Lista- og menningarráð

52. fundur 17. desember 2015 kl. 17:15 í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman aðalfulltrúi
  • Hannes Friðbjarnarson aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1411330 - Aðventuhátíð við menningarhúsin

Uppgjör lagt fram.
Ráðið þakkar öllum þeim sem héldu utan um hátíðina.

2.1011115 - Ljóðasamkeppnin Ljóðstafur Jóns úr Vör

Áfram unnið að reglum. Dómnefndin er nú fullskipuð: Anton Helgi Jónsson, Ásdís Óladóttir og Bjarni Bjarnason. Skilafrestur útrunninn og nú unnið að framhaldinu.
Ráðið samþykkir reglur fyrir ljóðasamkeppni Ljóðstafs Jóns úr Vör og reglur fyrir ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.

3.1502338 - Menningarstyrkir

Auglýst hefur verið eftir umsóknum og er umsóknarfrestur 22. desember. Endurskoðaðar reglur lagðar fram til samþykktar.
Ráðið samþykkir endurskoðaðar reglur um menningarstyrki.

4.1008096 - Menningarstefna Kópavogs og aðgerðaráætlun

Forstöðumaður Listhúss leggur fram drög að yfirliti yfir starfið á þessu ári og farið yfir starfið framundan, svo sem aðgerðaráætlun fyrir næsta ár.
Yfirlit yfir menningarstarfsemi á vegum bæjarins á árinu 2015 verður lagt fram á næsta fundi ráðsins.

5.1511271 - Málefni Tónlistarsafns Íslands. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Svar menntamálaráðuneytis lagt fram en erindinu var vísað til ráðsins af bæjarráði.

6.1512071 - Katrín Bára Elvarsdóttir. Umsókn um skyndistyrk frá lista- og menningarráði

Umsókn lögð fram.
Ráðið sér sér ekki fært að verða við þessari umsókn um skyndistyrk.

Fundi slitið.