Lista- og menningarráð

348. fundur 25. nóvember 2009 kl. 12:00 - 13:00 Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn
Fundargerð ritaði: Linda Udengård deildarstjóra menningarmála
Dagskrá

1.909010 - Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn 2009

Forstöðumaður Gerðarsafns Guðbjörg Kristjánsdóttir kom á fundinn.  Forstöðumaður kynnti nýju sýninguna Gerðarlegt í Gerðarsafni. 

Forstöðumaður lagði fram tillögu að sýningardagskrá Safnsins fyrir 2010. 

 

Lista- og menningarráð samþykkti sýningardagskrána.

 

Forstöðumaður gerði grein fyrir stöðu Listasafnsins á bók um Gerði Guðmundsdóttur myndhöggvara.

2.912646 - Ljóðasamkeppnin Jón úr Vör.

Deildarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi og væntanlegum störfum dómnefndar.

3.912647 - Safnanótt 2010

Deildarstjóri gerði grein fyrir hugmyndum um þátttöku í safnanótt þann 12. febrúar 2010.  Lista- og menningarráð lítur jákvætt á málin en deildarstjóra er falið að kanna kostnað vegna þátttöku. 

Fundi slitið - kl. 13:00.