Skipulags- og umhverfisráð

5. fundur 17. mars 2025 kl. 15:30 - 18:51 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Leó Snær Pétursson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Díana Berglind Valbergsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa.
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2502024F - Bæjarstjórn - 1316. fundur frá 11.03.2025

2502020F - Skipulags- og umhverfisráð - 4. fundur frá 03.03.2025.



24032185 Kjóavellir- garðlönd. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2502023F - Bæjarráð - 3207. fundur frá 06.03.2025

2502020F - Skipulags- og umhverfisráð - 4. fundur frá 03.03.2025.



24032185 Kjóavellir- garðlönd. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2410796 - Fannborgarreitur. Byggingaráform.

Með tilvísun í deiliskipulagsskilmála í deiliskipulagi Miðbæjar Kópavogs, Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur, samþykkt dags. 14. desember 2021, eru lögð fram byggingaráform Nordic Office of Architecture dags. 17. mars 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 2 og 4 við Fannborg. Í byggingaráformum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum í gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. desember 2021 og birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 20. desember 2021. Með áformunum fylgja merkingaráætlun og aðkomuáætlun dags. 6. mars 2025.

Þórhildur Þórhallsdóttir landslagsarkitekt, Grétar Snorrason og Birkir Árnason byggingafræðingar frá Nordic Office of Architecture gera grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Bókun:
„Undirrituð hvetja til þess að Kópavogsbær boði hið allra fyrsta til upplýsingafundar fyrir íbúa svæðisins um stöðu mála á Fannborgarreit og Traðarreit vestur. Farið er fram á að tillögur um byggingaráform á Fannborgarreit og Traðarreit vestur verði sendar til kynningar og umsagnar í öldungaráði og notendaráði í málefnum fatlaðra og umsagnir verði lagðar fyrir fund skipulagsráðs þegar þetta mál verður næst á dagskrá. Þá er þess óskað að kallað sé eftir ábendingum frá Alta í ljósi þess að ráðgjafar þeirra unnu forsendugreiningu fyrir aðliggjandi miðbæjarsvæði Kópavogs.“
Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson, Leó Snær Pétursson og Indriði Ingi Stefánsson.

Bókun:
„Lögð verður áhersla á góða kynningu gagnvart íbúum á svæðinu og í kring og öðrum hagaðilum, þar sem kynnt verða fyrirhuguð áform á Fannborgarreit og Traðarreit vestur. Slíkir fundir geta farið fram þegar áætlanir lóðarhafa liggja fyrir.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

Gestir

  • Birkir Árnason - mæting: 15:30
  • Þórhildur Þórhallsdóttir - mæting: 15:30
  • Grétar Snorrason - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.2502435 - Traðareitur vestari. Byggingaráform.

Með tilvísun í deiliskipulagsskilmála í deiliskipulagi Miðbæjar Kópavogs, Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur, samþykkt dags. 14. desember 2021, eru lögð fram byggingaráform Nordic Office of Architecture dags. 9. janúar 2025 f.h. lóðarhafa. Í byggingaráformum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum í gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. desember 2021 og birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 20. desember 2021.

Með áformunum fylgja yfirlitsmynd lóðar dags. 20. desember 2024, aðkomu- og merkingaráætlun dags. 6. mars 2025, kynning umhverfishönnunar án.dags., tímalína án dags., verkáætlun án dags., verkfasar og lokanir minnisblað dags. 15. janúar 2025, vindgreining dags. 9. janúar 2025 og klæðningar dags. 9. janúar 2025.

Eyrún Valþórsdóttir arkitekt frá Nordic Office of Architecture og Jóhann Sindri Pétursson landslagsarkitekt gera grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Fundarhlé kl. 17:07, fundi fram haldið kl. 17:28.

Bókun:
„Undirrituð hvetja til þess að Kópavogsbær boði hið allra fyrsta til upplýsingafundar fyrir íbúa svæðisins um stöðu mála á Fannborgarreit og Traðarreit vestur. Farið er fram á að tillögur um byggingaráform á Fannborgarreit og Traðarreit vestur verði sendar til kynningar og umsagnar í öldungaráði og notendaráði í málefnum fatlaðra og umsagnir verði lagðar fyrir fund skipulagsráðs þegar þetta mál verður næst á dagskrá. Þá er þess óskað að kallað sé eftir ábendingum frá Alta í ljósi þess að ráðgjafar þeirra unnu forsendugreiningu fyrir aðliggjandi miðbæjarsvæði Kópavogs.“
Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson, Leó Snær Pétursson og Indriði Ingi Stefánsson.

