillögur að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Velferðarráð samþykkti breytingarnar fyrir sitt leyti og lagði áherslu á að staðan verði endurmetin eftir fimm mánuði.

Atli Sturluson rekstrarstjóri og Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

3.1701132 - Leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings

Fylgiskjöl með máli nr. 1610412
Atli Sturluson rekstrarstjóri og Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

4.16111052 - Reglur um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda

Lagðar voru fram tillögur að breytingum á reglum um sölu félagslegra leiguíbúða. Velferðarráð frestaði afgreiðslu málsins.

Atli Sturluson rekstrarstjóri og Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

5.1601138 - Teymisfundir 51 og 52

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.1701174 - Teymisfundur 1

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

7.1612274 - Tilraunaverkefni um breytt greiðslufyrirkomulag á dvalar- og hjúkrunarheimilum

Lagt fram til kynningar.
Sviðsstjóra var falið að fá fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga á næsta fund ráðsins til frekari umræðu um málið.

8.1612466 - Fundir samráðshóps SSH um velferðarmál

Lagt fram til kynningar
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:56.