Skipulagsráð

174. fundur 18. nóvember 2024 kl. 15:30 - 16:55 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2410013F - Bæjarstjórn - 1308. fundur frá 12.11.2024

2410007F - Skipulagsráð - 172. fundur frá 21.10.2024.



2406338 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Telmu Árnadóttur, Helgu Jónsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.



24051460 - Álfhólsvegur 68. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Telmu Árnadóttur, Helgu Jónsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.



24012320 - Álfhólsvegur 62. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Telmu Árnadóttur, Helgu Jónsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.



2406336 - Skólagerði 47. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Telmu Árnadóttur, Helgu Jónsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.





2410017F - Skipulagsráð - 173. fundur frá 04.11.2024



23111612 - Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



24053112 - Kópavogstún. Breytt deiliskipulagsmörk.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



24101828 - Lundur, leiksvæði. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2411062 - Nýbýlavegur 10. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



24082060 - Brekkuhvarf 24. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2408518 - Skálaheiði 1. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



24082548 - Lyngbrekka 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2410520 - Brekkuhvarf 1A. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Telmu Árnadóttur, Helgu Jónsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2410020F - Bæjarráð - 3193. fundur frá 07.11.2024

2410007F - Skipulagsráð - 172. fundur frá 21.10.2024.



2406338 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24051460 - Álfhólsvegur 68. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24012320 - Álfhólsvegur 62. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2406336 - Skólagerði 47. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.





2410017F - Skipulagsráð - 173. fundur frá 04.11.2024



23111612 - Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24053112 - Kópavogstún. Breytt deiliskipulagsmörk.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24101828 - Lundur, leiksvæði. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2411062 - Nýbýlavegur 10. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24082060 - Brekkuhvarf 24. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2408518 - Skálaheiði 1. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24082548 - Lyngbrekka 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2410520 - Brekkuhvarf 1A. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2103759 - Hjóla- og göngustígar á sunnanverðu Kársnesi. Deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs þann 19. apríl 2021 var samþykkt í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að hafin yðri vinna við gerð deiliskipulags fyrir hjóla- og göngustíga á sunnanverðu Kársnesi. Fyrirhugaður stígur er skilgreindur í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 sem stofnleið hjólreiða. Stofnstígar tengja saman sveitarfélög og hverfishluta. Skilgreining og uppbygging stofnstíganets höfuðborgarsvæðisins er hluti af samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins.

Þá er lögð fram valkostagreining fyrir legu göngu- og hjólastígs um sunnanvert Kársness dags. 5. desember 2022 og umferðaröryggisrýni Vegagerðarinnar dags. í janúar 2023.

Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar gerði grein fyrir erindinu.

Kristjana H. Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hverfisáætlana tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.24101036 - Vatnsendablettur 510. Umsókn um uppskiptingu lóðar.

Lögð fram umsókn Þórðar Þorvaldssonar arkitekts dags. 12. október 2024 f.h. lóðarhafa Vatnsendabletts 510 um að lóðinni verði skipt upp í tvær lóðir. Á fundi skipulagsráðs þann 4. nóvember 2024 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. nóvember 2024.

Kristjana H. Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hverfisáætlana tók sæti á fundinum undir þessum lið.

Skipulagsráð hafnar beiðni um uppskiptingu lóðar með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 15. nóvember 2024 með þremur atkvæðum Hjördísar Ý. Johnson, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Kristinn D. Gissurarson, Andri S. Hilmarsson, Gunnar S. Ragnarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

5.24111023 - Urðarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Brynjars Darra Baldurssonar arkitekts dags 14. nóvember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Urðarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að bæta við sjöttu hæðinni á fyrirhugaða byggingu. Hæðin yrði inndregin, byggingarmagn eykst úr 5.900 m² í 6.600 m² og nýtingarhlutfall eykst úr 1,0 í 1,2.

