Lista- og menningarráð

165. fundur 19. júní 2024 kl. 08:15 - 10:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Elvar Bjarki Helgason, aðalmaður boðaði forföll og Soumia I. Georgsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Hauksdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristín Hermannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Árni Pétur Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Menningarviðburðir í Kópavogi

1.24041111 - Starfshópur um málefni Salarins

Starfshópur um Salinn kynnir skýrslu um úttekt á rekstri Salarins.
Gestir fundarins eru Védís Hervör Árnadóttir, Davíð Þór Jónsson og Halldór Friðrik Þorsteinsson sem kynna drög sín að skýrslu um rekstur Salarins. Gestir mæta kl. 8:15 og yfirgefa fundinn kl. 9:45. Lista- og menningarráð óskar eftir að fá frest til 28. ágúst til að koma með athugasemdir við skýrslunni. Fundurinn verður haldinn kl. 16:15.

Bókun frá Árna Pétri Árnasyni áheyrnarfulltrúa Pírata:
Í bæjarmálasamþykkt Kópavogs og sveitarstjórnarlögum er tekið fram að fundarboði skuli fylgja bæði dagskrá fundarins sem og þau gögn sem eru nauðsynleg til að fulltrúar geti tekið upplýsta afstöðu til mála sem þar eru tilgreind. Þar sem gögn málsins fengust ekki afhent fyrir fundinn hafa fulltrúar ráðsins ekki getað kynnt sér málið nægilega vel til þess að taka þátt í upplýstri umræðu og sinna ráðgjafarhlutverki sínu til bæjarráðs.

Gestir

  • Davíð Þór Jónsson - mæting: 08:15
  • Halldór Friðrik Þorsteinsson - mæting: 08:15
  • Védís Hervör Árnadóttir - mæting: 08:15

Aðsend erindi

2.24052300 - Beiðni Árna Péturs Árnasonar um uppfærða afhendingaráætlun safnkosts Héraðsskjalasafns til Þjóðskjalasafns

Svar við beiðni Árna Péturs Árnasonar um uppfærða afhendingaráætlun safnkosts Héraðsskjalasafns til Þjóðskjalasafns.
Lagt fram.

Aðsend erindi

3.24052299 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar um umfang nýrra safngagna í Héraðsskjalasafni Kópavogs

Svar við fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar um umfang nýrra safngagna í Héraðsskjalasafni Kópavogs.
Lagt fram.
Bókun frá Árna Pétri Árnasyni, áheyrnarfulltrúa Pírata:
Undirritaður telur takmarkað magn nýrra safngagna í Héraðsskjalasafni Kópavogs 25. apríl bera vott um að traust almennings til safnsins hafi beðið verulega hnekki. Einnig vakna spurningar um hvort staðið hafi verið faglega að langtímaskjalavörslu bæjarins síðastliðið ár.

Aðsend erindi

4.24052291 - Beiðni Árna Péturs Árnasonar á upplýsingum um hver beri lagalega og fjárhagslega ábyrgð á Héraðsskjalasafni Kópavogs

Svar við beiðni Árna Péturs Árnasonar á upplýsingum um hver beri lagalega og fjárhagslega ábyrgð á Héraðsskjalasafni Kópavogs.
Lagt fram.
Bókun frá Árna Pétri Árnasyni, áheyrnarfulltrúa Pírata:
Undirritaður telur vafasamt að sú vegferð, sem lagt hefur verið í með Héraðsskjalasafn Kópavogs, skyldur þess og safnkost, standist lög.

Aðsend erindi

5.24042279 - Beiðni Árna Péturs Árnasonar um að fulltrúum frá Sögufélagi, Héraðsskjalasafni og Þjóðminjasafni verði boðið á fund lista- og menningarráðs

Svar við beiðni Árna Péturs Árnasonar um að fulltrúum frá Sögufélagi, Héraðsskjalasafni og Þjóðminjasafni verði boðið á fund lista- og menningarráðs.
Lagt fram.
Bókun frá Árna Pétri Árnasyni, áheyrnarfulltrúa Pírata:
Umbeðnum gestum var ekki boðið á fundinn og umbeðið minnisblað ekki lagt fram. Undirritaður þekkir minjalögin vel og vildi því fá sérfræðingana inn á fundinn, þvert á það sem fram kemur í svari bæjarritara um að síðar verði haft samráð. Svar bæjarritara og niðurstaðan ganga því bersýnilega í berhögg við beiðnina um minnisblað þar um og að haft verði samband við sérfræðingana umtöluðu.

