Skipulagsráð

175. fundur 02. desember 2024 kl. 15:30 - 17:59 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2411016F - Bæjarstjórn - 1310. fundur frá 26.11.2024

2411003F - Skipulagsráð - 174. fundur frá 18.11.2024.



24101036 - Vatnsendablettur 510. Umsókn um uppskiptingu lóðar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu með 8 atkvæðum og hjásetu Andra S. Hilmarssonar, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.



24081378 - Urðarbraut 9. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2411015F - Bæjarráð - 3195. fundur frá 21.11.2024

2411003F - Skipulagsráð - 174. fundur frá 18.11.2024.



24101036 - Vatnsendablettur 510. Umsókn um uppskiptingu lóðar.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24081378 - Urðarbraut 9. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.24112481 - Arnarland í Garðabæ. Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 29. nóvember 2024 vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Gerðar eru breytingar á landnotkun, legu stíga, Borgarlínu og staðsetningu undirganga undir Arnarnesveg.

Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs Garðabæjar og Jóhanna Helgadóttir skipulagsráðgjafi gerðu grein fyrir erindinu.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Gestir

  • Jóhanna Helgadóttir - mæting: 15:30
  • Arinbjörn Vilhjálmsson - mæting: 15:30
  • Guðbjörg Brá Gísladóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.2406782 - Arnarland í Garðabæ. Nýtt deiliskipulag. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 28. nóvember 2024 vegna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Arnarland í Garðabæ sem dagsett er 14. nóvember 2024.

Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs Garðabæjar og Jóhanna Helgadóttir skipulagsráðgjafi gerðu grein fyrir erindinu.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

5.24112482 - Akrar í Garðabæ. Breytt deiliskipulag. Auglýsing tillögu. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ um tillögu að breytingu á deiliskipulaginu Arnarnesland - Akrar í Garðabæ.

Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs Garðabæjar og Jóhanna Helgadóttir skipulagsráðgjafi gerðu grein fyrir erindinu.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

6.2411677 - Nýbýlavegur 1. Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi.

Lagt fram erindi lóðarhafa um upphaf skipulagsvinnu vegna breytinga á aðalskipulagi og deiliskipulagi dags. 27. nóvember 2024. Í breytingunum felst að á lóðinni verði íbúðarhús í stað þjónustustöðvar/bensínstöðvar sem gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi. Erindinu fylgir minnisblað um vegtengingar frá VSÓ ráðgjöf dags. 6. nóvember 2024.

Sólveig Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur, Smári Ólafsson samgönguverkfræðingur frá VSÓ og Yngvi Karl Sigurjónsson arkitekt hjá Yrki gerðu grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkti með fimm atkvæðum Hjördísar Ý. Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra S. Hilmarssonar, Gunnars S. Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að hafin verði vinna við gerð breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir ofangreinda lóð.

Bókun:
„Undirrituð telur að sömu forsendur eigi við og komu fram í erindi frá Vegagerðinni 2017 um ómögulegt aðgengi frá Nýbýlavegi. Áður en samtal um framtíðarþróun lóðarinnar á sér stað þyrfti að fá staðfestingu á aðgengi inn á lóðina.“
Theodóra S. Þorsteinsdóttir

Bókun:
„Undirrituð telur mikilvægt að framkvæmdaraðili sem óskar heimildar til að vinna sjálfur að gerð deiliskipulags leggi fyrir skýrar hugmyndir um útfærslu. Jafnframt er óskað staðfestingar Vegagerðarinnar sem veghaldara á því að vegtengingar lóðarinnar við Nýbýlaveg séu ásættanlegar.“
Helga Jónsdóttir.

Gestir

  • Smári Ólafsson - mæting: 16:30
  • Yngvi Karl Sigurjónsson - mæting: 16:30
  • Sólveig Jóhannsdóttir - mæting: 16:30

Almenn erindi

7.2411575 - Smiðjuvegur 4. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 1. september 2024 þar sem umsókn Inga Gunnars Þórðarsonar byggingafræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 4 við Smiðjuveg er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að 100 m² skrifstofuhúsnæði á 2. hæð við vesturenda byggingarinnar verði nýtt sem gistiheimili. Aðkoma er frá jarðhæð á suðurhlið.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 1. september 2024.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

8.2408517 - Bakkabraut 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að settar eru svalir á 2. hæð á öllum húshliðum til að bæta flóttaleiðir. Samtals 8 svalir. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,49 í 0,52.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 24. júní 2024.

Samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 9, 14, 15 A-C og 16 við Bakkabraut og 17, 21 og 23 við Hafnarbraut.

Almenn erindi

9.24111023 - Urðarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Brynjars Darra Baldurssonar arkitekts dags 14. nóvember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Urðarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst hækkun byggingarreits úr 5 hæðum í 6 og aukningu byggingarmagns úr 5.900 m² í 6.600 m². Nýtingarhlutfall ofanjarðar eykst úr 0,63 í 0,74. Gert er ráð fyrir að efsta hæð verði inndregin.

