Menntaráð

131. fundur 17. september 2024 kl. 17:15 - 19:35 hjá Skólahljómsveit Kópavogs, Tónhæð, Álfhólsvegi 102
Fundinn sátu:
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir formaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Tryggvi Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Hreiðar Oddsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Kristgerður Garðarsdóttir aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir aðalmaður
  • Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2402141 - Aðgerðir tengdar aðgerðaráætlun menntasviðs gegn ofbeldi

Erindi á dagskrá menntaráðs að beiðni Sigurbjargar E. Egilsdóttur

Farið yfir viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar í grunnskólum Kópavogs.
Amanda K. Ólafdóttir, deildarstjóri frístundadeildar og Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar gerðu grein fyrir viðbrögðum og forvörnum gegn ofbeldi af hálfu Kópavogsbæjar. Unnar Þór Bjarnason, samfélagslögga í Kópavogi sagði frá sínu starfi með börnum og ungmennum í grunnskólum Kópavogs.

Menntaráð leggur til að innleiðingu verkefnisins Opinskátt um ofbeldi í grunnskólum Kópavogs verði flýtt og hún hafin eins fljótt og unnt er á þessu skólaári. Verkefnið snýst meðal annars um að gera starfsfólk betur í stakk búið til að tala um ofbeldi og gera börnum kleift að fjalla um ofbeldi með hreinskiptinni umræðu og tryggja að börn viti af hjálp, t.d. með veggspjöldum í öllum skólum.

Almenn erindi

2.2312032 - Kársnesskóli

Farið yfir stöðu á byggingu Kársnesskóla við Skólagerði.
Ásthildur Helgadóttir, sviðstjóri umhverfissviðs og Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdardeildar gerðu grein fyrir stöðu byggingar.

Almenn erindi

3.2209345 - Menntasvið-Ársskýrsla skólaþjónustu

Árskýrsla skólaþjónustu fyrir skólaárið 2023 - 2024 lögð fram til rýni.
Máli frestað til næsta fundar ráðsins.

Almenn erindi

4.2210417 - Menntasvið-Fundargerðir leikskólanefndar 2022-2024

164. fundargerð leikskólanefndar lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

Almenn erindi

5.2210415 - Menntasvið-Fundargerðir íþróttaráðs 2022 -2024

143. fundargerð íþróttaráðs lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

Almenn erindi

6.24091365 - Fundir bæjarstjóra í grunnskólum Kópavogs

Til upplýsingar.
Lagt fram

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pírata lagði fram eftirfarandi erindi:
Óska eftir minnisblaði um fundaröð bæjarstjóra í grunnskólum Kópavogs þar sem fram kemur hvert er markmið fundanna og hver verður afurðin? Hverjir eru boðaðir og með hvaða hætti hætti og hvernig fer fram val á þeim fulltrúum sem taka þátt fyrir hönd nemenda.

Fundi slitið - kl. 19:35.