Lista- og menningarráð

95. fundur 15. nóvember 2018 kl. 17:15 - 19:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalmaður
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða lögð fram til kynningar.
Staða sjóðsins yfirfarin.

Menningarviðburðir í Kópavogi

2.1811248 - Aðventuhátíð 2018

Aðventuhátíð í Kópavogi 1. des. 2018
Lista- og menningarráð lýsir yfir ánægju með dagskrá hátíðarinnar.

Menningarviðburðir í Kópavogi

3.1811249 - Útilistaverk við Hálsatorg

Hugmynd að útilistaverki á Hálsatorgi.
Lista- og menningarráð telur að tillaga Theresu Himmer að útilistaverki á Hálsatorgi muni sóma sér vel í hjarta bæjarins auk þess sem hún stuðli að nýrri ímynd torgsins og fjölbreyttri miðlun gagnvart almenningi og sérstaklega nemendum sem koma í skipulagðar heimsóknir í menningarhúsin. Ráðið leggur til að gengið verði til samninga við listamanninn samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun og felur forstöðumanni menningarmála að fylgja því eftir.

Menningarviðburðir í Kópavogi

4.1809645 - Útilistaverk við Fífuhvammsveg

Kynning á útilistaverki.
Lista- og menningarráð lýsir hrifningu sinni á tillögu Elínar Hansdóttur að útilistaverki á hringtorgi við Fífuhvammsveg. Ráðið vonar að bæjarstjórn verði jákvæð í afstöðu sinni. Undirbúningur hefur verið unnin í samstarfi við umhverfissvið.

Menningarviðburðir í Kópavogi

5.1811272 - Héraðsskjalasafni Kópavogs afhent skjalasafn og teikningar Benjamíns G Magnússonar arkitekts

Fyrsta heildarsafn arkitekts í Héraðsskjalasafni.
Lista- og menningarráð vill koma á framfæri þakklæti til arkítektsins Benjamíns Magnússonar fyrir að færa bæjarfélaginu heildarsafn verka sinna. Gjöfin er bæjarfélaginu mikils virði þar sem margar af markverðustu byggingum bæjarins eru teiknaðar af honum.

Fundi slitið - kl. 19:15.