Umhverfis- og samgöngunefnd

178. fundur 09. desember 2024 kl. 16:35 - 18:25 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Bergur Þorri Benjamínsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson varaformaður
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristín Hermannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Karen Jónasdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Karen Jónasdóttir verkefnastjóri umhverfismála
Dagskrá

Almenn erindi

1.2411207 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa Indriða Stefánssonar um lögmæti 177. fundar umhverfis- og samgöngunefndar

Varabæjarfulltrúinn og nefndarmaður Indriði Ingi Stefánsson óskar eftir því að skorið sé úr um lögmæti 177. fundar umhverfis- og samgöngunefndar. Fundarboð var ekki aðgengilegt nefndarmanni vegna uppfærslu netfanga eftir athugun UT deildar Kópavogsbæjar.
177. fundur umhverfis- og samgöngunefndar telst ekki ólögmætur samkvæmt svarbréfi bæjarlögmanns. Að teknu tilliti við ábendingarinnar voru mál af dagskrá 177. fundar tekin fyrir að nýju á 178. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.
Bókun:
Fulltrúi Pírata gerir athugasemdir við álit bæjarlögmanns sem eru eftirfarandi:
1. Ásetningur sveitarfélagsins er ekki sá sami annars vegar er ætlun sveitarfélags að boða fulltrúa á fundinn hins vegar að boða fulltrúann ekki
2. Á fundinum voru teknar ákvarðanir og mál afgreidd. Þannig að það stenst ekki að fundurinn hafi ekki ákveðið neitt.
3. Að lokum má fallast á þá túlkun að bænum sé ekki skylt að staðfesta móttöku en hins vegar ætti bænum að vera skylt að tryggja að móttaka sé möguleg.
Indriði Ingi Stefánsson

Gestir

  • Pálmi Þór Másson, bæjarritari - mæting: 16:35

Almenn erindi

2.24041399 - Borgarlínan í Kópavogi. Lota 1. Breytt deiliskipulag Kársneshafnar. Bakkabraut norðan Vesturvarar.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar dags. 3. október 2024 að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir Bakkabraut norðan Vesturvarar. Skipulagsbreytingin nær til þess gatnarýmis sem tengist fyrirhugaðri Borgarlínu og þeim samgöngumannvirkjum sem henni fylgja. Borgarlínustöð er staðsett við norðurmörk lóða Hafnarbrautar 27 og Vesturvarar 30. Lóðarmörkum nærliggjandi lóða er breytt og innviðum Borgarlínu afmarkað 25m breitt bæjarland við stöðina. Innan þess er reiknað með að komist með góðu móti fyrir gang- og hjólastígar sitt hvoru megin (5m), brautarpallar sitt hvoru megin og 7m breytt sérrými Borgarlínu. Nákvæm útfærsla stöðvar ákvarðast í verkhönnun Borgarlínu. Byggingarreitur er vítt afmarkaður yfir 67 lengdarmetra. Innan þess svæðis mega og skulu öll mannvirki og götugögn stöðvarinnar rísa. Þar með talið skýli, bekkir, tillibekkir, grindverk, handrið og pollar, hjólastæði, ruslastampar, upplýsingaskilti, auðkennismerki stöðvar, sértæk lýsing og rampar.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.24081506 - Fyrirspurn Andrésar Péturssonar varðandi skipulagt svæði fyrir ferðavagna.

Fyrirspurn varaáheyrnarfulltrúa Andrésar Péturssonar varðandi skipulagningu svæðis í efri byggðum Kópavogs fyrir ferðabíla og vagna yfir sumartímann.

Umsögn deildarstjóra gatnadeildar lögð fyrir.
Erindi er hafnað.
Bókun:
Það er að ósekju skárra að hafa ferðavagna á afmörkuðum svæðum en
dreift um bæinn og jafnvel upp við gangstéttarkanta þar sem þeir skerða
útsýni vegfarenda. Það eykur á öryggi og minnkar óreiðu og slæma
umgengni í kringum ferðavagna að Kópavogsbær bjóði upp á svæði þar
sem eigendur ferðavagna geta geymt vagnana yfir sumartímann.
Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir
Leó Snær Pétursson
Indriði Ingi Stefánsson
Bókun:
Meirihluti Umhverfis og samgöngunefnd Kópavogs telur það fremur
hlutverk einkaaðila að sjá um og reka geymslusvæði fyrir ferðavagna.
Meirihluti tekur undir að setja þurfi skýrari ramma utan um geymslu
ferðavagna og stærri tækja.
Bergur Þorri Benjamínsson
Guðjón Ingi Guðmundsson
Kristín Hermannsdóttir

Almenn erindi

4.2409161 - Fyrirspurn formanns Bergs Þorra Benjamínssonar um umferðaröryggi á Marbakkabraut

Fyrirspurn formanns Bergs Þorra Benjamínssonar vegna aðsends bréfs er varðar umferðaröryggi á Marbakkabraut. Umsögn deildarstjóra gatnadeildar lögð fyrir.
Umhverfis og samgöngunefnd þakkar fyrirspurnina, en fyrir liggur að gera þarf breytingar seinna meir á gatnamótum Kársnesbrautar og Sæbólsbrautar. Þegar að þeim framkvæmdum kemur verða frekari breytingar á svæðinu skoðaðar.

Almenn erindi

5.24091019 - Fyrirspurn Bergs Þorra Benjamínssonar vegna opins bréfs vegna merkinga um hjólaumferð

Fyrirspurn Bergs Þorra Benjamínssonar formanns vegna opins bréfs um betri merkingar fyrir bílstjóra um hjólaumferð frá Erlendi S. Þorsteinssyni til Kópavogsbæjar.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir ábendinguna og beinir því til umhverfissviðs að halda áfram að uppsetningu merkja samkvæmt þeim ramma sem því er sett.

Almenn erindi

6.23051118 - Forgangs- og vaktlistaefnamælingar í Kópavogslæk

Staða máls og framtíðarhorfur varðandi forgangs- og vaklistaefnamælingar í Kópavogslæk kynntar.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

7.2411829 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar um ástand gatnalýsingar og umferðarljósa

Fyrirspurn nefndarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar varðandi ástand götulýsinga og umferðaljósa í bænum.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakka fyrir svarið.
Bergur Þorri Benjamínsson vék af fundi 17:50

Almenn erindi

8.24102526 - Fyrirspurn formanns Bergs Þorra Benjamínssonar um aðgengi á Dalbrekku 2 og ruslasöfnunar í nágreni

Fyrirspurn formanns Bergs Þorra Benjamínssonar vegna bréfs húsfélags Dalbrekku 2-14.
Umhverfis- og samgöngunefnd staðfestir að málið sé þegar í höndum umhverfissviðs.

Almenn erindi

9.2411499 - Fyrirspurn formanns Bergs Þorra Benjamínssonar um hraðakstur á Vesturvör

Fyrirspurn formanns Bergs Þorra Benjamínssonar vegna bréfs frá Hreint ehf. varðandi hraðakstur á Vesturvör.
Umhverfis- og samgögnunefnd þakkar erindið og bendir á að framtíðarhönnun götunnar er í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:25.