Lista- og menningarráð

167. fundur 02. október 2024 kl. 08:15 - 10:23 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Árni Pétur Árnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Anna Kristín Guðmundsdóttir Lögfræðingur
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.24041107 - Stofnskrá fyrir Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Tillaga að breytingum á stofnskrá Náttúrufræðistofu Kópavogs. Gerð er tillaga að nafnabreytingu safnsins, áherslubreytingum í safnastarfinu og breytingu á menntunarkröfum forstöðumanns.
Lista- og menningarráð felur forstöðumanni Náttúrufræðistofu að vinna málið áfram í samræmi við áherslur ráðsins fyrir fund þess þann 20. nóvember.

Gestir

  • Brynja Sveinsdóttir - mæting: 08:15

Aðsend erindi

2.2408557 - Tillaga Indriða Inga Stefánssonar varabæjarfulltrúa um að gjaldfrjálst verði í söfn og menningarstofnanir Kópavogs.

Tillaga um gjaldfrjálsan aðgang að menningarhúsum Kópavogs. Lögð fram umsögn forstöðumanns menningarmála dags. 27.09.2024.
Lista- og menningarráð tekur vel í hugmyndina. Á næsta ári er 70 ára kaupstaðarafmæli Kópavogsbæjar og því leggur ráðið til að nýta tækifærið og gefa Kópavogsbúum afmælisgjöf í formi gjaldfrjáls aðgangs í Gerðarsafn og ókeypis bókasafnskorts.

Lagt er til að tillagan verði rædd og metin við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.

Aðsend erindi

3.24052301 - Beiðni Árna Péturs Árnasonar um minnisblað frá innkaupadeild um þjónustukaup á Menningardeild og menningarstofnunum vegna breytinga

Svarbréf við beiðni Árna Péturs Árnasonar áheyrnarfulltrúa Pírata um upplýsingar er varða þjónustukaup.
Lista- og menningarráð frestar málinu.

Aðsend erindi

4.24052416 - Tillaga Árna Péturs Árnasonar um skipulag, skipurit og boðleiðir í menningarmálum

Tillaga Árna Péturs Árnasonar áheyrnarfultrúa Pírata að unnið sé að tillögu að skipuriti menningardeildar, Lista- og menningarráðs og menningarstofnana bæjarins, í samræmi við fyrirliggjandi gögn og góða stjórnsýsluhætti.
Lista- og menningarráð frestar málinu.

Fundi slitið - kl. 10:23.