Skipulags- og umhverfisráð

1. fundur 20. janúar 2025 kl. 15:30 - 18:54 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa.
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2412007F - Bæjarstjórn - 1312. fundur frá 14.01.2025

2411023F - Skipulagsráð - 176. fundur frá 16.12.2024.



2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags. Drög á vinnslustigi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



24112558 - Baugakór 36. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2410373 - Dalsmári 13. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2412009F - Bæjarráð - 3199. fundur frá 19.12.2024

2411023F - Skipulagsráð - 176. fundur frá 16.12.2024.



2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags. Drög á vinnslustigi.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24112558 - Baugakór 36. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2410373 - Dalsmári 13. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.24112481 - Arnarland í Garðabæ. Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 29. nóvember 2024 vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Gerðar eru breytingar á landnotkun úr verslunar- og þjónustusvæði í miðsvæði, legu stíga og Borgarlínu og staðsetningu undirganga undir Arnarnesveg.

Á fundi skipulagsráðs þann 2. desember var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2025.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir eftirfarandi bókun með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 og deiliskipulag Arnarlands hafa tekið þó nokkrum breytingum frá fyrstu tillögum árið 2022 en á svæðinu hefur í aðalskipulagi Garðabæjar verið gert ráð fyrir byggð um þó nokkurt skeið. Kópavogsbær hefur komið athugasemdum og ábendingum sínum m.a. hvað umferðartengingar, byggingarmagn og veitukerfi varðar á framfæri við Garðabæ á öllum stigum málsins. Í framlagðri breyttri tillögu að breytingu á aðalskipulagi er komið til móts við þær athugasemdir að einhverju leyti sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2025.

Bókun:
„Undirrituð telur allt of mörgum spurningum ósvarað er varðar Arnarlandið þar sem hugmyndafræðin er samgöngumiðað skipulag.“
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Almenn erindi

4.2406782 - Arnarland í Garðabæ. Nýtt deiliskipulag. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 28. nóvember 2024 vegna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Arnarland í Garðabæ sem dagsett er 14. nóvember 2024.

Á fundi skipulagsráðs þann 2. desember 2024 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2025.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir eftirfarandi bókun með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 og deiliskipulag Arnarlands hafa tekið þó nokkrum breytingum frá fyrstu tillögum árið 2022 en á svæðinu hefur í aðalskipulagi Garðabæjar verið gert ráð fyrir byggð um þó nokkurt skeið. Kópavogsbær hefur komið athugasemdum og ábendingum sínum m.a. hvað umferðartengingar, byggingarmagn og veitukerfi varðar á framfæri við Garðabæ á öllum stigum málsins. Í framlagðri breyttri tillögu að deiliskipulagi er komið til móts við þær athugasemdir að einhverju leyti sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2025.
Skipulags- og umhverfisráð leggur ríka áherslu á að í áframhaldandi vinnu við hönnun byggðar á svæðinu verði hugað sérstaklega að því að lágmarka útsýnisskerðingar fyrir nærliggjandi byggð og takmarka álag og rask á framkvæmdatíma. Einnig er bent á mikilvægi þess að umferðartenging undir Arnarnesveg til suðurs verði tekin í notkun samhliða uppbyggingunni og að fyrirhuguð lega Borgarlínu verði skoðuð nánar í samstarfi sveitarfélaganna og Betri samgangna.
Þá er mikilvægt að Garðabær og Kópavogur hefji sem fyrst það samstarf sem stefnt er að í drögum að viljayfirlýsingu um endurskoðuð sveitarfélagamörk svo unnt verði að tryggja heildstætt skipulag fyrir allt svæðið til framtíðar.

Bókun:
„Miðað við forsendur skipulagsins er gert ráð fyrir tímalínu Borgarlínu sem ólíklegt er að standist. Kalla ætti eftir viðbrögðum Garðabæjar og óska eftir að gerð verði grein fyrir því hvernig verði brugðist við hvað varðar umferðarþunga.“
Indriði Ingi Stefánsson.

Bókun:
„Undirrituð telur allt of mörgum spurningum ósvarað er varðar Arnarlandið þar sem hugmyndafræðin er samgöngumiðað skipulag.“
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Almenn erindi

5.24112482 - Akrar í Garðabæ. Breytt deiliskipulag. Auglýsing tillögu. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni frá Garðabæ um tillögu að breytingu á deiliskipulaginu Arnarnesland - Akrar í Garðabæ. Í breytingunni felst breytt staðsetning undirganga undir Arnarnesveg.

