Lista- og menningarráð

166. fundur 28. ágúst 2024 kl. 16:15 - 18:32 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Árni Pétur Árnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögfræðingur
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.24041111 - Starfshópur um málefni Salarins

Umræður og ályktun um skýrslu starfshóps um Salinnn.
Drög að skýrslu lögð fram og rædd.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2408305 - Ráðning forstöðumanns Salarins

Ráðning forstöðumanns Salarins.
Lista- og menningarráð fagnar ráðningu nýs forstöðumanns og óskar honum velgengni í starfi.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.23052152 - Fyrirspurn Elvars Bjarka Helgasonar um stöðu menningarstofnanna

Ráðið óskar eftir kynningu og skriflegu svari frá forstöðumanni bókasafnsins og forstöðumanni UT vegna forsögu um kaup á bókaboxi og kostnaði sem því fylgir.
Lista- og menningarráð þakkar forstöðumanni bókasafnsins, Lísu Valdimarsdóttur, fyrir greinagóða lýsingu á verkefninu.

Undirrituð óska bókað:
,,Mikilvægt er að veita íbúum almennilega bókasafnsþjónustu í efri byggðum og byggja upp menningarkjarna þar. Mjög langt er frá menningarhúsunum upp í efri byggðir og óboðlegt að veita ekki þjónustu á þessu sviði þar. Bókabox getur verið hluti af þjónustunni en ekki sem eina þjónustuleiðin.

Þá er mikilvægt að öll útlán safna, m.a. á leikskólum, séu skráð svo rétthafar fái sínar greiðslur úr bókasafnssjóði."
Margrét Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar, Ísabella Leifsdóttir, fulltrúi Vina Kópavogs, Árni Pétur Árnason, áheyrnarfulltrúi Pírata.

Gestir

  • Lísa Valdimarsdóttir, forstöðumaður bókasafns - mæting: 17:00

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.24081797 - Styrkir frá lista- og menningarráði árið 2025

Auglýsing um styrki frá lista- og menningarráði.
Lista- og menningarráð leggur til að auglýsing um styrki úr lista- og menningarsjóði verði með sama sniði og á síðasta ári.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

5.23082767 - Staða sjóðs lista- og menningarráðs

Kynning á stöðu sjóðs lista- og menningarráðs.
Staða sjóðsins lögð fram.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

6.24082329 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Kraðak óskar eftir styrk að upphæð kr. 4.400.960 til að standa fyrir jóladagskrá í Guðmundarlundi fjóra sunnudaga á aðventunni.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita Kraðak styrk að upphæð kr. 1.800.000. Ráðið felur forstöðumanni menningarmála frekari úrvinnslu verkefnisins.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

7.2406649 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um 500.000 kr. styrk til að halda brekkusöng um Verslunarmannahelgina fyrir íbúa í Sala-, Kóra-, Linda- og Hvarfahverfum.
Lista- og menningarráð getur því miður ekki orðið við beiðninni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

8.24061418 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um styrk að upphæð 180.000 kr. vegna þátttöku í Dance World Cup.
Lista- og menningarráð getur því miður ekki orðið við beiðninni og hvetur umsækjanda til að beina erindi sínu til íþróttaráðs Kópavogs.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

9.24081153 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Félag heyrnalausra óskar eftir styrk að upphæð kr. 500.000 vegna Menningarhátíðar heyrnalausra á Selfossi í ágúst 2026.
Lista- og menningarráð getur því miður ekki orðið við beiðninni.

Aðsend erindi

10.24042270 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar vegna erindisbréfs lista- og menningarráðs

Frestað erindi frá Árna Pétri Árnasyni áheyrnarfulltrúa Pírata um erindisbréf lista- og menningarráðs.
Lista- og menningarráð þakkar bæjarlögmanni Ásu Arnfríði Kristjánsdóttur fyrir góða og gagnlega kynningu á erindisbréfi ráðsins og bæjarmálasamþykktinni.

Aðsend erindi

11.2407974 - Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Samfylkingar Margrét Tryggvadóttir varðandi ráðningu forstöðumans Salarins

Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Samfylkingarinnar, Margréti Tryggvadóttur, vegna atvinnuauglýsingar um forstöðumann Salarins.
Lagt fram.


"Undirrituð telja mikilvægt að hæfisskilyrði atvinnuauglýsinga séu ekki of þröngt skilgreind og útilokandi fyrir fólk sem alla jafna telst hæft til að sinna starfinu. Að sama skapi geta þau ekki verið of lítið skilgreind."
Margrét Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar, Ísabella Leifsdóttir, fulltrúi Vina Kópavogs, Árni Pétur Árnason, áheyrnarfulltrúi Pírata.

Aðsend erindi

12.24081155 - Athugasemd vegna auglýsingar Kópavogsbæjar um starf forstöðumanns Salarins

Erindi frá fagfélagi klassískra söngvara á Íslandi.
Lagt fram.

"Undirrituð taka undir þau sjónarmið sem Klassís viðrar í erindi sínu."
Margrét Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar, Ísabella Leifsdóttir, fulltrúi Vina Kópavogs, Árni Pétur Árnason, áheyrnarfulltrúi Pírata.

Önnur mál

13.23082768 - Fundartímar lista- og menningarráðs

Fundartímar ráðsins á árinu.
Næstu fundartímar ráðsins eru eftirfarandi

Miðvikudagur 2.okt. Kl. 8:15-10:15 Almennur fundur
Miðvikudagur 6.nóv. Kl. 8:15-12:00 Styrkúthlutanir
Fimmtudagur 21.nóv. Kl. 16:00-18.00 Almennur fundur og afhending styrkja

Fundi slitið - kl. 18:32.