Menntaráð

134. fundur 05. nóvember 2024 kl. 17:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir formaður
  • Haukur Thors Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Svava Halldóra Friðgeirsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Einarsdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Tryggvi Felixson aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Halla Björg Evans vara foreldrafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Ágúst Frímann Jakobsson starfsmaður nefndar
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2001382 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs við grunnskóla Kópavogs - viðmið

Minnisblöð vegna starfsáætlana í frístunda og félagsmiðstöðvastarfi lögð fram.
Lagt fram.

Almenn erindi

2.1909758 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Álfhólsskóla 2019-2024

Starfsáætlun frístundar og félagsmiðstöðvar fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum starfsáætlun frístundar og starfsáætlun félagsmiðstöðvar.

Almenn erindi

3.1909766 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Hörðuvallaskóla 2019-2024

Starfsáætlun frístundar fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum starfsáætlun frístundar.

Almenn erindi

4.1909770 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Kársnesskóla 2019-2024

Starfsáætlun frístundar og félagsmiðstöðvar fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum starfsáætlun frístundar og starfsáætlun félagsmiðstöðvar.

Almenn erindi

5.1909764 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Kópavogsskóla 2019-2024

Starfsáætlun frístundar og félagsmiðstöðvar fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum starfsáætlun frístundar og starfsáætlun félagsmiðstöðvar.

Almenn erindi

6.23111125 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Kóraskóla 2023-2024

Starfsáætlun félagsmiðstöðvar fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum starfsáætlun félagsmiðstöðvar.

Almenn erindi

7.1909759 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Lindaskóla 2019-2024

Starfsáætlun frístundar og félagsmiðstöðvar fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum starfsáætlun frístundar og starfsáætlun félagsmiðstöðvar.

Almenn erindi

8.1909763 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Salaskóla 2019-2024

Starfsáætlun frístundar og félagsmiðstöðvar fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum starfsáætlun frístundar og starfsáætlun félagsmiðstöðvar.

Almenn erindi

9.1909768 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Smáraskóli 2019-2024

Starfsáætlun félagsmiðstöðvar fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum starfsáætlun félagsmiðstöðvar.

Almenn erindi

10.1909760 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Snælandsskóla 2019-2024

Starfsáætlun frístundar og félagsmiðstöðvar fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum starfsáætlun frístundar og starfsáætlun félagsmiðstöðvar.

Almenn erindi

11.1909773 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Vatnsendaskóla 2019-2024

Starfsáætlun frístundar og félagsmiðstöðvar fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum starfsáætlun frístundar og starfsáætlun félagsmiðstöðvar.

Almenn erindi

12.1911227 - Starfsáætlanir frístundaklúbbsins Hrafnsins 2019-2024

Starfsáætlun fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum starfsáætlun Hrafsnins.

Almenn erindi

13.1911226 - Starfsáætlanir ungmennahússins Molans 2019-2024

Starfsáætlun fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum starfsáætlun Molans.

Almenn erindi

14.2209345 - Menntasvið-Ársskýrsla skólaþjonustu

Ársskýsla um stuðning við nemendur með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn lögð aftur fram að beiðni Tryggva Felixssonar fulltrúa Vina Kópavogs.
Fundarhlé kl. 18:23. Fundi framhaldið kl. 18:36.
Fundarhlé kl. 18:40. Fundi framhaldið kl. 18:55

Menntaráð felur menntasviði að upplýsa ráðið um allar aðgerðir sem unnið er að nú þegar og leggja fram tillögu um frekari aðgerðir til að efla stuðning við nemendur með annað móðurmál en íslensku. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 verði veitt frekari fjármagni til að fylgja tillögunum eftir.

Fyrirspurn frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, Einari Erni Þorvarðarsyni, Donata H. Bukowska og Tryggva Felixsyni:
Hvernig er skipulagi á stuðningi við fjöltyngda nemendur og nemendur með íslensku sem annað mál háttað í hverjum skóla fyrir sig þ.e. fjöldi kennslustunda á viku, hver sinnir ÍSAT kennslu, hvar fer stuðningurinn og kennslan fram? Hver er fjöldi nemenda sem fær stuðning og á hvaða formi?

Hvernig er fjármagni sem Kópavogsbær fékk úthlutað á síðasta ári úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga ráðstafað? Árið 2023 fékk Kópavogsbær 113.220.000 kr úr jöfnunarsjóði v.nemenda með íslensku sem annað tungumál. Áætluð framlög fyrir árið 2024 eru 141.190.596 kr. Hvernig ráðstafa skólar (hver og einn) þessu fjármagni?

Menntaráð vísar fyrirspurn til menntasviðs til úrvinnslu.


Almenn erindi

15.2408983 - Tillaga um aðgerðir til uppfylla kröfur um innra og ytra mat á gunnskólum Kópavogs frá Tryggva Felixsyni

Kynning á ytra mati í Kópavogi og tillaga Tryggva Felixsonar lögð fram til umræðu.
Kynning á ytra mati menntasviðs á skólahaldi. Tryggvi Felixson dregur tillögu til baka.


Almenn erindi

16.2210415 - Menntasvið-Fundargerðir íþróttaráðs 2022 -2024

Fundargerð 144. fundar íþróttaráðs lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

Fundi slitið.