Skipulagsráð

173. fundur 04. nóvember 2024 kl. 15:30 - 16:21 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Freyr Snorrason
  • Díana Berglind Valbergsdóttir verkefnastjóri
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2410010F - Bæjarráð - 3192. fundur frá 31.10.2024

2406338 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Frestað til næsta fundar.



24051460 - Álfhólsvegur 68. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Frestað til næsta fundar.



24012320 - Álfhólsvegur 62. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Frestað til næsta fundar.



2406336 - Skólagerði 47. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

2.23111612 - Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs dags. 18. júlí 2024 að deiliskipulagi göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls. Megintilgangur deiliskipulagstillögunnar er að mæla fyrir um legu og fyrirkomulag stofnstígs hjólreiða um Kópavogsháls. Kynningartíma lauk 23. september 2024. Á fundi skipulagsráðs þann 21. október sl. var erindið lagt fram að lokinni kynningu ásamt þeim athugasemdum sem bárust á kynningartíma. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. nóvember 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagdeildar dags. 1. nóvember 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.24053112 - Kópavogstún. Breytt deiliskipulagsmörk.

Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Kópavogstúns dags. 15. júlí 2024. Í breytingunni felst að mörk deiliskipulagssvæðisins færast til suðurs og vestur og munu liggja að deiliskipulagssvæði nýs deiliskipulags göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls. Ekki eru gerðar aðrar breytingar á deiliskipulaginu. Kynningartíma lauk 23. september 2024. Á fundi skipulagsráðs þann 21. október sl. var erindið lagt fram að lokinni kynningu ásamt þeim athugasemdum sem bárust á kynningartíma. Afgreiðslu var frestað og athugasemdum vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. nóvember 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagdeildar dags. 1. nóvember 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.24101828 - Lundur, leiksvæði. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir leik- og útivistarsvæði norðan Lundar 88-90 og vestan Lundar 60. 66 og 72 dags. 15. október 2024.

Uppdrættir í mkv. 1:1500 og 1:150 dags. 15. október 2024 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. nóvember 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 1. nóvember 2024.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.24102075 - Reynigrund 49. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 49 við Reynigrund, dags. 23. október 2024 um viðbyggingu á tveimur hæðum á vesturhluta lóðarinnar. Í viðbygginguni er gert ráð fyrir bílageymslu á neðri hæð og íverurými á efri hæð, samtals 71,4 m² að flatarmáli. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,37 í 0,58 við breytinguna.

Uppdrættir í mvk. 1:500 og 1:100 dags. 23. september 2024.

Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. nóvember 2024.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við umsögn skipulagsdeildar dags. 1. nóvember 2024.

Almenn erindi

6.24102093 - Vesturvör 30A. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Svavars M. Sigurjónssonar byggingarfræðings dags. 23. október 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 30 við Vesturvör um 10 m³ eldsneytistank á norðausturhluta lóðarinnar. Eldsneytistankurinn er eingöngu fyrir þá starfsemi sem er í Vesturvör 30A.

Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:100 og 1:50 dags. 6. mars 2024 og umsögn Vinnueftirlits dags. 13. mars 2024.
Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

7.24101407 - Naustavör 5A. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Veitna ohf. dags. 16. október 2024 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5A við Naustavör. Í breytingunni felst að lóðin sem er 4x4m og 16 m² er stækkuð, til norðurs og austurs, í 5x7m eða 35 m². Er það gert til þess að koma fyrir tveggja spenna einingastöð. Flatarmál dreifistöðvarinnar er 17,3 m².

Uppdrættir í mkv. 1:1000, 1:250 og 1:50 ódags

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um breytingu á deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 7, 9 og 11 við Naustavör og nr. 10 og 12 við Vesturvör.

Almenn erindi

8.2411062 - Nýbýlavegur 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Mílu hf. dags. 1. nóvember 2024 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Nýbýlaveg. Í breytingunni felst að heimild til uppsetningar farsímaloftnets á norðurvegg lyftustokks á þaki byggingarinnar á lóðinni. Hæð loftnetsins er að hámarki 3,2 metrar uppfyrir núverandi hæsta hluta hússins.

Samþykki húsfélags að Nýbýlavegi 10C liggur fyrir.

Uppdrættir í mkv. 1:500-1:100 dags. 11. júní 2024.

Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytingu á deiliskipulagi með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.24021690 - Smiðjuvegur 76. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Nordic Office of Architecture ehf. dags. 9. júlí 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 76 við Smiðjuveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að komið verði fyrir 1093m² viðbyggingu við núverandi hús á lóðinni. Lóðarmörk breytast í samræmi við fyrirhugaða viðbyggingu og stækka til norðausturs og mörk skipulagssvæðis breytast einnig í samræmi við tillögu að lóðarstækkun. Lóðin stækkar úr 6049m² í 7471,3m², heildar byggingarmagn eykst úr 3012.7m² í 4105.7m² og nýtingarhlutfall eykst úr 0,50 í 0,55.

