Dagskrá
Málefni menningarstofnana í Kópavogi
1.2212440 - Stjórnsýsla - Menningarmál
Framhald á umræðu um úttekt á starfsemi menningarhúsanna í Kópavogi. Á 150. fundi ráðsins voru kynntar tillögur bæjarstjóra í kjölfar úttektar KPMG á starfsemi húsanna. Lista- og menningarráð frestaði afgreiðslu málsins og óskaði eftir að fá forstöðumenn menningarhúsanna á fund nr. 151 til að svara fyrirspurnum. Í kjölfarið var óskað eftir samantekt frá þeim varðandi skýrslu KPMG og liggja þær nú fyrir þessum fundi. TRÚNAÐUR ríkir um tillögurnar.
Gestir
- Ásdís Kristjánsdóttir - mæting: 08:15
Fundi slitið - kl. 10:00.
1. Nýtt upplifunarrými sem tengir saman bókmenntir, myndlist, náttúruvísindi og tónlist fyrir börn og fjölskyldur á fyrstu hæð Bókasafnsins og Náttúrufræðistofu.
Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum og hjásetu Elvars Helgasonar og Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
2. Virkja enn frekar samstarf milli menningarhúsa með sérstöku tengslatorgistarfsmanna þvert á húsin sem sinna fræðslu, viðburðum, skólahópum, kynningar- og markaðsmálum.
Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
BÓKASAFN KÓPAVOGS
3. Áhersla lögð á aukna sjálfsafgreiðslu.
Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 4 atkvæðum og hjásetu Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
4. Starfslýsingum breytt og aðlöguð nýjum áherslum.
Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum og hjásetu Elvars Helgasonar og Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
5. Safneign Náttúrufræðistofu, fræðsla, miðlun og rannsóknir á henni færast undir forstöðumann Gerðarsafns.
Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum og hjásetu Elvars Helgasonar og Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
6. Rannsóknastarfsemi, önnur en á safneign, og vöktun á vatnalífríki lögð niður og færð öðrum í samstarfi við Kópavogsbæ.
Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 4 atkvæðum og hjásetu Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
GERÐARSAFN
7. Opnunartíma verður breytt í takt við breyttar þarfir.
Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum og hjásetu Elvars Helgasonar og Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
8. Boðið verður í auknum mæli upp á námskeið og fræðslu á vegum safnsins, til dæmis kvöldnámskeið sem tengjast menningu og listum.
Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
9. Á sama tíma verður aukin áhersla á að sækja nýjar tekjur til safnsins.
Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum og hjásetu Elvars Helgasonar og Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
HÉRAÐSSKJALASAFN
10. Héraðsskjalasafn verði lagt niður og farið í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum og skjölum Kópavogsbæjar verði eftirleiðis skilað til Þjóðskjalasafnsins.
Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum og hjásetu Elvars Helgasonar og Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
11. Einkasöfnum, ljósmyndasafni Kópavogs og Sögufélagi Kópavogs verði tryggð aðstaða og áframhaldandi starfsemi í stofnunum bæjarins.
Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
SALURINN
12. Svo breytt: Stofnaður verði starfshópur sem komi með tillögur til bæjarstjóra um hvernig unnt sé að fjölga viðburðum og komu gesta. Þá verði meðal verkefna starfshópsins að kortleggja kosti þess og galla við að útvista
rekstri Salarins.
Bókun: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
13. Ef til útvistunar kæmi yrðu sett skilyrði um notkun og aðgengi Kópavogsbæjar að Salnum fyrir sína starfsemi.
Bókun: Lista- og menningarráð samþykkir að fresta tillögunni.
Bókun:
Fulltrúar Viðreisnar, Vina Kópavogs, Pírata og Samfylkingarinnar fordæma vinnubrögð við afgreiðslu meirihluta lista- og menningarráðs á tillögum bæjarstjóra um starfsemi menningarhúsanna. Tillögur bæjarstjóra byggja á úttekt sem stenst ekki skoðun eins og sjá má á minnisblöðum frá forstöðumönnum húsanna og þegar rýnt er í úttektina sjálfa. Lágmark hefði verið að bera helstu forsendur úttektarinnar undir forstöðumenn menningarhúsanna áður en farið var í frekari útfærslu á tillögum.
Í úttektinni var lagt upp með hagræðingarkröfu og útvistun að leiðarljósi án samráðs við lista- og menningarráð sem þó fer með málefni menningarhúsanna. Það upplegg var aldrei rætt í ráðinu sem er ámælisvert þar sem lista- og menningarráð fer með menningarmál bæjarins samkvæmt erindisbréfi ráðsins og bæjarmálasamþykkt.
Við vinnslu málsins hafa komið fram afar gagnlegar upplýsingar og ábendingar, m.a. frá forstöðumönnum menningarhúsanna, sem við teljum mikilvægt að skoða nánar. Sá hraði sem hefur verið á málsmeðferðinni er óskiljanlegur og skaðlegur. Ekki hefur gefist ráðrúm til að skoða málin nægilega svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir.
Það starf sem unnið er í menningarhúsum bæjarins skilar margföldum ágóða til bæjarbúa í auðugu mannlífi, bættri lýðheilsu og upplýstu samfélagi ásamt því að gera Kópavog að eftirsóknarverðum stað til að búa á og heimsækja. Slíkt er ekki hægt að mæla eingöngu í krónum og aurum. Við höfum mörg tækifæri til að bæta menningarlíf bæjarbúa og gesta enn frekar en þessi málsmeðferð er ekki líkleg til árangurs.
Fulltrúar Viðreisnar, Vina Kópavogs, Pírata og Samfylkingarinnar fordæma þessa málsmeðferð við afgreiðslu tillagnanna harðlega.
Elvar Helgason,
Ísabella Leifsdóttir,
Margrét Ásta Arnarsdóttir og
Margrét Tryggvadóttir.
Bókun:
Við fögnum fyrirliggjandi tillögum og tökum undir þær allar, enda sýna þær djörfung og þor og eru í takt við menningarstefnu Kópavogs og ekki síður tíðarandann. Málið hefur verið rætt á þremur fundum ráðsins og kynnt ítarlega. Upplifunarrýmið er gríðarlega spennandi tækifæri til uppbyggingar. Þegar á heildina er litið felast bæði sóknartækifæri og meiri samþætting í starfseminni eftir að tillögurnar verða innleiddar og koma til með að efla menningar- og listalífið í Kópavogi.
Elísabet Sveinsdóttir
Helga Hauksdóttir
Jónas Skúlason
Trúnaðarmál sem vísað er til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.