Lista- og menningarráð

154. fundur 24. maí 2023 kl. 08:15 - 10:45 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Jónas Skúlason, aðalmaður boðaði forföll og Kristín Hermannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Ásta Arnarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Matthías Hjartarson , sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.23051649 - Fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur og Ísabellu Leifsdóttur um stöðu menningarstofnanna

Frá fulltrúa Vina Kópavogs og áheyrnarfulltrúa Samfylkingarinnar, dags. 19.05.2023, lögð fram fyrirspurn um stöðu menningarstofnana bæjarins og stöðu ráðsins.
Erindinu er vísað til bæjarritara til umsagnar.

Bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vina Kópavogs, Viðreisnar og Pírata telja algjörlega óásættanlegt að ekki hægt að svara því hver staða menningarstofnanna bæjarins sé og hver staða ráðsins við stjórn þeirra sé. Menningarhúsin í Kópavogi hafa verið stolt bæjarbúa og það er ámælisvert hvernig farið er með þau. Fulltrúar minnihlutans skora á meirihluta bæjarstjórnar að endurskoða ákvarðanir sínar um framtíð menningarhúsa bæjarins, bæjarbúum til hagsbóta.

Margrét Tryggvadóttir,
Ísabella Leifsdóttir,
Elvar Helgason og
Matthías Hjartarson


Bókun:
Fyrirspurnin, sem er í nokkrum liðum, er sett í eðlilegan farveg og vísað til forstöðumanns lista- og menningarmála að svara á næsta fundi ráðsins.

Elísabet Sveinsdóttir
Helga Hauksdóttir
Kristín Hermannsdóttir

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

2.23031449 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Umsókn um styrk frá Leikfélagi Kópavogs.
Lista- og menningarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir ítarlegri fjárhagsáætlun.

Aðsend erindi

3.2305380 - Ályktun Félags íslenskra safna og safnmanna varðandi málefni menningarhúsa í Kópavogi

Ályktun frá Félagi íslenskra safna og safnmanna varðandi málefni menningarhúsa í Kópavogi, dags. 3. maí 2023.
Lagt fram.

Bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Pírata þakka stjórn FÍSOS fyrir ályktun sína og taka undir með hvatningu til bæjaryfirvalda í Kópavogi til að endurskoða ákvörðun sína um framtíð menningarhúsanna í Kópavogi og tefla ekki í tvísýnu þeim ótvíræðu lífsgæðum sem öflugar menningarstofnanir fela í sér fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Margrét Tryggvadóttir,
Ísabella Leifsdóttir,
Elvar Helgason og
Matthías Hjartarson


Bókun:
Fulltrúar meirihlutans leggja áherslu á að með þessu sé verið að forgangsraða fjármunum og nýta þá betur með það að markmiði að efla starfsemina í takt við breytta tíma.

Elísabet Sveinsdóttir
Helga Hauksdóttir
Kristín Hermannsdóttir

Aðsend erindi

4.2305471 - Ályktun frá Samtökum listasafna á Íslandi varðandi menningarhús Kópavogs

Ályktun frá Samtökum listasafna á Íslandi varðandi menningarhús Kópavogs, dags. 5. maí 2023.
Lagt fram.

Bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Pírata þakka fyrir ályktun Samtaka listasafna á Íslandi og taka undir áhyggjur af framtíð og faglegu starfi safnanna í bæjarfélaginu og ábendingar um mikilvægi þess að fagleg sýn verði látin ráða ferðinni við alla ákvarðanatöku er varðar rekstrarumhverfi listasafnanna í bænum og vandað sé til verka með samráði við þá sem víðtækustu og bestu þekkinguna hafa á eðli og starfsemi safna, svo sem forstöðumenn og aðra starfsmenn þegar stórar ákvarðanir eru teknar um framtíð þeirra.