Bókun:
„Lögð verður áhersla á góða kynningu gagnvart íbúum á svæðinu og í kring og öðrum hagaðilum, þar sem kynnt verða fyrirhuguð áform á Fannborgarreit og Traðarreit vestur. Slíkir fundir geta farið fram þegar áætlanir lóðarhafa liggja fyrir.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

Gestir

  • Jóhann Sindri Pétursson - mæting: 16:30
  • Eyrún Valþórsdóttir - mæting: 16:30

Almenn erindi

5.23111613 - Göngu- og hjólastígar um Ásbraut. Deiliskipulag.Forkynning.

Lögð fram á vinnslustigi tillaga að nýju deiliskipulagi Ásbrautar, dags. 14. mars 2025, til forkynningar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið með deiliskipulagsvinnunni er að endurhanna göturými Ásbrautar til að bæta stígakerfi og tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð gangandi og hjólandi vegfarenda í samræmi við aðalskipulag Kópavogsbæjar. Með deiliskipulaginu er núverandi byggðarmynstur fest í sessi og lagðar skipulagslegar forsendur fyrir vistlegri götumynd og öruggari göngu- og hjólaleiðum. Þá eru einnig lagðar fram fundargerðir frá samráðsfundum með íbúum Ásbrautar sem haldnir voru 21. nóvember 2024.

Orri Gunnarsson, skipulagsfræðingur frá VSÓ Ráðgjöf, gerir grein fyrir tillögunni.
Samþykkt með vísan til 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga á vinnslustigi verði forkynnt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Orri Gunnarsson - mæting: 17:30

Almenn erindi

6.25021662 - Hafnarbraut 14 A-D. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn húsfélagsins Hafnarbraut 14 A-D dags. 17. febrúar 2025 um breytingu á deiliskipulagi sem var vísað til skipulags- og umhverfisráðs ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2025. Gerð er breyting á 18. grein skipulagsskilmála fyrir Hafnarbraut 14 og skilmálar um að ekki sé heimilt að gera svalalokanir á efstu hæð hússins er felld út. Erindið var lagt fram á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 21. febrúar 2025 og var vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Hafnað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2025 með fimm atkvæðum Hjördísar Ý. Johnson, Andra S. Hilmarssonar, Leó S. Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Gunnars S. Ragnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

7.25022006 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 19. febrúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 7 við Smiðjuveg um breytingu á deiliskipulagi sem var vísað til skipulags- og umhverfisráðs ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2025. Í breytingunni felst 1.200 m² viðbygging á tveimur hæðum (1. hæð og kjallari) á norð-vestur hluta lóðarinnar. Á austurhlið hússins kæmi 35 m² viðbygging á einni hæð. Byggingarmagn eykst úr 3.552,8 m² í 4.787,8 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,51 í 0,69. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:100 dags. 13. febrúar 2025. Erindið var lagt fram á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 21. febrúar 2025 og var vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Samþykkt með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.25011401 - Hlíðarvegur 15. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Andra Gunnars Lyngberg Andréssonar arkitekts dags. 16. janúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 15 við Hlíðarveg um breytingar á lóðinni sem var vísað til skipulags- og umhverfisráðs ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2025. Í breytingunni felst að 114,4 m² hús sem á lóðinni stendur verði rifið og í stað þess verði reist 340 m² fjögurra íbúða fjölbýli á tveimur hæðum. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,13 í 0,4. Uppdrættir í mkv. 1:100, ódagsettir. Erindið var lagt fram á fundi skipulagsfulltrúa þann 11. mars 2025 var var málinu frestað.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2025. Leggja skal áherslu á að nýtingarhlutfall verði í samræmi við nýtingarhlutfall nærliggjandi lóða. Afgreitt með sex atkvæðum Hjördísar Ý. Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra S. Hilmarssonar, Gunnars S. Ragnarssonar, Leó S. Péturssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur.

Almenn erindi

9.25031475 - Erindi nefndarmanns Indriða I. Stefánssonar um umferðarhraða og skjólsæld.

Lögð fram beðni nefndarmanns, Indriða I. Stefánssonar, um að fela skipulagsfulltrúa að gera greiningu/úttekt á því hver áhrif núverandi viðmiða skipulags eru á annars vegar umferðarhraða og hins vegar skjólsæld í götum, byggt á því hvort tilefni séu til þess að gera breytingar á þeim viðmiðum, með það fyrir augum að annars vegar stuðla að því að umferðarhraði verði í samræmi við hámarkshraðaáætlun sem og að stuðla að því að skjólsælla sé í bænum.
Lagt fram og rætt.

Fundi slitið - kl. 18:51.