Lista- og menningarráð

149. fundur 22. mars 2023 kl. 08:15 - 10:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Ásta Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2212440 - Stjórnsýsla - Menningarmál

Kynning á greiningu á starfsemi menningarhúsanna lögð fram.
Lista- og menningarráð óskar eftir tölulegum upplýsingum um rekstur menningarhúsanna í tengslum við úttekt KPMG.

Gestir

  • Róbert Ragnarsson - mæting: 08:15
  • Ásdís Kristjánsdóttir - mæting: 08:15

Menningarviðburðir í Kópavogi

2.2303772 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um styrk vegna tónleika fyrir eldri borgara í Kópavogi.
Lista- og menningarráð þakkar umsóknina en getur því miður ekki orðið við henni. Ráðið bendir umsækjanda á að sækja um í aðalúthlutun sjóðsins í nóvember.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

3.2303209 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um styrk vegna Kársneshátíðar.
Lista- og menningarráð fagnar framtakinu og hvetur til þátttöku fleiri fyrirtækja á Kársnesi en sér sér ekki fært að styrkja hátíðina með beinum hætti.

Fundi slitið - kl. 10:00.