Skipulagsráð

176. fundur 16. desember 2024 kl. 15:30 - 17:48 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2411017F - Bæjarstjórn - 1311. fundur frá 10.12.2024

2411005F - Skipulagsráð - 175. fundur frá 02.12.2024



24111023 - Urðarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.



24111178 - Digranesvegur 15. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.



24091183 - Vallargerði 40. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2412001F - Bæjarráð - 3197. fundur frá 05.12.2024

2411005F - Skipulagsráð - 175. fundur frá 02.12.2024



24111023 - Urðarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24111178 - Digranesvegur 15. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24091183 - Vallargerði 40. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

3.2410012F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 178. fundur frá 09.12.2024

2411207 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa Indriða Stefánssonar um lögmæti 177. fundar umhverfis- og samgöngunefndar.

177. fundur umhverfis- og samgöngunefndar telst ekki ólögmætur samkvæmt svarbréfi bæjarlögmanns. Að teknu tilliti við ábendingarinnar voru mál af dagskrá 177. fundar tekin fyrir að nýju á 178. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.



24041399 - Borgarlínan í Kópavogi. Lota 1. Breytt deiliskipulag Kársneshafnar. Bakkabraut norðan Vesturvarar.

Lagt fram og kynnt.



24081506 - Fyrirspurn Andrésar Péturssonar varðandi skipulagt svæði fyrir ferðavagna.

Erindi er hafnað.



2409161 - Fyrirspurn formanns Bergs Þorra Benjamínssonar um umferðaröryggi á Marbakkabraut.

Umhverfis og samgöngunefnd þakkar fyrirspurnina, en fyrir liggur að gera þarf breytingar seinna meir á gatnamótum Kársnesbrautar og Sæbólsbrautar. Þegar að þeim framkvæmdum kemur verða frekari breytingar á svæðinu skoðaðar.



24091019 - Fyrirspurn Bergs Þorra Benjamínssonar vegna opins bréfs vegna merkinga um hjólaumferð.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir ábendinguna og beinir því til umhverfissviðs að halda áfram að uppsetningu merkja samkvæmt þeim ramma sem því er sett.



23051118 - Forgangs- og vaktlistaefnamælingar í Kópavogslæk.

Lagt fram og kynnt.



2411829 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar um ástand gatnalýsingar og umferðarljósa.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakka fyrir svarið.



24102526 - Fyrirspurn formanns Bergs Þorra Benjamínssonar um aðgengi á Dalbrekku 2 og ruslasöfnunar í nágreni.

Umhverfis- og samgöngunefnd staðfestir að málið sé þegar í höndum umhverfissviðs.



2411499 - Fyrirspurn formanns Bergs Þorra Benjamínssonar um hraðakstur á Vesturvör.

Umhverfis- og samgögnunefnd þakkar erindið og bendir á að framtíðarhönnun götunnar er í vinnslu.

Almenn erindi

4.2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags. Drög á vinnslustigi.

Lögð fram á vinnslustigi tillaga skipulagsfulltrúa að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, fyrir vestanvert Kársnes. Svæðið er skilgreint sem samgöngumiðað þróunarsvæði í gildandi aðalskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir þéttri og blandaðri byggð við Borgarlínu. Viðfangsefni tillögunnar snýr einkum að áframhaldandi þróun svæðisins með sérstakri áherslu á gæði byggðar, góðar samgöngutengingar m.a. fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsrými. Sett er fram heildarsýn fyrir framtíðarþróun svæðisins, sem verður útfærð nánar í deiliskipulagsáætlunum fyrir tiltekna reiti á svæðinu. Tillögunni fylgir minnisblað frá VSÓ ráðgjöf um áhrif á umferð, dags 13. desember 2024.

Halldóra Hrólfsdóttir, Drífa Árnadóttir, Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafar frá Alta gera grein fyrir erindinu.

Samþykkt með sex atkvæðum Hjördísar Ý. Johnson, Andra S. Hilmarssonar, Gunnars S. Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttir, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins. D. Gissurarsonar að framlögð tillaga á vinnslustigi verði forkynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Halldóra Hrólfsdóttir - mæting: 15:30
  • Halldóra Hreggviðsdóttir - mæting: 15:30
  • Drífa Árnadóttir - mæting: 15:30
  • Ragnar Þór Þrastarson - mæting: 15:30

Almenn erindi

5.24121242 - Endurmat á umhverfisstefnu

Lögð fram beiðni umhverfissviðs dags. 12. desember 2024 um heimild skipulagsráðs til að hefja reglubundið endurmat á umhverfisstefnu Kópavogsbæjar.
Samþykkt að endurmat verði hafið.

