Skipulags- og umhverfisráð

2. fundur 03. febrúar 2025 kl. 15:30 - 15:59 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Leó Snær Pétursson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa.
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2501014F - Bæjarstjórn - 1313. fundur frá 28.01.2025

2501010F - Skipulags- og umhverfisráð - 1. fundur frá 20.01.2025.

Fundargerð í 18 liðum.

Lagt fram.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2501002F - Bæjarráð - 3201. fundur frá 23.01.2025

2501010F - Skipulags- og umhverfisráð - 1. fundur frá 20.01.2025.



Lagt fram.



Tillaga undir máli nr. 7 í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar:

"Undirrituð óskar eftir umsögn frá eftirfarandi aðilum er varðar Gunnarshólma (breytt svæðisskipulag) úr fundargerð skipulags-og umhverfisráðs.



Veðurstofu Íslands

Svæðisskipulagsstjóra Höfuðborgarsvæðisins

Skipulagsfulltrúa Kópavogsbæjar



Theódóra S. Þorsteinsdóttir.



Bæjarráð samþykkir að frestar tillögunni til næsta fundar með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Kolbeins Reginssonar.



Orri V. Hlöðversson, vék af fundi kl. 12:21

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.2501006F - Bæjarráð - 3202. fundur frá 30.01.2025

2401538 - Gunnarshólmi. Breytt svæðisskipulag. Vaxtarmörk.



Á fundi bæjarráðs þann 23.01.2025 var lögð fram svohljóðandi tillaga undir máli nr. 7 í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar:



"Undirrituð óskar eftir umsögn frá eftirfarandi aðilum er varðar Gunnarshólma (breytt svæðisskipulag) úr fundargerð skipulags-og umhverfisráðs.



Veðurstofu Íslands



Svæðisskipulagsstjóra Höfuðborgarsvæðisins



Skipulagsfulltrúa Kópavogsbæjar



Theódóra S. Þorsteinsdóttir.



Bæjarráð samþykkir að frestar tillögunni til næsta fundar með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Kolbeins Reginssonar.



Fundarhlé hófst kl. 9:21, fundi fram haldið kl. 10:19



Bæjarráð hafnar tillögunni með þremur atkvæðum, gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Kolbeins Reginssonar.



Bókun:

"Aftur hafnar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bæjarfulltrúa um umsögn í máli þar sem óskað er eftir sjónarmiðum áður en ákvörðun er tekin. Með því að hafna ósk um umsögn frá ólíkum aðilum er meirihlutinn að stuðla að því að málið fari til umfjöllunar einungis með gögn frá sérhagsmunaaðilum."



Bergljót Kristinsdóttir

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Kolbeinn Reginsson



Bókun:

"Bókun minnihlutans lýsir vanþekkingu á skipulagsferlinu. Til þess að kalla megi eftir umsögnum hagaðila þarf málið að fara fyrir svæðisskipulagsnefnd og samþykkja þarf að auglýsa skipulagslýsinguna. Aðkoma sérfræðinga, hagaðila og almennings er tryggð í auglýsingaferlinu lögum samkvæmt. Það felur í sér víðtækari og upplýstari umræðu sem styður við vandaða ákvörðunartöku í málinu."



Ásdís Kristjánsdóttir

Hjördís Ýr Johnson

Andri Steinn Hilmarsson

Björg Baldursdóttir



Bókun:

"Undirrituð vísa ásöknum um vanþekkingu á bug og eru fullkomlega meðvituð um að formleg aðkoma hagaðila, sérfræðinga og almennings sé tryggð í auglýsingaferlinu, í samræmi við lög og reglur um skipulagsmál.



Hins vegar telja undirrituð eðlilegt og ábyrgðarfullt að afla upplýsinga og sjónarmiða áður en málið fer til afgreiðslu í svæðisskipulagsnefnd. Slíkt stuðlar að vandaðri ákvarðanatöku og tryggir að við, sem sitjum í bæjarstjórn, höfum nægjanleg gögn til að meta áhrif tillögunnar áður en hún er send í formlegt ferli. Það er hvorki fordæmislaust né óeðlilegt að óska eftir faglegri ráðgjöf áður en formleg umsagnarferli hefjast.