Kynningartíma lauk 28. október 2024. Þá lagðar fram athugasemdir sem bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

10.24082060 - Brekkuhvarf 24. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 24 við Brekkuhvarf dags. 23. ágúst 2024 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að í stað stakstæðs hesthúss sem heimilt er að reisa á lóðinni skv. gildandi deiliskipulagi verði heimilað að reisa vinnustofu. Byggingarmagn á lóðinni og nýtingarhlutfall er óbreytt. Kynningartíma lauk 23. október 2024. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.2408518 - Skálaheiði 1. Kynning á byggingarleyfisumsókn

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 26. júlí 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar verkfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Skálaheiði er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst 30 m² viðbygging út á þak núverandi bílgeymslu á norðurhluta lóðarinnar. Kynningartíma lauk 23. október 2024. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.24082548 - Lyngbrekka 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 23. ágúst 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Mardísar M. Andersen byggingarfræðings dags. 14. maí 2024 er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um að koma fyrir þaksvölum á þaki sambyggðrar bílageymslu á vesturhluta lóðarinnar. Kynningartíma lauk 23. október 2024. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.2410520 - Brekkuhvarf 1A. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 1A við Brekkuhvarf dags. 5. október 2024 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst niðurtekt kansteins, breytt fyrirkomulag og fjölgun bílastæða. Á fundi skipulagsráðs þann 21. október 2024 var afgreiðslu frestað og erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. nóvember 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um lækkun kantsteins og fjölgun bílastæða með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Kostnaður vegna framkvæmdarinnar greiðist af lóðarhafa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun:
„Undirrituð taka undir umsögn skipulagsdeildar dags. 1.nóvember 2024 og hafna fjölgun bílastæða en samþykkja breytt fyrirkomulag bílastæðis á lóðinni og lækkun kantsteins fyrir eitt bílastæði.“
Hákon Gunnarsson, Helga Jónsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.

Almenn erindi

14.24101036 - Vatnsendablettur 510. Umsókn um uppskiptingu lóðar.

Lögð fram umsókn dags. 12.október 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 510 við Vatnsendablett um að lóðinni verði skipt í tvær lóðir. Lóðarleigusamningur dags.27.maí 2022 fylgir umsókninni ásamt uppdrætti/skýringarmynd ódags.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

15.24102563 - Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Skipulagslýsing og drög að tillögu. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Reykjavíkurborg dags. 24. október 2024 vegna skipulagslýsingar og draga að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Í breytingunni felst að Hringbraut verði skilgreind sem aðalgata á afmörkuðum hluta hennar, austan Suðurgötu, þ.e. frá Hringbraut nr. 34 að nr. 22.

Greinargerð dags. í október 2024.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið.

Almenn erindi

16.24042729 - Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Rammahluti Vífilsstaðalands. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 24. október 2024 vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, Rammahluta Vífilstaðalands. Í breytingunni felst að hámarksfjöldi íbúða á svæðinu aukist úr 2.470 í 2.700 ásamt því að bætt er við ákvæðum um svigrúm í fjölda íbúða um plús/mínus 50 íbúðir.
Þar sem skipulagssvæðið liggur að staðarmörkum Kópavogsbæjar ítrekar skipulagsráð fyrri bókun sína um að fyrirhuguð fjölgun íbúða í Vífilstaðalandi/Hnoðraholti hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif á lóðir í landi Kópavogsbæjar. Mikilvægt er að fyrirkomulag Vorbrautar sunnan Þorrasala, hvort heldur hún verði lögð í stokk eða legu hennar breytt ákvarðist áður en umrætt svæði er tekið í notkun.

Almenn erindi

17.24102530 - Hnoðraholt norður. Breytt deiliskipulag. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 24. október 2024 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður. Í breytingunni felst fjölgun íbúða í fjölbýlishúsum um 16 íbúðir og fjölgun íbúða í rað- og parhúsum um 11 íbúðir.

Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags.
Þar sem skipulagssvæðið liggur að staðarmörkum Kópavogsbæjar ítrekar skipulagsráð fyrri bókun sína um að fyrirhuguð fjölgun íbúða í Vífilstaðalandi/Hnoðraholti norður hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif á lóðir í landi Kópavogsbæjar. Mikilvægt er að fyrirkomulag Vorbrautar sunnan Þorrasala, hvort heldur hún verði lögð í stokk eða legu hennar breytt ákvarðist áður en umrætt svæði er tekið í notkun.

Almenn erindi

18.24102559 - Háholt Hnoðraholts. Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Skipulagslýsing. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 24. október 2024 um skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Garðabæjar og nýs deiliskipulags Hnoðraholts suður, háholts dags. 3. október 2024. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felst í að reitur fyrir iðnað er felldur niður og breytingar gerðar á reit fyrir stofnanir. Í deiliskipulagi er boðuð breyting á lóð fyrir leikskóla og lóð fyrir búsetukjarna.
Skipulagsráð bendir á að tryggja þurfi að niðurfelling iðnaðarreits fyrir hitaveitutanka hafi ekki neikvæð áhrif á flæði heitavatns til aðliggjandi búsetusvæða. Skipulagsráð áskilur sér rétt til frekari athugasemda á síðari stigum.

Fundi slitið - kl. 16:21.