Margrét Tryggvadóttir,
Ísabella Leifsdóttir,
Elvar Helgason og
Matthías Hjartarson


Bókun:
Breytingar sem hafa verið samþykktar tóku tillit til þeirra ábendinga og athugsemda sem hér komu fram. Áfram verður tryggt ytra og innra starf sem viðurkennd söfn þurfa að sinna. Þá er nauðsynlegt að hafa fagfólk með sérþekkingu til að sinna ólíkum hliðum safnastarfs og svo verður tryggt.

Elísabet Sveinsdóttir
Helga Hauksdóttir
Kristín Hermannsdóttir

Aðsend erindi

5.2305863 - Ályktun stjórnar Íslandsdeildar ICOM varðandi hagræðingar í rekstri menningarstofnanna

Ályktun stjórnar Íslandsdeildar ICOM varðandi hugmyndir ráðgjafa og ráðamanna til hagræðingar í rekstri menningarstofnanna, dags. 8. maí 2023.
Lagt fram.

Bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Pírata þakka Íslandsdeild ICOM fyrir ályktun sína og taka undir það álit að það sé fulltrúum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi til skammar að samþykkja í skyndi tillögur sem byggðar eru á skilningsleysi á þjónustu og starfsemi menningarhúsanna, án þess að leita frekara samráðs við forstöðumenn og sérfræðinga í menningargeiranum þegar kemur að svo varanlegum og veigamiklum breytingum á skipulagi stofnana í almannaeigu. Fulltrúar minnihlutans taka undir að margar af þeim tillögum sem samþykktar hafa verið séu til þess fallnar að grafa undan lögbundnu hlutverki viðurkenndra safna og gera þeim erfiðara um vik að uppfylla skyldur sínar, einkum er kemur að rannsóknum. Við viljum einnig taka undir hvatningu Íslandsdeildar ICOM til bæjaryfirvalda um að hverfa af þessari óheillabraut og standa vörð um þær stofnanir sem almenningur hefur treyst þeim fyrir.

Margrét Tryggvadóttir,
Ísabella Leifsdóttir,
Elvar Helgason og
Matthías Hjartarson


Bókun:
Breytingar sem hafa verið samþykktar tóku tillit til þeirra ábendinga og athugsemda sem hér komu fram. Áfram verður tryggt ytra og innra starf sem viðurkennd söfn þurfa að sinna. Þá er nauðsynlegt að hafa fagfólk með sérþekkingu til að sinna ólíkum hliðum safnastarfs og svo verður tryggt.

Elísabet Sveinsdóttir
Helga Hauksdóttir
Kristín Hermannsdóttir

Aðsend erindi

6.23051455 - Erindi frá Tónlistarskóla Kópavogs varðandi skipun starfshóps um rekstur Salarins

Erindi frá stjórn Tónlistarskóla Kópavogs vegna skipan starfshóps um stefnumótun Salarins, dags. 15. maí 2023.
Lagt fram.
Ísabella Leifsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Bókun ráðsins:
Lista- og menningarráð tekur undir með stjórn Tónlistarskóla Kópavogs að brýnt sé að skólinn eigi fulltrúa í fyrirhuguðum starfshópi um framtíð Salarins. Þá þarf að skoða hvort útvistun Salarins sé gerleg án aðkomu eða samþykkis Tónlistarskóla Kópavogs þar sem Tónlistarskólinn á 22,15% í Salnum.

Aðsend erindi

7.23042187 - Ályktun stjórnar Bandalags íslenskra listamanna um ákvarðanir bæjarstjórnar Kópavogs um framtíð menningarstofnana sinna

Ályktun stjórnar Bandalags íslenskra listamanna um ákvarðanir bæjarstjórnar Kópavogs um framtíð menningarstofnana sinna, dags. 27. apríl 2023.
Lagt fram.
Margrét Tryggvadóttir vék af fundi undir þessum lið.