Uppdrættir í mkv. 12000 og 1:750 dags. 19. desember 2022 og minnisblað arkiteks dags. 14. nóvember 2024.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

6.2411998 - Urðarhvarf 8. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Björgvins Halldórssonar byggingafræðings dags. 14. nóvember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8 við Urðarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í dag er einn rampur sem sinnir inn- og útkeyrslu á bílaplanið. Í breytingunni felst að nýrri innkeyrslu yrði komið fyrir vestan megin á bílaplanið, hluta akstursleiða á bílaplaninu yrði breytt í einstefnu og núverandi innkeyrsla yrði aðeins fyrir útkeyrslu.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 dags. 11. nóvember 2024.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

7.24102093 - Vesturvör 30A. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Svavars M. Sigurjónssonar byggingarfræðings dags. 23. október 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 30 við Vesturvör um 10 m³ eldsneytistank á norðausturhluta lóðarinnar. Eldsneytistankurinn er eingöngu fyrir þá starfsemi sem er í Vesturvör 30A. Á fundi skipulagsráðs þann 4. nóvember 2024 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. nóvember 2024.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 15. nóvember 2024.
Kristinn D. Gissurarson og Gunnar S. Ragnarsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

8.24101033 - Stofnun lóðar fyrir dreifistöð við Austurkór 98. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Veitna ofh. dags. 25. október 2024 um stofnun lóðar fyrir 20 m² dreifistöð við Austurkór.

Uppdráttur í mkv. dags. 1:250 dags. 11. september 2024.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

9.24111176 - Álfhólsvegur 29. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 15. nóvember 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 29 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs.

Á fundi skipulagsráðs 19. ágúst 2024 var litið jákvætt á fyrirspurn um að byggja fjórar íbúðir í stað þriggja í fyrirhugaðri nýbyggingu á lóðinni og fjölgun bílastæða úr 3 í 4, byggingarmagn helst óbreytt 446 m². Nýtingarhlutfall er 0,42. Byggingarleyfisumsókn er í samræmi við ofangreindar fyrirspurn.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 17. október 2024.
Samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 16, 16A, 18, 18A, 20, 20A, 22A, 22B, 25, 27, 31 og 33 við Álfhólsveg og nr. 39, 41, 43, 45 og 47 við Löngubrekku.

Almenn erindi

10.24111178 - Digranesvegur 15. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 15. nóvember 2024 þar umsókn umhverfissviðs um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um tímabundna skólabyggingu samsetta úr 10 færanlegum einingum á norðausturhluta lóðarinnar, samtals 176,8 m² að flatarmáli.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. nóvember 2024.
Samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1, 3, 5, 7, 8, 9 og 11 við Skólatröð og nr. 1, 6 og 8 við Háveg.

Almenn erindi

11.24081378 - Urðarbraut 9. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 9. ágúst 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Davíðs Karls Karlssonar byggingafræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 9 við Urðarbraut er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að eldri bílskúr er rifinn og nýr byggður á sama stað, með 4 m² tengibyggingu við íbúðarhúsið. Þak gamla bílskúrs var flatt, en nýi bílskúrinn hefur tvíhalla hærra þak. Kynningartíma lauk 6. nóvember 2024, engar athugasemdir bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

12.2411470 - Fyrirspurn nefndarmanna Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar um framtíðarsýn fyrir Kópavogsdal.

Lögð fram fyrirspurn frá nefndarmönnum Hákoni Gunnarssyni og Helgu Jónsdóttir um Kópavogsdal og Kópavogslæk dags. 6. nóvember 2024 ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 11. nóvember 2024.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

13.24061049 - Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2024. Nærþjónustukjarni innan íbúðarbyggðar í Skerjafirði Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Reykjavíkurborg dags. 6. nóvember 2024 vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Í breytingunni felst að lóð nr. 36 við Einarsnes verði felld út sem nærþjónustukjarni innan íbúðarbyggðar og um hana gildi eftirleiðis almennar landnotkunarheimildir íbúðarbyggðar.

Tillaga dags. í október 2024.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagt erindi.

Fundi slitið - kl. 16:55.