Á fundi skipulagsráðs þann 2. desember 2024 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2025.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir eftirfarandi bókun með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar.
Ekki eru gerðar athugasemdir við framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Arnarneslands- Akrar.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Kolbeinn Reginsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

6.2302656 - Arnarnesháls. Viljayfirlýsing um endurskoðun sveitarfélagsmarka.

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um endurskoðun sveitarfélagsmarka Kópavogs og Garðabæjar á Arnarneshálsi.
Lagt fram. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að fyrirhugað samstarf sveitarfélaganna hefjist án tafar.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Kolbeinn Reginsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun:
„Undirrituð leggja til að 3. og 4. málsgrein breytist og hljóði svo:
Aðilar eru sammála um að breyta sveitarfélagsmörkum sveitarfélaganna og gera tilheyrandi skipulagsbreytingar sem m.a. felast í breyttri landnotkun. Jafnframt lýsa aðilar vilja sínum til að þróa nánar umferðartengingar á svæðinu. Hafa skal samráð við landeigendur í þessari vinnu.
Horft verði til þess að svæði sem skilgreint er sem áfangi 2 í tillögu að deiliskipulagi Arnarlands í Garðabæ dags. 28. nóvember 2024 færist yfir í Kópavog og að samsvarandi svæði vestar í landinu, einnig vestan Hafnarfjarðarvegar, færist frá Kópavogi til Garðabæjar. Aðilar eru sammála um að það svæði sem færist á milli verði sambærilegt að stærð og verðmæti, sé þar munur á komi til greiðslu sem nemur mismun á stærð og verðmæti þess lands sem færist á milli skv. áliti sérfróðra aðila sem aðilar koma sér saman um.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn D. Gissurarson, Andri S. Hilmarsson, Gunnar S. Ragnarsson og Hákon Gunnarsson.

Bókun:
„Undirrituð lýsir yfir óánægju með að viljayfirlýsing um endurskoðun á sveitarfélagamörkum á Arnarneshálsi skuli fyrst núna koma fram. Skipulagsráð hefur samþykkt bókanir allt frá 14. mars 2022 um að viðræður við bæjaryfirvöld í Garðabæ þurfi að hefjast án tafa. Nú þremur árum seinna, þegar skipulagsvinna Garðabæjar er á lokametrunum, þá kemur hér fram viljayfirlýsing um m.a. að hefja skipulagsvinnu á svæðinu er varðar endurskoðun á sveitarfélagamörkum. Það er óskiljanlegt að sveitarfélögin Kópavogur og Garðabær skulu ekki vera komin lengra með viðræðurnar sem er stór forsenda fyrir því að skipulag Arnarlandsins gangi upp.“
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Almenn erindi

7.2401538 - Gunnarshólmi. Breytt svæðisskipulag. Vaxtarmörk. Skipulagslýsing.

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst stækkun á vaxtarmörkum svæðisskipulags fyrir Geirland og Gunnarshólma norðan Suðurlandsvegar í upplandi Kópavogs, þar sem fyrirhugað er að hefja uppbyggingu lífsgæðakjarna sbr. viljayfirlýsingu Kópavogsbæjar og Aflvaka Þróunarfélags ehf. dags. 14. febrúar 2024.

Skipulagslýsingin er unnin af VSÓ Ráðgjöf fyrir Kópavogsbæ í samráði við landeiganda í Gunnarshólma. Þá er lagt fram áhættumat vegna vatnsverndar unnið af VSÓ Ráðgjöf dags. í desember 2024 ásamt flóðagreiningu og dreifingareikningum unnum af verkfræðistofunni Vatnaskil dags. í nóvember 2024. Jafnframt er lögð fram greinargerð um ytri rýni áhættumatsins dags. 2. desember 2024.

Stefán Gunnar Thors og Bryndís Skúladóttir frá VSÓ Ráðgjöf, Sigurður Stefánsson framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélags og Sveinn Óli Pálmarsson frá verkfræðistofunni Vatnaskil gera grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Sveinn Óli Pálmarsson - mæting: 16:48
  • Bryndís Skúladóttir - mæting: 16:48
  • Stefán Gunnar Thors - mæting: 16:48
  • Sigurður Stefánsson - mæting: 16:48

Almenn erindi

8.2501990 - Deiliskipulag Arnarnesvegar milli Fífuhvammsvegar og Rjúpnavegar.

Lögð fram beiðni skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2025 um heimild til að hefja deiliskipulagsvinnu fyrir Arnarnesveg á milli Fífuhvammsvegar og Rjúpnavegar.
Samþykkt.

Almenn erindi

9.2410082 - Deiliskipulag Arnarnesvegar frá Hafnarfjarðarvegi að Reykjanesbraut

Lögð fram beiðni skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2025 um heimild til að hefja gerð deiliskipulags fyrir Arnarnesveg milli Hafnarfjarðarvegar og Reykjanesbrautar.
Samþykkt.

