Lista- og menningarráð

107. fundur 12. desember 2019 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða sjóðs lista- og menningarráðs lögð fyrir
Staða lista- og menningarsjóðs yfirfarin.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1909259 - Málefni Gerðarsafns 2015-2019 - Framhaldsmál frá 2011

Minnisblað frá forstöðumanni Gerðarsafns lagt fram.
Lista- og menningarráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1912114 - Norrænar barnabókmenntir og Heimsmarkmiðin, Norðurlandasamstarf

Samstarf um Norrænar barnabókmenntir og Heimsmarkmiðin
Lista- og menningarráð lýsir ánægju sinni með samstarfsverkefni vinabæja á Norðurlöndum sem lúta að Norrænum barnabókahöfundum og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.1706080 - Listaverkakaup Gerðarsafns

Tillaga um listaverkakaup Gerðarsafns 2019.
Lista- og menningarráð samþykkir hugmyndir Gerðarsafns um listaverkakaup fyrir árið 2019.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

5.19031114 - Styrkbeiðni vegna útgáfu á lögum Jónasar Ingimundarsonar

Styrkbeiðni vegna leigu á Salnum.
Lista- og menningarráð samþykkir að styrkja afmælistónleika til heiðurs Jónasi Ingimundarsyni í Salnum um kr. 200.000,-

Fundi slitið - kl. 19:00.