Menningar - og mannlífsnefnd

3. fundur 02. apríl 2025 kl. 08:15 - 10:08 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Jónas Skúlason aðalfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristín Hermannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ísabella Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Vilborg Soffía Karlsdóttir
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Anna Kristín Guðmundsdóttir lögmaður
Dagskrá
Margrét Vilborg Tryggvadóttir starfsaldursforseti nefndarinnar stýrir fundi.
Fundarhlé kl. 9:44. Fundi aftur fram haldið kl. 9:53.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.25031854 - Kynning á erindisbréfi menningar- og mannlífsnefndar

Pálmi Þór Másson bæjarritari og Steinn Sigríðar Finnbogason lögmaður kynna drög að erindisbréfi menningar- og mannlífsnefndar.
Menningar- og mannlífsnefnd þakkar fyrir kynningu á erindisbréfi.

Bókun frá minnihluta:
"Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata fordæma þá ákvörðun bæjarstjórnar að taka tillögurétt og rétt til bókunar af áheyrnarfulltrúum í ráðum og nefndum og skerða laun þeirra. Engin fordæmi eru fyrir slíku í neinu af stærri sveitarfélögum landsins. Það er mikilvægur réttur fulltrúa að hafa möguleika á að koma afstöðu á framfæri í bókun og tryggir rétt bæjarbúa til upplýsinga.
Þá er bagalegt að nefndin sé búin að halda þrjá fundi án samþykkts erindisbréfs. Áheyrnarfulltrúar Viðreisnar og Vina Kópavogs eru sammála þessari bókun.
Margrét Tryggvadóttir og Indriði Ingi Stefánsson."

Bókun:
"Meirihlutinn þakkar fyrir kynningu á erindisbréfi nefndarinnar og fagnar því að haft sé samráð við gerð þess, þannig að fulltrúar geti komið athugasemdum sínum á framfæri. Meirihlutinn leggur jafnframt áherslu á að mikilvægt sé að ljúka vinnu við erindisbréfið sem fyrst, þar sem nefndin starfar nú án erindisbréfs.
Jónas Skúlason, Hanna Carla Jóhannsdóttir og Kristín Hermannsdóttir."

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2302367 - Söfnunarsjóður fyrir útilistaverk

Tillaga ráðgjafanefndar Gerðarsafns um hvernig standa skuli að kaupum á útilistaverki menningar- og mannlífsnefndar.
Máli frestað.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

3.24112525 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um 500.000 króna styrk frá Óperukórnum í Reykjavík vegna stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 27. janúar 2025.
Máli frestað.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

4.2501465 - Styrkbeiðni vegna varðveislu á heimildarmynd Marteins Sigurgeirrsonar

Lionsklúbbur Kópavogs óskar eftir 500.000 króna styrk til varðveislu á heimildarmynd Marteins Sigurgeirrsonar um sögu og endursmíði Kópavogsbúsins.
Máli frestað.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

5.25021118 - Styrkumsókn vegna ljósaborðs og ljósabúnaðar

Leikfélag Kópavogs óskar eftir 2.867.479 króna styrk fyrir kaupum á ljósaborði og ljósabúnaði m.a. til að auka útleigumöguleika Leikfélagsins.
Máli frestað.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

6.25021611 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Kristín Lárusdóttir óskar eftir styrk að upphæð einni milljón króna til að halda afmælistónleika í Salnum og bjóða upp á námskeið fyrir börn og útlendinga.
Máli frestað.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

7.25033711 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Félag íslenskra píanóleikara óskar eftir styrk að upphæð kr. 1.500.000 til að halda alþjóðlega píanókeppni, WPTA Iceland IPC 2025, í Salnum.
Máli frestað.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

8.25033710 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Aðsend erindi

9.2502196 - Fyrirspurn um útilistaverk í Kópavogi

Beiðni um að Kópavogsbær veiti viðtöku og setji upp brjóstmynd af tónlistarmanninum Birni.
Máli frestað.

Aðsend erindi

10.25033096 - Erindi um Kópavogssögu, afmælisgjöf til Kópavogsbúa

Tillaga frá Indriða Inga Stefánssyni um að forstöðumaður menningarmála leiti eftir samstarfssamningi við Sögufélagið um ritun sögu bæjarins.
Máli frestað.

Aðsend erindi

11.25033097 - Fyrirspurn um styttur í bæjarlandinu

Fyrirspurn frá Indriða Inga Stefánssyni um útilistaverk í bæjarlandinu.
Menningar- og mannlífsnefnd vísar fyrirspurninni til forstöðumanns Gerðarsafns.

Aðsend erindi

12.25033098 - Erindi um styttu af Huldu Jakobsdóttur, afmælisgjöf til Kópavogsbúa

Tillaga frá Indriða Inga Stefánssyni um að forstöðumanni Gerðarsafns, í samstarfi við forstöðumann menningarmála, umhverfissvið og erfingja Huldu, kaupi styttu af Huldu Jakobsdóttur fyrrum bæjarstjóra og finni henni stað á áberandi stað í bæjarlandinu.
Málið frestað.
Menningar- og mannlífsnefnd samþykkir að halda aukafund í apríl. Formanni er falið að finna fundartíma í samráði við nefndarmenn.

Fundi slitið - kl. 10:08.