Almenn erindi

10.25011006 - Hagasmári 1. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Helga Más Halldórssonar arkitekts dags. 13. janúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Hagasmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að auka byggingarmagn í 64.000m² ásamt stækkun byggingarreits um 3,3 m² til suð-austurs. Í gildi er deiliskipulag sem var samþykkt í bæjarstjórn 14. febrúar 2006.

Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 16. janúar 2025 og uppdrættir dags. 19. nóvember 2024.
Samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um breytingu á deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 3, 5, 9 og 9A við Hagasmára, nr. 1-7 við Silfursmára og nr. 3 við Smáratorg með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Hákonar Gunnarssonar
Kolbeinn Reginsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

11.2412534 - Urðarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Björgvins Halldórssonar arkitekts dags. 9. desember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8 við Urðarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að nýrri innkeyrslu er komið fyrir á austurhluta á neðra bílaplani á suðurhluta lóðarinnar, núverandi inn- og útkeyrslurampur verður aðeins fyrir útkeyrslu og hluta akstursleiða á lóðinni frá neðra bílaplani í vesturátt að efra bílaplani er gerð að einstefnu.

Uppdráttur í mkv. 1:2000 og 1:500 dags. 11 desember 2024.
Samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um breytingu á deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1, 2, 6 og 10 við Urðarhvarf.

Almenn erindi

12.24101961 - Austurkór 96. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 22. október 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 96 við Austurkór um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun byggingarreit um 2 metra til vesturs á hluta sérafnotaflata íbúða á jarðhæð, íbúðir 101 og 102, fyrir tveimur sólskálum.

Uppdrættir í mkv. 1:2000, 1:500 og 1:200. dags. 17. janúar 2025.
Samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um breytingu á deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 94, 96 og 98 við Austurkór.

Almenn erindi

13.24121192 - Álfhólsvegur 59. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 59 við Álfhólsveg dags. 11. desember 2024 um viðbyggingu. Á lóðinni stendur 108,2 m² einbýlishús á einni hæð ásamt 52 m² stakstæðri bílgeymslu og óskað er eftir því að byggja 46,5 m² efri hæð yfir austurhluta hússins með útgengi út á fyrirhugaðar 21,3 m² svalir.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 13. nóvember 2024 og 1:100 dags. 16. janúar 2025.

Þá er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2025.
Jákvætt að fyrirspurnin verði unnin áfram í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa. Umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt berist hún.

Almenn erindi

14.2412820 - Hafnarbraut 9. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 10. desember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 9 við Hafnarbraut um að breyta notkunarflokki eignarhluta 01-105 úr atvinnu-og þjónusturými í íbúðarrými.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags 17. janúar 2025.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar að líta neikvætt á framlagða fyrirspurn með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2025.

Almenn erindi

15.2412131 - Kársnesbraut 108. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Lárusar Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 3. desember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 108 við Kársnesbraut um að breyta atvinnuhúsnæði á 2. hæð í íbúðarhúsnæði. Fyrirspurninni fylgir erindi til skipulagsráðs ásamt skýringarmyndum dags 2. desember 2024 og samþykktir aðaluppdrættir í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 7. apríl 2021. Á fundi skipulagsráðs þann 16. desember 2024 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2025.

Almenn erindi

16.24112403 - Roðahvarf 2-8. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 28. nóvember 2024 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 2-8 við Roðahvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að fækka stigahúsum í Roðahvarfi 4-6 úr tveimur í eitt og að koma fyrir auka íbúð í kjallara (jarðhæð) í Roðahvarfi 8. Á fundi skipulagsráðs 16. desember 2024 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2025.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar að líta neikvætt á framlagða fyrirspurn með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2025.

Gunnar Sær Ragnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

17.2411844 - Hljóðalind 9. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 9 við Hljóðalind dags. 12. nóvember 2024 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að áhaldaskúr á vesturhlið hússins verði að viðbyggingu við húsið. Á fundi skipulagsráðs þann 2. desember 2024 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2025.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2025, er ekki gerð athugasemd við fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt berist hún.

Almenn erindi

18.2408517 - Bakkabraut 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að settar eru svalir á 2. hæð á öllum húshliðum til að bæta flóttaleiðir. Samtals 8 svalir. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,49 í 0,52. Á fundi skipulagsráðs þann 2. desember 2024 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna og var hún grenndarkynnt frá 27. desember 2024 til 30. janúar 2025. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

Fundarhlé kl. 18:49, fundi fram haldið kl. 18:53.

Fundi slitið - kl. 18:54.