Lista- og menningarráð

130. fundur 19. ágúst 2021 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Vilborg Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2108644 - Málefni Gerðarsafns 2021

Málefni Gerðarsafns.
Auglýst verður eftir forstöðumanni Gerðarsafns á næstu dögum.

Menningarviðburðir í Kópavogi

2.1909217 - Rekstrar- og samstarfssamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar fyrir liðið leikár

Samningur við Leikfélag Kópavogs.
Ingólfur Arnarson fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Lista- og menningarráð leggur áherslu á að gæta jafnræðis gagnvart styrkþegum. Ráðið ítrekar boð um undirritun samnings.

Menningarviðburðir í Kópavogi

3.2108636 - Eignarhald á stupu á Hádegishólum

Beiðni um að Kópavogsbær taki yfir eignarhald á stupu á Hádegismóum.
Lista- og menningarráð telur það jákvætt að bærinn taki yfir eignarhald á stupu í Hádegishólum en óskar eftir umsögn ráðgjafanefndar Gerðarsafns áður en ákvörðun er tekin.
Ráðið ítrekar fyrri bókun undir málsnúmeri 2106585 þar sem lagt er til að almennt og nauðsynlegt viðhald á listaverkum bæjarins verði rætt í komandi fjárhagsáætlunargerð.

Menningarviðburðir í Kópavogi

4.2108635 - Menningarstefna Kópavogsbæjar 2021

Umræða um menningarstefnu Kópavogs 2021.
Lista- og menningarráð leggur til að fyrsti fundur um endurnýjaða menningarstefnu verði haldinn í byrjun september.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

5.2107264 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna menningarmiðlunar.
Lista- og menningarráð vísar styrkbeiðninni til aðalúthlutunar sjóðsins sem fram fer í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

6.2107092 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkumsókn vegna barnaskemmtunar fyrir alla fjölskylduna.
Lista- og menningarráð vísar styrkbeiðninni til aðalúthlutunar sjóðsins sem fram fer í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

7.2106746 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Ósk um styrk vegna tónverks fyrir Voces Thules.
Lista- og menningarráð vísar styrkbeiðninni til aðalúthlutunar sjóðsins sem fram fer í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

8.2106007 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni um skrásetningu á sögu sumarhúsabyggðar í Kópavogi.
Lista- og menningarráð vísar styrkbeiðninni til aðalúthlutunar sjóðsins sem fram fer í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

9.2105873 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkumsókn vegna útgáfu og útsetningu laga Ágústs Péturssonar.
Lista- og menningarráð vísar styrkbeiðninni til aðalúthlutunar sjóðsins sem fram fer í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.

Fundi slitið - kl. 19:00.