Menningar - og mannlífsnefnd

4. fundur 09. apríl 2025 kl. 16:30 - 19:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Jónas Skúlason aðalfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir varaformaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ísabella Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Vilborg Soffía Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir yfirlögfræðingur
Dagskrá
Til fundarins er boðað sem aukafundar.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.25031854 - Kynning á erindisbréfi menningar- og mannlífsnefndar

Pálmi Þór Másson bæjarritari og Steinn Sigríðar Finnbogason lögmaður fara yfir tillögur að breytingum á erindisbréfi menningar- og mannlífsnefndar.
Pálmi Þór Másson og Steinn S. Finnbogason yfirgáfu fundinn kl. 17:29

Drög að erindisbréfi rædd.

Gestir

  • Steinn S Finnbogason lögmaður - mæting: 16:30
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari - mæting: 16:30

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2302367 - Söfnunarsjóður fyrir útilistaverk

Tillaga ráðgjafanefndar Gerðarsafns um hvernig standa skuli að kaupum á útilistaverki menningar- og mannlífsnefndar.
Menningar- og mannlífsnefnd samþykkir tillögu ráðgjafanefndar Gerðarsafns um val og kaup á útilistaverki fyrir bæjarfélagið.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

3.24112525 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um 500.000 króna styrk frá Óperukórnum í Reykjavík vegna stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 27. janúar 2025.
Menningar- og mannlífsnefnd getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

4.2501465 - Beiðni um styrk til varðveislu á heimildarmynd Marteins Sigurgeirrsonar um sögu og endursmíði Kópavogsbúsins

Lionsklúbbur Kópavogs óskar eftir 500.000 króna styrk til varðveislu á heimildarmynd Marteins Sigurgeirssonar um sögu og endursmíði Kópavogsbúsins.
Menningar- og mannlífsnefnd hafnar beiðninni að svo stöddu og felur forstöðumanni að leiðbeina umsækjendum um réttan feril styrkumsókna.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

5.25021118 - Styrkumsókn vegna ljósaborðs og ljósabúnaðar

Leikfélag Kópavogs óskar eftir 2.867.479 króna styrk vegna kaupa á ljósaborði og ljósabúnaði, m.a. til að auka útleigumöguleika Leikfélagsins.
Menningar- og mannlífsnefnd getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

6.25021611 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Kristín Lárusdóttir óskar eftir styrk að upphæð einni milljón króna til að halda afmælistónleika í Salnum og bjóða upp á námskeið fyrir börn og útlendinga.
Menningar- og mannlífsnefnd getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni, en leggur til að umsækjandi beri hugmynd sína upp fyrir forstöðumann Salarins.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

7.25033711 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Félag íslenskra píanóleikara óskar eftir styrk að upphæð 1.500.000 króna til að halda alþjóðlega píanókeppni, WPTA Iceland IPC 2025, í Salnum.
Menningar- og mannlífsnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 800.000 til að standa straum að fyrstu alþjóðlegu píanókeppninni sem Félag íslenskra píanóleikara stendur fyrir í Salnum á þessu ári.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

8.25033710 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Magni Rúnar Kristinsson / Sensor óskar eftir styrk að upphæð kr. 5.000.000 vegna gerðar stuttmyndarinnar Dauður.
Menningar- og mannlífsnefnd getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni.

Aðsend erindi

9.2502196 - Fyrirspurn um útilistaverk í Kópavogi

Beiðni um að Kópavogsbær veiti viðtöku og setji upp brjóstmynd af tónlistarmanninum Birni.
Menningar- og mannlífsnefnd aflaði álits ráðgjafanefndar Gerðarsafns.

Nefndin þakkar tónlistarmanninum Birni fyrir hugmyndina og góðan ásetning og felur forstöðumanni menningarmála að skoða mögulegar útfærslur á því að verkið geti staðið í Kópavogi í ákveðinn tíma.

Aðsend erindi

10.25033096 - Erindi um Kópavogssögu, afmælisgjöf til Kópavogsbúa

Tillaga frá Indriða Inga Stefánssyni um að forstöðumaður menningarmála leiti eftir samstarfssamningi við Sögufélagið um ritun sögu bæjarins.
Menningar- og mannlífsnefnd frestar málinu.

Aðsend erindi

11.25033098 - Erindi um styttu af Huldu Jakobsdóttur, afmælisgjöf til Kópavogsbúa

Tillaga frá Indriða Inga Stefánssyni um að forstöðumanni Gerðarsafns, í samstarfi við forstöðumann menningarmála, umhverfissvið og erfingja Huldu, kaupi styttu af Huldu Jakobsdóttur fyrrum bæjarstjóra og finni henni stað á áberandi stað í bæjarlandinu.
Menningar- og mannlífsnefnd ákveður að afla álits frá ráðgjafanefnd Gerðarsafns um útfærslu á minnisvarða um Huldu Jakobsdóttur fyrrum bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 19:15.