Lista- og menningarráð

143. fundur 15. september 2022 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Ásta Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2209177 - Styrkir frá lista- og menningarráði árið 2023

Auglýsing um styrki fyrir 2023.
Lista- og menningarráð samþykkir að fela formanni og forstöðumanni að útbúa auglýsingu og breyta umsóknareyðublaði.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2209176 - Áttaviti til árangurs - Menningarmál

Málefnasamningur meirihlutans um menningarmál.
Formaður lista- og menningarráðs fer yfir áherslur í menningarmálum í málefnasamningi meirihlutans.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.2010440 - Kynning á starfsemi Héraðsskjalasafns Kópavogs

Kynning á starfsemi Héraðsskjalasafns.
Lista- og menningarráð þakkar Hrafni Sveinbjarnarsyni, héraðsskjalaverði fyrir móttökurnar og fróðlega kynningu um starfsemi Héraðsskjalasafns Kópavogs.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

4.2205007 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna reksturs Y gallery ehf.
Lista og menningarráð samþykkir að veita Y gallerí 500.000 króna styrk til reksturs og sýningarhalds.

Almenn mál

5.2209174 - Kynning á starfsemi nefnda og ráða.

Kynning á starfsemi nefnda og ráða hjá Kópavogsbæ.
Lista- og menningarráð þakkar Ásu A. Kristjánsdóttur deildarstjóra lögfræðideildar fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir deildarstjóri lögfræðideildar - mæting: 16:30

Almenn mál

6.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Kynning á heildarstefnu Kópavogs og innleiðingu hennar.
Lista- og menningarráð þakkar Auði Finnbogadóttur stefnustjóra fyrir gagnmerka kynningu á heildarstefnu Kópavogs og innleiðingu hennar.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir stefnustjóri - mæting: 16:00

Almenn mál

7.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Kynning á loftslagsstefnu Kópavogs. Óskað er eftir umsögn nefndarinnar.
Lista- og menningarráð þakkar Encho P. Stoyanov verkefnastjóra og Auði Finnbogadóttur stefnustjóra fyrir góða kynningu á loftslagsstefnu Kópavogs og ber miklar væntingar til stefnunnar og innleiðingar á henni.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir stefnustjóri - mæting: 16:15
  • Encho Plamenov Stoyanov, verkefnastjóri - mæting: 16:15

Almenn mál

8.17091061 - Fundir og starfshættir lista- og menningarráðs

Næstu fundartímar.
Samþykkt að næstu fundir ráðsins séu miðvikudaginn 2.nóvember kl. 8:15, 17.nóvember kl. 16 og 15. desember kl. 17.

Fundi slitið - kl. 18:00.