Almenn erindi

6.24112558 - Baugakór 36. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa dags. 13. desember 2024 að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 36 við Baugakór. Í gildi er deiliskipulag Hörðuvalla samþykkt í bæjarráði Kópavogs 24. júlí 2003 m.s.br. samþykkt í bæjarráði Kópavogs þann 28. júní 2012. Í breytingunni felst að lóðarmörkum Baugakórs 36 verður breytt og þau aðlöguð að landnotkunarreitnum S-24. Lóð stækkar um 556 m², úr 7.542 m² í 8.098 m².

Uppdrættir í mkv. 1:2000 dags. 13. desember 2024.
Samþykkt með tilvísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.24112403 - Roðahvarf 2-8. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 28. nóvember 2024 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 2-8 við Roðahvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að fækka stigahúsum í Roðahvarfi 4-6 úr tveimur í eitt og að koma fyrir auka íbúð í kjallara (jarðhæð) í Roðahvarfi 8.

Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:100 dags. 7. nóvember 2024 og skýringar dags. 25. nóvember 2024.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

8.2412131 - Kársnesbraut 108. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Lárusar Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 3. desember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 108 við Kársnesbraut um að breyta atvinnuhúsnæði á 2. hæð í íbúðarhúsnæði.

Fyrirspurninni fylgir erindi til skipulagsráðs ásamt skýringarmyndum dags 2. desember 2024 og samþykktir aðaluppdrættir í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 7. apríl 2021.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

9.24112135 - Urðarhvarf 16. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Bernhards Bogasonar lögmanns f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 16 við Urðarhvarf dags. 25. nóvember 2024 um hvort starfsemi sjúkrahótela með skammtímavistun samræmist gildandi deiliskipulagi á lóðinni. Á fundi skipulagsráðs þann 2. desember 2024 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2024.
Jákvætt með tilvísun í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2024.

Almenn erindi

10.24121293 - Álfhólsvegur 29. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 13. desember 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Mardísar Möllu Andersen byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 29 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs.

Sótt er um leyfi fyrir tveggja hæða fjölbýlishúsi með fjórum íbúðum á lóðinni alls 446,3 m² að flatarmáli. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum á suðurhluta lóðarinnar ásamt hjólageymslu og sorpskýli.

Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:100 dags. 2. desember 2024

Þá er lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. desember 2024.
Samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 16, 16A, 18, 18A, 20, 20A, 22A, 22B, 25, 27, 31 og 33 við Álfhólsveg og nr. 39, 41, 43, 45 og 47 við Löngubrekku.

Almenn erindi

11.24081379 - Vallargerði 34. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 9. ágúst 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Jóns Magnús Halldórssonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 34 við Vallargerði er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst stækkun stofu út á núverandi svalir og nýjar svalir á núverandi bílskúrsþaki ásamt fallvörnum. Byggingarmagn á lóðinni eykst um 7,8 m². Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,33 í 0,41. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 4. nóvember 2024 til 4. desember 2024. Eftirtaldir gerðu athugasemdir: María Lilja Harðardóttir dags. 30. nóvember 2024.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

12.2410373 - Dalsmári 13. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 3. október 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 13 við Dalsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits um 0,3 metra til norðurs, 0,9 metra til suðurs og 2,65 metra til vesturs (neðanjarðar). Komið er fyrir skyggni ásamt lokuðu sorpskýli um 1,3 metra sunnan byggingarreits. Gert er ráð fyrir að núverandi brú á lóðinni verði breytt í tengibyggingu úr gleri milli bygginga á lóðinni. Byggingarreitur hækkar um 1,2 metra. Heildarbyggingarmagn á lóðinni eykst um 80 m². Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 8. nóvember 2024 til 10. desember 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Veitur ofh dags. 6. desember 2024.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 13. desember 2024.
Samþykkt með sex atkvæðum Hjördísar Ý. Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra S. Hilmarssonar, Gunnars S. Ragnarssonar, Theódóra S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

13.24101812 - Fyrirspurn nefndarmanna um fjölgun íbúða í Kópavogi á árunum 2020 til 2024.

Lagt er fram minnisblað skipulagsdeildar, dags. 15. nóvember 2024, uppfært 12. desember 2024, vegna fyrirspurnar nefndarmanna Hákonar Gunnarssonar, Helgu Jónsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Theodóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 21. október 2024, um fjölgun íbúða í Kópavogi ár hvert frá 2020 til 2024, fjölda íbúða í byggingu á skipulögðum reitum og fjölda áætlaðra íbúða í Auðbrekku, Fannborgarreit, Traðareit vestari og Glaðheimum vesturhluta.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:48.