Lista- og menningarráð

159. fundur 07. desember 2023 kl. 16:00 - 18:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Ásta Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2312020 - Framlag lista- og menningarráðs til menningarstarfsemi Kópavogsbæjar 2024

Árlegt framlaga lista- og menningarráðs til listviðburða, menningarstarfsemi, listaverkakaupa og myndlistaverðlauna innan menningarhúsa Kópavogs og Molans árið 2024.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita styrki til menningarstarfsemi menningarhúsa Kópavogs og Molans í samræmi við það sem lagt er til.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2312019 - Tillaga að listaverkakaupum Gerðarsafns 2023

Kynning á tillögum að listaverkakaupum Gerðarsafns árið 2023.
Lista- og menningarráð lýsir yfir mikilli ánægju með val þeirra verka sem forstöðumaður Gerðarsafns leggur til að keypt verði í safneignina.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.2312014 - Ósk um stuðning við kaup á verki Gerðar Helgadóttur, Kompósisjón

Beiðni frá Gerðarsafni um stuðning frá lista- og menningarráði vegna kaupa á verki eftir Gerði Helgadóttur.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita Gerðarsafni styrk að upphæð 2 m.kr. til kaupa á listaverki Gerðar Helgadóttur, Kompósisjón.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.2312012 - Viðgerðir á útilistaverkum

Fyrirhugaðar viðgerðir á útilistaverkum í Kópavogi kynntar.
Lista- og menningarráð fagnar því að hafin sé viðgerð á útilistaverkum í bænum og samþykkir tillögur forstöðumanns Gerðarsafns um forgangsröðun á viðgerðum.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

5.2312013 - Skúlptúrgarður við Gerðarsafn

Kynning á hugmynd um uppsetningu á nýjum skúlptúrgarði við Gerðarsafn.
Máli frestað.

Menningarviðburðir í Kópavogi

6.2312210 - Framlag lista- og menningarráðs til tónleikahalds fyrir eldri borgara í Kópavogi 2024

Framlag lista- og menningarráðs til tónleikahalds fyrir eldri borgara í Kópavogi.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita einni milljón króna til tónleikahalds í félagsmiðstöðvum aldraðra og hjúkrunarheimila í Kópavogi. Forstöðumanni menningarmála er falið að vinna úr umsóknum og úthluta styrkja úr sjóðnum.

Menningarviðburðir í Kópavogi

7.23081762 - Jólahús Kópavogs 2023

Val á jólahúsi Kópavogs 2023.
Samþykkt að framlengja fresti til tilnefninga jólahúss Kópavogs til 15. desember.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

8.23111460 - Umsókn frá Bjarna Lárusi Hall um styrk í lista- og menningarsjóð Kópavogs

Beiðni um styrk vegna tónleikahalds fyrir eldri borgara.
Lista- og menningarráð beinir umsókninni til forstöðumanns menningarmála sem sér um úthlutun úr sérstökum sjóði sem ætlað er til tónlistarflutnings fyrir eldri borgara í Kópavogi.

Aðsend erindi

9.23101829 - Boð um kaup á útilistaverki eftir Helgu Sif Guðmundsdóttur

Kópavogsbæ stendur til boða að kaupa útilistaverk eftir Helgu Sif Guðmundsdóttur.

Máli frestað.

Aðsend erindi

10.2312015 - Boð um kaup á útilistaverki eftir Geirþrúði Finnbogadóttur Hjörvar

Kópavogsbæ stendur til boða að kaupa útilistaverk eftir Geirþrúði Finnbogadóttur Hjörvar.
Máli frestað.

Aðsend erindi

11.23102123 - Ungmennaráð Kópavogs 2023-2024

Kynningarbréf um hlutverk ungmennaráðs lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.