Ef markmiðið er að taka upplýsta og vel rökstudda ákvörðun, ættum við að fagna frekari gögnum og sjónarmiðum, fremur en að líta á þau sem óþarfa inngrip í ferlið.



Nýverið voru nýjar siðareglur límdar upp á vegg í bæjarstjórnarsalnum. Í fyrstu grein segir að bæjarfulltrúar starfi í þágu allra Kópavogsbúa með opnu samtali, virku upplýsingaflæði og hlusti á ólík sjónarmið. Undirrituð sakna þess að meirihlutinn virði nýjar siðareglur. "



Bergljót Kristinsdóttir

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Kolbeinn Reginsson



Bókun:

"Það eru vonbrigði að sjá nálgun minnihlutans á þetta mál. Kópavogsbær er að fylgja lögbundnu skipulagsferli sem tryggir aðkomu ólíkra sjónarmiða eins og rakið er betur í fyrri bókun meirihlutans."



Ásdís Kristjánsdóttir

Hjördís Ýr Johnson

Andri Steinn Hilmarsson

Björg Baldursdóttir

Almenn erindi

4.24101138 - Funda- og starfsáætlun skipulags- og umhverfisráðs árið 2025

Lögð fram til samþykktar áætlun um fundi skipulags- og umhverfisráðs árið 2025.
Samþykkt.

Almenn erindi

5.2412222 - Dalvegur 32A, B og C. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Sigurðar Halldórssonar arkitekts dags. 3. desember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 32A, B og C við Dalveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst hliðrun inn-/útkeyrslu við Dalveg vegna hæðarlegu og til þess að bæta umferðarflæði. Aukning byggingarmagns neðanjarðar úr 3205 m² í 6250 m² fyrir bílageymslu, hjólageymslur, starfsmannaaðstöðu og geymslu- og tæknirými ásamt því að hluti bílastæða ofanjarðar á lóðinni verður fluttur í bílageymslu neðanjarðar. Heildarfjöldi bílastæða á lóðinni er óbreyttur. Þá eru gerðar breytingar á tengingum göngu- og hjólastíga innan lóðarinnar við göngu- og hjólastíga Kópavogsbæjar sem liggja austan við lóðina. Jafnframt er byggingarreitur ofanjarðar stækkaður um 50 cm til suðurs og austurs (að Reykjanesbraut). Hámark byggingarmagns ofanjarðar er óbreytt fyrir Dalveg 32C 9894 m².

Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 15. janúar 2025.

Einnig lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 31. janúar 2025.
Samþykkt að framlögð umsókn um breytingu á deiliskipulagi verði auglýst með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.25011995 - Vetrarmýri og Smalaholt í Garðabæ. Vinnslutillaga að deiliskipulagi íþrótta- og útivistarsvæða. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 23. janúar 2025 um tillögu á vinnslutigi að deiliskipulagi íþrótta- og útivistarsvæða í Vetrarmýri og Smalaholti.

Uppdrættir í mkv. 1:2000 dags. 10. janúar, 1:2000 og 1:3000 dags. 16. janúar 2025 ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 22. janúar 2025.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

7.25012345 - Kjóavellir, breytt deiliskipulag. Reiðstígur í Garðabæ. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 27. janúar 2025 um breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla innan sveitarfélagsmarka Garðabæjar. Í breytingunni felst færsla á reiðstíg og tamningagerði neðan við núverandi reiðskemmu við Hattarvelli.

Uppdrættir í mkv. 1:2000 dags. 4. nóvember 2025.

Engar athugasemdir.

Almenn erindi

8.25012346 - Kjóavellir, breytt deiliskipulag. Sameining lóða í Garðabæ. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 27. janúar 2025 um breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla innan sveitarfélagsmarka Garðabæjar. Í breytingunni felst sameining lóðanna nr. 8A og 8B við Tinnuvelli í eina lóð.

Uppdrættir í mkv. 1:2000 dags. 29. nóvember 2025.
Engar athugasemdir.

Almenn erindi

9.2408517 - Bakkabraut 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að settar eru svalir á 2. hæð á öllum húshliðum til að bæta flóttaleiðir. Samtals 8 svalir. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,49 í 0,52. Á fundi skipulagsráðs þann 2. desember 2024 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 30. janúar 2025, engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:59.