Lögð fram tillaga skipulagsdeildar dags. 3. október 2024 að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir Bakkabraut norðan Vesturvarar. Skipulagsbreytingin nær til þess gatnarýmis sem tengist fyrirhugaðri Borgarlínu og þeim samgöngumannvirkjum sem henni fylgja. Borgarlínustöð er staðsett við norðurmörk lóða Hafnarbrautar 27 og Vesturvarar 30. Lóðarmörkum nærliggjandi lóða er breytt og innviðum Borgarlínu afmarkað 25m breitt bæjarland við stöðina. Innan þess er reiknað með að komist með góðu móti fyrir gang- og hjólastígar sitt hvoru megin (5m), brautarpallar sitt hvoru megin og 7m breytt sérrými Borgarlínu. Nákvæm útfærsla stöðvar ákvarðast í verkhönnun Borgarlínu. Byggingarreitur er vítt afmarkaður yfir 67 lengdarmetra. Innan þess svæðis mega og skulu öll mannvirki og götugögn stöðvarinnar rísa. Þar með talið skýli, bekkir, tillibekkir, grindverk, handrið og pollar, hjólastæði, ruslastampar, upplýsingaskilti, auðkennismerki stöðvar, sértæk lýsing og rampar.
Bókun:
Fulltrúi Pírata gerir athugasemdir við álit bæjarlögmanns sem eru eftirfarandi:
1. Ásetningur sveitarfélagsins er ekki sá sami annars vegar er ætlun sveitarfélags að boða fulltrúa á fundinn hins vegar að boða fulltrúann ekki
2. Á fundinum voru teknar ákvarðanir og mál afgreidd. Þannig að það stenst ekki að fundurinn hafi ekki ákveðið neitt.
3. Að lokum má fallast á þá túlkun að bænum sé ekki skylt að staðfesta móttöku en hins vegar ætti bænum að vera skylt að tryggja að móttaka sé möguleg.
Indriði Ingi Stefánsson