Lista- og menningarráð

101. fundur 23. maí 2019 kl. 17:15 - 18:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalmaður
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1905487 - Bæjarlistamaður Kópavogs 2019

Bæjarlistamaður Kópavogs 2019
Lista- og menningarráð er einróma um val á bæjarlistamanni Kópavogs 2019. Tilnefningin fer fram í anddyri Salarins föstudaginn 24. maí kl. 16:00. Ráðið ætlar að endurskoða reglur um val á bæjarlistamanni.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1905485 - Menningarhúsin í Kópavogi

Opnunartími Menningarhúsa Kópavogs.
Lista- og meningarráð vill láta kostnaðarmeta það að samræma opnunartíma bókasafns og Náttúrufræðistofu við Gerðarsafn og hafa opið á sunnudögum. Verður áætluninni vísað áfram til fjárhagsáætlunar næstar árs.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1905498 - Tíbrá tónleikaröð 2019-2020

Tónleikaröð Tíbrá í Salnum 2019-2020.
Lista- og menningarráð lýsir yfir mikilli ánægju með metnaðarfulla og fjölbreytta tónleikadagskrá Salarins á tónleikaröðinni Tíbrá og fagnar sérstaklega áherslunni sem lögð er á klassíska tónlist.

Fundi slitið - kl. 18:15.