Dagskrá
Almenn erindi
1.24112316 - Fjárhagsáætlun 2025 og úthlutun til grunnskóla
Samantekt á úthlutunarreglum fyrir grunnskóla lögð fram til upplýsingar og kynntar ásamt helstu þáttum í fjárhagsáætlun 2025.
Gestir
- Sindri Sveinsson - mæting: 17:15
Almenn erindi
2.2001382 - Skóladagatal 2025-2026
Lögð fyrir viðmið vegna skóladagatala og niðurstöður könnunar meðal foreldra og starfsfólks, ásamt tillögum að skólasetningardegi, vetrarfríum og samræmdum skipulagsdögum skólaárið 2025-2026.
Almenn erindi
3.22067452 - Menntaráð - fundaáætlun 2025
Lögð fyrir tillaga að fundaáætlun menntaráðs fyrir árið 2025.
Almenn erindi
4.24112275 - Viðmið um forvarnaráætlanir
Viðmið um forvarnaráætlanir kynnt.
Almenn erindi
5.24112274 - Læsisáætlun fyrir skóla og frístundastarf
Læsisáætlun og viðmið fyrir gerð læsisstefna í grunnskólum lögð fram til umsagnar.
Almenn erindi
6.24112418 - Skólar á Kársnesi - val á nöfnum
Lögð fram tillaga menntasviðs um ferli við val á nöfnum fyrir skóla við Vallargerði og Skólagerði á Kársnesi.
Almenn erindi
7.2210415 - Menntasvið-Fundargerðir íþróttaráðs 2022 -2024
Fundargerð 145. fundar íþróttaráðs lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:18.
Fundarhlé kl. 17:49. Fundi fram haldið kl. 18:20.
Hanna Carla Jóhannsdóttir, Haukur Thors Einarsson, Hjördís Einarsdóttir og Árnína Steinunn Kristjánsdóttir; fulltrúar meirihluta í menntaráði lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Meirihluti menntaráðs fagnar því að farið sé af stað í tilraunaverkefni sem eflir sjálfstæði skóla í fjármálastjórnun og rekstri grunnskóla. Sjálfstæði skólastjórnenda er grundvöllur fyrir sveigjanleika í ráðstöfun fjármuna, sem stuðlar að markvissari nýtingu fjárheimilda í þágu náms og kennslu.
Við fjármálastjórnun hvers grunnskóla í Kópavogi, hefur skólastjóri skýrt hlutverk í fjármálalegum ákvörðunum innan ramma fjárhagsáætlunar. Það felur meðal annars í sér ábyrgð á innkaupum, og ráðningum starfsfólks. Með því að treysta skólastjórnendum til að vinna sjálfstætt og ábyrgðarfullt í þessum þáttum, skapast sterkara faglegt umhverfi í skólasamfélaginu.
Meirihluti menntaráðs lítur á þetta sem lykilþátt í því að tryggja hámarksáhrif við ráðstöfun fjármagns sem er varið til rekstrar grunnskóla. Mikilvægt er að standa vörð um sjálfstæði skóla og veita skólastjórnendum stuðning til að nýta það á árangursríkan hátt.
Meirihluti menntaráðs styður fyrir sitt leyti umrætt tilraunaverkefni til aukins sjálfstæðis í rekstri grunnskóla og vísar því til afgreiðslu í bæjarráði"
Donata Bukowska, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Tryggvi Felixson og Einar Örn Þorvarðarson lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð, fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Pírata, tökum undir hugmyndir sem lúta að því að auka frelsi skólastjóra til þess að færa fjármagn á milli ára. Hins vegar telja undirrituð að það vanti nánari greiningu með tillögunni - hvernig þróun áramótauppgjörs skólanna hefur verið undanfarin ár, og greiningu á kostum og göllum sem fylgja þeirri breytingu sem lögð er til."