Á fundi skipulagsráðs þann 18. nóvember 2024 var umsókninni vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:750 dags. 14. mars 2023.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2024.
Samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2411998 - Urðarhvarf 8. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Björgvins Halldórssonar byggingafræðings dags. 14. nóvember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8 við Urðarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í dag er einn rampur sem sinnir inn- og útkeyrslu á bílaplanið. Í breytingunni felst að nýrri innkeyrslu yrði komið fyrir vestan megin á bílaplanið, hluta akstursleiða á bílaplaninu yrði breytt í einstefnu og núverandi inn- og útkeyrslurampur verður aðeins fyrir útkeyrslu.

Á fundi skipulagsráðs þann 18. nóvember 2024 var fyrirspurninni vísað til umsagnar skipulagfulltrúa.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 dags. 11. nóvember 2024,

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2024.

Jákvætt. Breyting á deiliskipulagi skal unnin áfram í samráði við skipulagsfulltrúa og deildarstjóra gatnadeildar.

Almenn erindi

11.24112135 - Urðarhvarf 16. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Bernhards Bogasonar lögmanns f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 16 við Urðarhvarf dags. 25. nóvember 2024 um hvort starfsemi skammtíma sjúkrahótela samræmist gildandi deiliskipulagi á lóðinni.

Fyrirspurninni fylgir kröfulýsing fyrir sólarhringshjúkrunarþjónustu dags. í júní 2024.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

12.2411576 - Örvasalir 26. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 26 við Örvasali dags. 8. nóvember 2024 um að breyta 49 m² óuppfylltu rými á jarðhæð í notkunarrými og að gluggar verði settir á jarðhæð á norður- og vesturhliðum hússins.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 23. júlí 2007.
Jákvætt að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

13.2411844 - Hljóðalind 9. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 9 við Hljóðalind dags. 12. nóvember 2024 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að áhaldaskúr á vesturhlið hússins verði að viðbyggingu við húsið.

Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:100 og 1:10 dags. 20. apríl 2020.
Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

14.24111178 - Digranesvegur 15. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 15. nóvember 2024 þar umsókn umhverfissviðs um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um tímabundna skólabyggingu samsetta úr 10 færanlegum einingum á norðausturhluta lóðarinnar, samtals 176,8 m² að flatarmáli. Á fundi skipulagsráðs þann 18. nóvember 2024 var samþykkt að grenndarkynna umsóknina. Þá eru lagðar fram undirskrifaðar yfirlýsingar lóðarhafa þeirra lóða sem umsóknin var grenndarkynnt fyrir um að ekki séu gerðar athugasemdir við veitingu byggingarleyfis.
Samþykkt með tilvísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.24091183 - Vallargerði 40. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 6. september 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Ágústs Þórðarsonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 40 við Vallargerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um byggingarleyfi fyrir 65,2 m² stakstæðum bílskúr ásamt geymslu á norðurhluta lóðarinnar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,3 - 0,38.

Kynningartíma lauk 21. nóvember 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.24061049 - Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2024. Nærþjónustukjarni innan íbúðarbyggðar í Skerjafirði. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Reykjavíkurborg dags. 28. nóvember 2024 vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Í breytingunni felst að lóð nr. 36 við Einarsnes verði felld út sem nærþjónustukjarni innan íbúðarbyggðar og um hana gildi eftirleiðis almennar landnotkunarheimildir íbúðarbyggðar. Tillaga dags. í október 2024.
Ekki eru gerðar athugasemdir við framlagða tillögu.

Almenn erindi

17.24111707 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Rammahluti. Borgarlína, 1. lota Ártún - Fossvogsbrú. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Reykjavíkurborg dags. 20. nóvember 2024 vegna tillögu að breytingu á rammahluta Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 með tilkomu Borgarlínu, 1. lotu, frá Ártúni að Fossvogsbrú.
Ekki eru gerðar athugasemdir við framlagða tillögu.

Almenn erindi

18.24111705 - Borgarlína, lota 1. Ártúnshöfði - Hamraborg. Kynning á umhverfismatsskýrslu. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun dags. 14. nóvember 2024 vegna kynningar á umhverfismatsskýrslu fyrir 1. lotu Borgarlínu frá Ártúnshöfða að Hamraborg.
Leggja skal áherslu á að forðast neikvæð áhrif á jarðmyndanir við Borgir í Kópavogi og menningarminjar við Borgarholtsbraut. Mikilvægt er að mótvægisaðgerðum verði framfylgt. Jafnframt er mikilvægt að á framkvæmdatíma verði lögð rík áhersla á að forðast áhrif á íbúðarbyggð á Kársnesi. Endanleg útfærsla Borgarlínu á Bakkabraut og Borgarholtsbraut verður ákvörðuð í deiliskipulagi.
Gunnar S. Ragnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun:
„Styð bókunina en er á móti tillögunni í heild sinni“.
Kristinn D. Gissurarson.

Fundi slitið - kl. 17:59.