Lista- og menningarráð

169. fundur 20. nóvember 2024 kl. 16:00 - 17:32 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Árni Pétur Árnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Anna Kristín Guðmundsdóttir Lögmaður
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.23082768 - Fundartímar lista- og menningarráðs

Fundartímar ráðsins árið 2025.
Fyrsti fundur ráðsins árið 2025 verður miðvikudaginn 8. janúar kl. 8:15. Eftir það verða fundir ráðsins fyrsta miðvikudag í mánuði frá febrúar til maí og frá september til október kl. 8:15. Nóvemberfundur ráðsins verður kl. 16:00. Samtals átta fundir.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2411573 - Framlag lista- og menningarráðs til menningarstarfsemi Kópavogsbæjar 2025

Framlag lista- og menningarráðs til menningarhúsanna árið 2025.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita 24.550.000 kr. framlag til menningarhúsanna árið 2025 sem er hækkun um 1.500.000 kr. frá árinu áður, þar af 500.000 kr. til listaverkakaupa Gerðarsafns.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.2411649 - Tillaga að listaverkakaupum Gerðarsafns 2024

Kynning á tillögum að listaverkakaupum Gerðarsafns árið 2024.
Tillögur að listaverkakaupum eru samþykktar.

Menningarviðburðir í Kópavogi

4.2411651 - Jólahús Kópavogs 2024

Val á jólahúsi Kópavogs 2024.
Lista og menningarráð felur forstöðumanni menningarmála að útfæra valið.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

5.24102096 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Y gallerí óskar eftir að lista- og menningarráð skoði að nýju umsókn þeirra um styrk og sendir inn frekari skýringar og fjárhagsáætlun.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita Y gallerí styrk að upphæð 1.200.000 kr. til áframhaldandi starfsemi.

Aðsend erindi

6.24052301 - Beiðni Árna Péturs Árnasonar um minnisblað frá innkaupadeild um þjónustukaup á Menningardeild og menningarstofnunum vegna breytinga

Máli frestað frá fundi ráðsins 2. október 2024. Beiðni Árna Péturs Árnasonar um minnisblað frá innkaupadeild um þjónustukaup á Menningardeild og menningarstofnunum vegna breytinga
Svar bæjarritara frá 30. september 2024 lagt fram.

Bókun áheyrnarfulltrúa Árna Péturs Árnasonar og Ísabellu Leifsdóttur:
"Í erindisbréfi Lista- og menningarráðs segir: “10. gr. Hlutverk og verkefni ráðsins eru m.a. að: 2. hafa eftirlit með rekstri málaflokksins og að samþykktum og stefnumörkum Kópavogsbæjar sé framfylgt á verksviði ráðsins." Téð verksvið ráðsins eru menningarhús bæjarins og lista- og menningarsjóður.
Það að bæjarráð hafi heimildir til eftirlits útilokar ekki að lista- og menningarráð sinni eftirlitinu, enda starfar lista- og menningarráð í umboði bæjarráðs og taka ákvarðanir þess ekki gildi fyrr en við staðfestingu í bæjarráði. Hlutverk lista- og menningarráðs er að létta undir bæjarráði og því fullkomlega eðlilegt að lista- og menningarráð sinni því hlutverki, þ.e. eftirliti, sem bæjarráð hefur falið því. Téð fyrirspurn er dæmi um slíkt eftirlit."

Aðsend erindi

7.24052416 - Tillaga Árna Péturs Árnasonar um skipulag, skipurit og boðleiðir í menningarmálum

Máli frestað frá fundi 2. október 2024. Tillaga Árna Péturs Árnasonar um skipulag, skipurit og boðleiðir í menningarmálum.
Málinu er vísað til umsagnar bæjarritara.

Aðsend erindi

8.24102516 - Ósk Árna Péturss Árnasonar, áheyrnarfulltrúa Pírata, um kynningu á áformum um almenningsbókasafn við Hvarfaskóla

Fyrirspurn og beiðni Árna Péturs Árnasonar um kynningu á áformum um almenningsbókasafn við Hvarfaskóla.
Ekki er tímabært að kynna áform um hvers konar bókasafn verður við nýjan skóla í Vatnsendahvarfi þar sem hönnun skólans er á frumstigi. Lista- og menningarráð verður haft með í ráðum þegar línur hafa skýrst og er forstöðumanni menningarmála falið að fylgjast með framvindu málsins.

Aðsend erindi

9.24102700 - Ósk Árna Péturs Árnasonar um yfirlit yfir starfssamninga við lykilaðila í menningarlífi Kópavogs

Beiðni Árna Péturs Árnasonarum yfirlit yfir starfssamninga við lykilaðila í menningarlífi Kópavogs.
Í dag eru engir starfssamningar virkir við lykilaðila í menningarlífi bæjarins.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 17:32.