Skipulags- og umhverfisráð

4. fundur 03. mars 2025 kl. 15:30 - 16:54 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Leó Snær Pétursson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa.
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2502008F - Bæjarstjórn - 1315. fundur frá 25.02.2025

2401538 - Gunnarshólmi. Breytt svæðisskipulag. Vaxtarmörk.

Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar framlagða skipulagslýsingu og skal hún send svæðisskipulagsnefnd til meðferðar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2502007F - Bæjarráð - 3205. fundur frá 20.02.2025

2401538 - Gunnarshólmi. Breytt svæðisskipulag. Vaxtarmörk.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.



Almenn erindi

3.2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags. Tillaga á vinnslustigi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulagsfulltrúa á vinnslustigi að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Tillagan er unnin af ALTA fyrir Kópavogsbæ.

Svæðið er skilgreint sem samgöngumiðað þróunarsvæði í gildandi aðalskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir þéttri og blandaðri byggð við Borgarlínu. Viðfangsefni tillögunnar snýr einkum að áframhaldandi þróun svæðisins með sérstakri áherslu á gæði byggðar, góðar samgöngutengingar m.a. fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsrými. Sett er fram heildarsýn fyrir framtíðarþróun svæðisins, sem verður útfærð nánar í deiliskipulagsáætlunum fyrir tiltekna reiti á svæðinu. Á fundi skipulagsráðs þann 16. desember 2024 var samþykkt að auglýsa vinnslutillöguna. Kynningartíma lauk 21. febrúar 2025.

Þá er lagt fram yfirlit ábendinga, athugasemdir sem bárust á kynningartíma ásamt samantekt með ábendingum sem bárust á opnum húsum sem haldin voru á kynningartíma. Halldóra Hrólfsdóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafar frá ALTA gerðu grein fyrir erindinu.

Kristjana H. Kristjánsdóttir verkefnastjóri hverfisskipulags og Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram. Vísað til úrvinnslu skipulagsfulltrúa.

Gestir

  • Halldóra Hrólfsdóttir - mæting: 15:30
  • Halldóra Hreggviðsdóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.25022065 - Glaðheimar vesturhluti. Breytt aðalskipulag. Heimild til að hefja skipulagsvinnu.

Lagt fram erindi skipulagsfulltrúa, dags. 27. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir heimild skipulags- og umhverfisráðs til að hefja vinnu við að gera breytingu á aðalskipulagi fyrir vesturhluta Glaðheimasvæðis, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til að hægt verði að koma fyrir starfsemi SORPU, samanber bókun bæjarráðs dags. 12. desember 2024. Einnig er lagt til að skipulag svæðisins verði endurmetið með tilliti til breyttra forsenda, fyrirkomulagi uppbyggingar, endurskoðun á vegtengingum að svæðinu og aðkomu að lóðum innan svæðisins.

Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að hefja megi vinnu við að breyta aðalskipulagi fyrir vesturhluta Glaðheimasvæðis, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að við endurskoðun aðalskipulags fyrir vesturhluta Glaðheimasvæðis verði hugað að hugsanlegri byggð/tengingu yfir Reykjanesbraut sem verði þá lækkuð og eða sett í jarðgöng. Horft verði til þess að skerða í engu möguleika á því að samfella geti orðið í byggð á Glaðheima- og Smárasvæði.

Almenn erindi

5.25022068 - Glaðheimar vesturhluti. Breytt deiliskipulag. Heimild til að hefja skipulagsvinnu.

Lagt fram erindi skipulagsfulltrúa, dags. 27. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir heimild skipulags- og umhverfisráðs til að hefja vinnu við að gera breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Glaðheimasvæðis, í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til að hægt verði að koma fyrir starfsemi SORPU, samanber bókun bæjarráðs dags. 12. desember 2024. Einnig er lagt til að skipulag svæðisins verði endurmetið með tilliti til breyttra forsenda, fyrirkomulagi uppbyggingar, endurskoðun á vegtengingum að svæðinu og aðkomu að lóðum innan svæðisins.

Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að hefja megi vinnu við að breyta deiliskipulagi fyrir vesturhluta Glaðheimasvæðis, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að við endurskoðun deiliskipulags fyrir vesturhluta Glaðheimasvæðis verði hugað að hugsanlegri byggð/tengingu yfir Reykjanesbraut sem verði þá lækkuð og eða sett í jarðgöng. Horft verði til þess að skerða í engu möguleika á því að samfella geti orðið í byggð á Glaðheima- og Smárasvæði.

Almenn erindi

6.25012209 - Dimmuhvarf 10. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Erlings Proppé Sturlusonar fasteignasala, dags. 25. janúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Dimmuhvarf. Í tillögunni felst að rífa einbýlishús á lóðinni og byggja þess í stað tvær raðhúsalengjur með 9 íbúðum. Hver íbúð yrði 196 m² og á tveimur hæðum.

Erindið var lagt fram á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. febrúar 2025 og var því vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 17. febrúar 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2025.



Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2025.

Almenn erindi

7.24032185 - Kjóavellir- garðlönd. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Kjóavalla. Í breytingunni felst að komið verði fyrir skólagörðum og garðlöndum fyrir efri byggðir Kópavogs á opna svæðinu OP-5.10. Áætlað svæði fyrir skólagarða og garðlönd er um 0,25 ha. Reiðleið sem liggur um opna svæðið norðan Markavegar færist nær fyrirhuguðum bílastæðum og meðfram henni að hluta til kemur mön sem skermir reiðleiðina frá opna svæðinu. Reiðleiðin sem liggur frá undirgöngum undir Vatnsendaveg og að Tröllakór verður að göngustíg sem heldur áfram um opna svæðið eins og núverandi göngustígar eru um svæðið. Stígur sem nær frá bílastæðum að suðurhluta íþróttahússins Kórsins verður aðgangsstýrður og hægt að aka á til að tryggja gott aðgengi stærri bíla að hleðsludyrum mannvirkisins þegar stórir viðburðir eru haldnir. Að öðru leyti er lokað fyrir almenna umferð um stíginn. Að undirgöng undir Markaveg verða tekin út og upphækkuð gatnaþrenging sett inn í staðinn. Ný reiðleið kemur sunnan megin meðfram Markavegi og göngustígur fellur út og hann aðeins hafður norðan megin meðfram Markavegi. Þverun með upphækkaðri gatnaþrengingu verður sett inn austar á svæði breytinga. Lóð fyrir fjarskiptamastur minnkar, fer úr 493 m² í 240 m². Fallið er frá lóð númer 2 við Heimsenda og 23 bílastæðum við enda lóðar nr. 1 við Heimsenda. Fyrirkomulag annarra bílastæða, gámasvæðis, reiðleiða, tamninga- og hringgerðis innan svæði breytinga breytist lítillega. Heildarfjöldi bílastæða á svæðinu helst óbreyttur í u.þ.b. 494 stæðum. Samhliða þessari breytingu breytast skipulagsmörk deiliskipulags Hörðuvalla- Tröllakórs til samræmis og aðlagast að gildandi deiliskipulagi Kjóavalla. Set- og miðlunartjörn helst óbreytt frá því sem nú er. Dreifistöð er bætt við uppdrátt eins og núverandi staða er á opna svæðinu OP-5.10.

Uppdráttur í mkv. 1:2000 og dags. 28. júní 2024 og uppfærður 14. ágúst 2024 og 28. febrúar 2025.
Samþykkt að framlögð breyting á deiliskipulagi verði auglýst með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2501459 - Afmælisnefnd vegna 70 ára afmælis Kópavogsbæjar

Lagt fram erindi afmælisnefndar dags. 18. febrúar 2025 þar sem óskað er eftir tillögum af viðburðum frá nefndum og ráðum í tilefni 70 ára afmælis Kópavogsbæjar.
Lagt fram og rætt.

Fundi slitið - kl. 16:54.