Menntaráð

136. fundur 03. desember 2024 kl. 17:15 - 19:18 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir formaður
  • Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Einarsdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Tryggvi Felixson aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Karen Rúnarsdóttir foreldrafulltrúi
  • Kristín Sigurðardóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Ágúst Frímann Jakobsson starfsmaður nefndar
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ágúst Frímann Jakobsson deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.24112316 - Fjárhagsáætlun 2025 og úthlutun til grunnskóla

Samantekt á úthlutunarreglum fyrir grunnskóla lögð fram til upplýsingar og kynntar ásamt helstu þáttum í fjárhagsáætlun 2025.
Sindri Sveinsson rekstrarstjóri kynnti helstu þætti fjárhagsáætlunar og samantekt yfir gildandi úthlutunarreglur fyrir grunnskóla ásamt tillögu að tilraunaverkefni um að grunnskólar geti fengið heimild til að ráðstafa fjármagni milli fjárhagsára.

Fundarhlé kl. 17:49. Fundi fram haldið kl. 18:20.

Hanna Carla Jóhannsdóttir, Haukur Thors Einarsson, Hjördís Einarsdóttir og Árnína Steinunn Kristjánsdóttir; fulltrúar meirihluta í menntaráði lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Meirihluti menntaráðs fagnar því að farið sé af stað í tilraunaverkefni sem eflir sjálfstæði skóla í fjármálastjórnun og rekstri grunnskóla. Sjálfstæði skólastjórnenda er grundvöllur fyrir sveigjanleika í ráðstöfun fjármuna, sem stuðlar að markvissari nýtingu fjárheimilda í þágu náms og kennslu.
Við fjármálastjórnun hvers grunnskóla í Kópavogi, hefur skólastjóri skýrt hlutverk í fjármálalegum ákvörðunum innan ramma fjárhagsáætlunar. Það felur meðal annars í sér ábyrgð á innkaupum, og ráðningum starfsfólks. Með því að treysta skólastjórnendum til að vinna sjálfstætt og ábyrgðarfullt í þessum þáttum, skapast sterkara faglegt umhverfi í skólasamfélaginu.
Meirihluti menntaráðs lítur á þetta sem lykilþátt í því að tryggja hámarksáhrif við ráðstöfun fjármagns sem er varið til rekstrar grunnskóla. Mikilvægt er að standa vörð um sjálfstæði skóla og veita skólastjórnendum stuðning til að nýta það á árangursríkan hátt.
Meirihluti menntaráðs styður fyrir sitt leyti umrætt tilraunaverkefni til aukins sjálfstæðis í rekstri grunnskóla og vísar því til afgreiðslu í bæjarráði"

Donata Bukowska, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Tryggvi Felixson og Einar Örn Þorvarðarson lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð, fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Pírata, tökum undir hugmyndir sem lúta að því að auka frelsi skólastjóra til þess að færa fjármagn á milli ára. Hins vegar telja undirrituð að það vanti nánari greiningu með tillögunni - hvernig þróun áramótauppgjörs skólanna hefur verið undanfarin ár, og greiningu á kostum og göllum sem fylgja þeirri breytingu sem lögð er til."

Gestir

  • Sindri Sveinsson - mæting: 17:15

Almenn erindi

2.2001382 - Skóladagatal 2025-2026

Lögð fyrir viðmið vegna skóladagatala og niðurstöður könnunar meðal foreldra og starfsfólks, ásamt tillögum að skólasetningardegi, vetrarfríum og samræmdum skipulagsdögum skólaárið 2025-2026.
Menntaráð samþykkir samhljóða viðmið vegna skóladagatala og tillögur að skólasetningardegi, vetrarfríum og samræmdum skipulagsdögum. Skólasetning verður 25. ágúst, vetrarfrí 27.-28. október og 19.-20. febrúar, þrír sameiginlegir skipulagsdagar 12. nóvember, 10. mars og 15. maí.

Almenn erindi

3.22067452 - Menntaráð - fundaáætlun 2025

Lögð fyrir tillaga að fundaáætlun menntaráðs fyrir árið 2025.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum framlagða fundaáætlun ráðsins fyrir árið 2025.

Almenn erindi

4.24112275 - Viðmið um forvarnaráætlanir

Viðmið um forvarnaráætlanir kynnt.
Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri kynnti drög að viðmiðum um forvarnaráætlanir. Viðmiðin taka til forvarna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni en verða unnin áfram þannig að þau taki einnig til annarra þátta sem snúa að forvörnum í starfi með börnum og ungmennum.

Almenn erindi

5.24112274 - Læsisáætlun fyrir skóla og frístundastarf

Læsisáætlun og viðmið fyrir gerð læsisstefna í grunnskólum lögð fram til umsagnar.
Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri kynnti drög að læsisáætlun og viðmiðum fyrir læsisstefnur í grunnskólum. Fram komu ábendingar um breytingar.

Almenn erindi

6.24112418 - Skólar á Kársnesi - val á nöfnum

Lögð fram tillaga menntasviðs um ferli við val á nöfnum fyrir skóla við Vallargerði og Skólagerði á Kársnesi.
Tillagan samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

Almenn erindi

7.2210415 - Menntasvið-Fundargerðir íþróttaráðs 2022 -2024

Fundargerð 145. fundar íþróttaráðs lögð fram til kynningar.
Lögð fram fundargerð með 51 lið.
Menntaráð þakkar Ragnheiði Hermannsdóttur, fráfarandi deildarstjóra grunnskóladeildar, fyrir gott samstarf og farsæl störf í þágu Kópavogsbæjar.

Fundi slitið - kl. 19:18.