Dagskrá
Málefni menningarstofnana í Kópavogi
1.24032597 - Styrkir til tónleikahalds fyrir eldri borgara í Kópavogi
Fyrirkomulag vegna úthlutun styrkja til tónleikahalds fyrir eldri borgara í Kópavogi.
Málefni menningarstofnana í Kópavogi
2.24032595 - Staða menningarhúsa Kópavogs í kjölfar breytinga bæjarstjórnar
Lagt fram til kynningar yfirlit á stöðu mála í menningarhúsunum í kjölfar samþykktra breytinga bæjarstjórnar í apríl 2023.
Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni
3.24031673 - Styrkbeiðni varðandi norræna menningarhátíð heyrnarlausra árið 2026 á Íslandi
Frá Félagi Heyrnarlausra, dags. 11.03.2024, lögð fram beiðni til bæjarráðs þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300-500 þúsund til að halda Norrænt mót fyrir döff eldri borgara 2025 og Norrænt menningarmót heyrnarlausra 2026.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu lista- og menningarráðs.
Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni
4.24032170 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs
Þórólfur Heiðar Þorsteinsson óskar eftir styrk að upphæð kr. 1.000.000 til að halda hverfishátíðina Kársneshátíð við Borgarholtsbraut 19 í sumar.
Aðsend erindi
5.24021708 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar vegna tilfærslu verkefna og safnkosts Héraðsskjalasafns Kópavogs
Fyrirspurn frá Árna Pétri Árnasyni áheyrnarfulltrúa Pírata varðandi Héraðsskjalasafn Kópavogs.
Gestir
- Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 09:02
- Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður - mæting: 09:02
Aðsend erindi
6.24032593 - Erindi Árna Péturs Árnasonar varðandi fundartíma lista- og menningarráðs
Erindi frá Árna Pétri Árnasyni áheyrnarfulltrúa Pírata um fundartíma lista- og menningarráðs.
Aðsend erindi
7.24032591 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar varðandi fundargerðir lista- og menningaráðs
Fyrirspurn frá Árna Pétri Árnasyni áheyrnarfulltrúa Pírata varðandi fundargerðir lista- og menningarráðs.
Fundi slitið - kl. 10:23.
a) Tillaga frá Jónasi Skúlasyni um að máli nr. 5 á dagskrá fundar verði frestað til næsta fundar. Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta lið 5 til næsta fundar.
b) Hafnað með tveimur atkvæðum og hjásetu Sigrúnar Ingólfsdóttur að taka erindisbréf ráðsins inn á fund. Elvar Bjarki Helgason og Ísabella Leifsdóttir greiddu atkvæði með.
c) Hafnað með þremur atkvæðum og hjásetu Elvars Bjarka Helgasonar að kostnaður Héraðsskjalasafns verði til umræðu. Ísabella Leifsdóttir greiddi atkvæði með.