Lista- og menningarráð

128. fundur 27. maí 2021 kl. 17:00 - 18:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1905485 - Menningarhúsin í Kópavogi

Erindisbréf lista- og menningarráðs.
Salvör Þórisdóttir sat þennan dagskrárlið og yfirgaf fund kl. 17:12. Lista- og menningarráð vísar minnisblaði lögfræðideildar til forsætisnefndar.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2105711 - Menningarmál Ársskýrsla 2020 og starfsáætlun 2021

Ársskýrsla og starfsáætlun 2020/2021.
Lista- og menningarráð lýsir yfir ánægju með ársskýrslu og starfsáætlun menningarmála og vill þakka starfsfólki sérstaklega fyrir þrautseigju og vel unnin störf í þágu menningarmála á þessu erfiða ári 2020.

Menningarviðburðir í Kópavogi

3.2105453 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna Hamraborgarhátíðar.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita Menningarfélaginu Rebel Rebel 1,5 milljón króna styrk fyrir Hamraborgarhátíð.

Menningarviðburðir í Kópavogi

4.2105550 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna gallerí Y í Hamraborg.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita Sigurðar Atla Sigurðarsyni 1,5 milljón króna styrk fyrir rekstri Y gallerís.

Fundi slitið - kl. 18:00.