Menntaráð

137. fundur 21. janúar 2025 kl. 17:15 - 20:13 í Hörðuvallaskóla
Fundinn sátu:
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir formaður
  • Hildur Karen Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Hjördís Einarsdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska, aðalmaður boðaði forföll og Björn Þór Rögnvaldsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Tryggvi Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Hreiðar Oddsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Kristgerður Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Ágúst Frímann Jakobsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ágúst Frímann Jakobsson deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Í upphafi fundar kynntu þær Sigríður Theódóra Egilsdóttir og Sigurrós Jóna Oddsdóttir draumagerðarsmiðjuna sem er verkefni sem unnið er í Hörðuvallaskóla með styrk frá Nýsköpunarsjóði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Menntaráð þakkar áhugaverða kynningu sem og góðar veitingar í upphafi fundar.
Amanda K. Ólafsdóttir og Ingunn Mjöll Birgisdóttir mættu til fundar undir 1. og 2. lið til að kynna aðgerðaáætlanir menntasviðs.

Almenn erindi

1.2101814 - Menntastefna, aðgerðaáætlun 2024

Aðgerðaáætlun menntasviðs fyrir árið 2024. Kynning á stöðu mála í árslok.
Amanda K. Ólafsdóttir og Ingunn Mjöll Birgisdóttir kynntu umfang og framkvæmd aðgerða í áætlun ársins 2024.

Almenn erindi

2.2101814 - Menntastefna, aðgerðaáætlun 2025

Kynning á aðgerðaáætlun menntasviðs fyrir árið 2025
Amanda K. Ólafsdóttir og Ingunn Mjöll Birgisdóttir kynntu markmið þeirra aðgerða sem fyrirhugaðar eru á árinu 2025 ásamt breytingu á vinnulagi við utanumhald aðgerða. Menntaráð mun fá ítarlegri kynningu á aðgerðunum síðar.

Almenn erindi

3.25011464 - Tillögur í grunnskólamálum 2025

Kynning á drögum að tillögum í grunnskólamálum sem unnar eru í framhaldi af heimsóknum bæjarstjóra í grunnskólana í september og október 2024. Gögnin eru á vinnslustigi og því trúnaðarmál.
Lagt fram.

Almenn erindi

4.2412542 - Innra mat grunnskóla - úttekt og umbætur

Lögð fram skýrsla um úttekt á innra mati grunnskóla í Kópavogi. Úttektin fór fram í nóvember 2024.
Dagskrárlið frestað.

Almenn erindi

5.2412051 - Skólabókasöfn í Kópavogi - fyrirspurn

Lögð fram tillaga frá Donata Bukowska um að aflað verði upplýsinga sem varða skólabókasöfn í Kópavogi.
Vísað til úrvinnslu á menntasviði.

Almenn erindi

6.2001382 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs við grunnskóla Kópavogs - viðmið

Ósk frá Lindaskóla um endurskoðun á viðmiðum fyrir skóladagatöl grunnskóla fyrir skólaárið 2025-2026.
Menntaráð samþykkir að breyta viðmiðum um skóladagatöl grunnskóla fyrir skólaárið 2025-2026 þannig að grunnskólar hafi leyfi til að hafa tvo tvöfalda daga á skóladagatali.

Almenn erindi

7.2109523 - Grunnskóladeild-endurmenntun

Lögð fram skýrsla um endurmenntun á vegum grunnskóladeildar skólaárið 2023-2024.
Dagskrárlið frestað.

Almenn erindi

8.2210415 - Menntasvið-Fundargerðir íþróttaráðs 2022 -2025

Fundargerð 146. fundar íþróttaráðs lög fram til kynningar.
Lögð fram fundargerð í 33 liðum.

Almenn erindi

9.2210417 - Menntasvið-Fundargerðir leikskólanefndar 2022-2025

Fundargerð 167. fundar leikskólanefndar lögð fram til kynningar.
Lögð fram fundargerð í 11 liðum.

Fundi slitið - kl. 20:13.