Bókun:
Fulltrúar Viðreisnar, Vina Kópavogs og Pírata þakka stjórn Bandalags íslenskra listamanna fyrir ályktun sína og taka undir þau sjónarmið sem þar eru sett fram um vanþekkingu og lítilsvirðandi vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs sem og að farin sé frumstæð og nánast barnaleg leið í mati á rekstri menningarstofnana bæjarins og engu skeytt um hið raunverulega gildi og tilgang starfsins fyrir samfélagið.

Ísabella Leifsdóttir,
Elvar Helgason og
Matthías Hjartarson

Bókun:
Fulltrúar meirihlutans leggja áherslu á að með þessu sé verið að forgangsraða fjármunum og nýta þá betur með það að markmiði að efla starfsemina í takt við breytta tíma.

Elísabet Sveinsdóttir
Helga Hauksdóttir
Kristín Hermannsdóttir


Aðsend erindi

8.23051766 - Ályktun frá Félagi íslenskra tónlistarmanna varðandi málefni Salarins

Ályktun frá Félagi íslenskra tónlistarmanna varðandi málefni Salarins, dags. 22. maí 2023.
Lagt fram.

Bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Pírata þakka fyrir ályktun Félags íslenskra tónlistarmanna og taka undir með nauðsyn þess að tryggja að starfsemi Salarins sé í samræmi við það hlutverk sem Kópavogsbær tilgreindi í stofnsamningi hússins, sem er að auðga tónlistarlíf í bænum og efla almennan áhuga og þekkingu á tónlist, m.a. með fjölbreyttu tónleikahaldi. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Pírata taka einnig undir hvatningu FÍT til bæjarstjórnar um að tryggja að metnaðarfull listræn stefna sé höfð að leiðarljósi, frekar en markaðsdrifin stefna svo að Salurinn glati ekki stöðu sinni sem eitt af flaggskipum Kópavogsbæjar.

Margrét Tryggvadóttir,
Ísabella Leifsdóttir,
Elvar Helgason og
Matthías Hjartarson


Bókun:
Meirihlutinn tekur undir þessa bókun minnihlutans enda eiga boðaðar breytingar að efla Salinn og hlutverk starfshópsins verður að koma með tillögur þess efnis.

Elísabet Sveinsdóttir
Helga Hauksdóttir
Kristín Hermannsdóttir

Aðsend erindi

9.23051358 - Stjórn Félags héraðsskjalavarða á Íslandi fer fram á að ákvörðun um lokun Héraðsskjalasafns Kópavogs verði endurskoðuð

Erindi frá stjórn Félags héraðsskjalavarða á Íslandi um lokun Héraðsskjalasafns Kópavogs, dags. 9. maí 2023.
Lagt fram.

Bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Pírata þakka fyrir ályktun stjórnar Félags héraðsskjalavarða á Íslandi og taka undir hvatningu til bæjaryfirvalda um fagleg vinnubrögð og að fundin verði ásættanleg lausn á framtíð safnsins og skjalamálum sveitarfélagsins.

Margrét Tryggvadóttir,
Ísabella Leifsdóttir,
Elvar Helgason og
Matthías Hjartarson


Bókun
Rík áhersla verður á að varðveita menningarleg verðmæti við breytingu á starfsemi Hérðasskjalasafnsins.

Elísabet Sveinsdóttir
Helga Hauksdóttir
Kristín Hermannsdóttir

Önnur mál

10.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026

Jafnréttis- og mannréttindaráð óskar eftir samráði við nefndir og ráð bæjarins um jafnréttis- og mannréttindastefnu.
Lista- og menningarráð þakkar Auði Kolbrá Birgisdóttur fyrir kynningu að drögum að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs. Ráðið stefnir að því að veita umsögn eftir næsta fund.

Auður yfirgaf fund kl. 9:20.

Gestir

  • Auður Kolbrá Birgisdóttir - mæting: 09:00

Fundi slitið - kl. 10:45.