Aðsend erindi

6.24042272 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar um fjölda aðgangsbeiðna og upptökur á fundum

Svar við fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar um fjölda aðgangsbeiðna og upptökur á fundum.
Lagt fram.
Bókun frá Árna Pétri Árnasyni, áheyrnarfulltrúa Pírata:
Undirritaður telur 1. lið svars bæjarritara við fyrirspurn 6 vera í þversögn við sjálfan sig. Í svarinu er upptaka af fundi skilgreind sem gagn og réttilega sagt að myndskeið skuli varðveita í rafrænni vörsluútgáfu. Undirritaður telur hins vegar að val Kópavogsbæjar, að varðveita ekki upptökur af fundum á öruggum geymslumátum, heldur beita inngildandi reglu Þjóðskjalasafns, um að afhendingarskyldir aðilar megi ganga lengra og varðveita fleiri gögn en lögin kveða á um, á útilokandi hátt, þ.e. að velja að varðveita ekki gögn sem kveðið er á um í reglum Þjóðskjalasafns að skuli varðveita, sé rangtúlkun og ekki í samræmi við skýrar reglur Þjóðskjalasafns. Gera þarf skýran mun á miðlum og varðveislustöðum en vefsíða bæjarins fellur undir fyrri flokkinn. Undirritaður bíður því næstan andvana eftir svari við fyrirspurn sinni þar að lútandi sem lögð var fram 3. apríl sl.

Aðsend erindi

7.24042147 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar um ráðstöfun húsnæðis að Digranesvegi 7

Svar við fyrirpurn Árna Péturs Árnasonar um ráðstöfun húsnæðis að Digranesvegi 7.
Lagt fram.

Aðsend erindi

8.24042146 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar varðandi tillögur að sparnaðar- og aðhaldsaðgerðum í menningarmálum

Svar við fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar varðandi tillögur að sparnaðar- og aðhaldsaðgerðum í menningarmálum.
Lagt fram.
Bókun Árna Péturs Árnasonar, áheyrnarfulltrúa Pírata:
Undirritaður bendir á að ekki var spurt um neitt sem ekki mætti finna með grúski í opinberum gögnum, nema þá að umrædd samskipti hafi öll farið fram munnlega sem þá teldust ekki góðir stjórnsýsluhættir. Lista- og menningarráð fer samkvæmd erindisbréfi með eftirlitshlutverk í menningarmálum bæjarins og því er eðlilegt að ráðið fái að skilja þankagang embættismanna við ákvarðanatöku og rökstuðning þarvið.

Aðsend erindi

9.24042117 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar varðandi samráð við börn við breytingar í menningarmálum

Svar við fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar varðandi samráð við börn vegna breytinga í menningarmálum.
Lagt fram.
Bókun áheyrnarfulltrúa Pírata Árna Péturs Árnasonar, Margrétar Tryggvadóttur Samfylkingu, Soumia Georgsdóttur fulltrúa Viðreisnar og Ísabellu Leifsdóttur Vina Kópavogs:
Undirrituð harma að ekki hafi verið lagður meiri metnaður í samráð við börn við breytingar á barnasvæði bókasafnsins og náttúrufræðistofu. Kópavogsbær býr yfir viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag. Ein af grunnstoðum barnasáttmálans er réttur barna til að tjá sig. Kópavogsbær hefur með vegferð sinni að viðurkenningunni lýst yfir vilja til þess að efla lýðræðislega þátttöku barna. Í skýrslum um innleiðingu Barnasáttmálans í Kópavogi kemur fram að börnin hafa til dæmis verið spurð hvernig þau telji best fyrir Kópavogsbæ að leita eftir skoðunum barna. Flest atkvæði fékk valið að gera kannanir meðal barna og ungmenna (25,4%), þá að nota skólana eða félagsmiðstöðvar til samráðs (19,2%) eða halda fundi með þeim (16,9%). Auðvelt hefði verið að fara til dæmis einhverja af þessum leiðum til þess að leita eftir sjónarmiðum barna við breytingarnar.

Þá hefði verið rétt að ungmennaráð bæjarins fjallaði um breytingarnar en það er hlutverk ráðsins að gæta hagsmuna barna- og ungmenna í Kópavogi og vera bæjarstjórn Kópavogs og öðrum nefndum til ráðgjafar um málefni barna og Ungmenna. Samkvæmt erindisbréfi tekur ungmennaráð til umsagnar mál um starfsemi þeirra stofnanna sem börn- og ungmenni sækja.

Aðsend erindi

10.24032591 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar varðandi fundargerðir lista- og menningaráðs

Svar við fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar varðandi fundargerðir lista- og menningaráðs.
Lagt fram.

Aðsend erindi

11.24021708 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar vegna tilfærslu verkefna og safnkosts Héraðsskjalasafns Kópavogs

Svar við fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar vegna tilfærslu verkefna og safnkosts Héraðsskjalasafns Kópavogs.
Lagt fram.
Bókun frá Árna Pétri Árnasyni, áheyrnarfulltrúa Pírata:
Undirritaður er hugsi yfir því hvers vegna svörin, sem fyrst voru lögð fram 26. apríl sl., eru lögð fram öðru sinni en þakkar nostursemina. Góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Fundi slitið - kl. 10:00.