Lista- og menningarráð

37. fundur 12. febrúar 2015 kl. 17:15 í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Hannes Friðbjarnarson aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1502338 - Menningarstyrkir fyrir árið 2015.

Ráðið ákveður að allir nefndarmenn fari yfir umsóknir og geri tillögu að styrkveitingum.

2.912646 - Ljóðasamkeppnin Jón úr Vör.

Ráðið staðfestir tillögu dómnefndar um að verðlaunaféð verði tvöfaldað að ári. Ráðið ákveður jafnframt að setja reglur fyrir keppnina og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

3.1401594 - RIFF kvikmyndahátíð.

Framhald samstarfs rætt. Forstöðumaður segir frá fundi með stjórnendum RIFF og hvar málið er statt.
Ráðið staðfestir að setja eigi 3,5 milljónir króna í samstarfið á þessu ári og að dagskráin verði með líku sniði og í fyrra.

4.1006103 - Bæjarlistamenn.

Ráðið ákveður að auglýst verði eftir bæjarlistamönnum á næstu vikum og að um það bil 800 þúsund kr. verði settar í verkefnið.

5.1101206 - Safna- og sundlauganótt 2015.

Safna- og sundlauganótt í Kópavogi gekk vonum framar og voru allir viðburðir mjög vel sóttir. Samtals sóttu hátt í tvö þúsund manns menningarhús bæjarins á Safnanótt en tilgangurinn er að kynna fjölbreytta starfsemi húsanna og laða að nýja gesti.

6.1410089 - Tónlistar- og listahátíðin Hringrás. Óskað eftir samstarfi við Kópavogsbæ.

Forstöðumaður fer yfir stöðu verkefnisins.

7.1008096 - Menningarstefna Kópavogs og reglugerð fyrir lista- og menningarráð

Ný menningarstefna sem unnin var upp úr vinnufundum m.a. með fjölda hagsmunaaðila fyrir jól, kynnt ráðinu, til athugasemdar og eða samþykktar.
Umræðunni verður framhaldið á næsta fundi.

8.1104012 - Kaffistofa Gerðarsafns.

Hugmyndir kynntar um að bjóða út rekstur kaffistofunnar og leigja út Gerðarsafn undir veislur.
Umræðu verður framhaldið á næsta fundi.

9.15011008 - Bókasafn Kópavogs

Hrafn A. Harðarson bæjarbókavörður hefur sagt upp störfum frá og með 1. febrúar.
Ráðið þakkar Hrafni fyrir vel unnin störf og óskar honum góðs gengis í framtíðinni.

Fundi slitið.