Lista- og menningarráð

94. fundur 18. október 2018 kl. 17:15 - 19:15 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalmaður
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
  • Aino Freyja Jarvela starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða lista- og menningarsjóðs
Dagskrárlið frestað til næsta fundar.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.17091061 - Fundir og starfshættir lista- og menningarráðs

Fundartímar ráðsins.
Næsti fundartími ráðsins verður fimmtudaginn 15. nóvember kl. 17:15.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1810567 - Málefni Bókasafns Kópavogs 2018

Lísa Valdimarsdóttir kynnir hugmyndir að breytingum á Bókasafninu.
Lista- og menningarráð tekur afar jákvætt í hugmyndir forstöðumanns Bókasafns Kópavogs um breytingar á safninu. Endurnýja þarf húsgögnin og aðlaga að breyttum þörfum nútíma samfélags um leið og safnið er fegrað og ásýnd þess bætt. Málinu er vísað áfram til umræðu vegna fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir árið 2019.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.1810582 - Gerðarsafn leggur fram drög að verklagsreglum um greiðslur til listamanna fyrir sýningarstörf til samþykktar

Verklagsreglur um greiðslur til listamanna
Lista- og menningarráð álítur þóknun og greiðslur til listamanna sem sýna í Gerðarsafni séu mikilvægt réttlætismál. Ráðið óskar eftir því að gert verði ráð fyrir þeim í næstu fjárhagsáætlun bæjarins.

Menningarviðburðir í Kópavogi

5.1804221 - Beiðni um rekstrarstyrk fyrir Miðstöð myndlistar og menningar

Kynning á dagskrá Midpunkt.
Lista- og menningarráð fagnar nýrri menningarmiðstöð í Kópavogi og lýsir ánægju sinni með fyrirhugaða dagskrá.

Menningarviðburðir í Kópavogi

6.1809783 - Skýrsla stjórnar LK og ársreikningur vegna leikársins 2017-2018

Skýrsla Leikfélags Kópavogs lögð fram.
Skýrsla stjórnar LK og ársreikingar 2017-2018 er samþykkt af hálfu lista- og menningarráðs. Ráðið fagnar fyrirhuguðu samstarfi grunnskóla Kópavogs við LK og leggur til að málinu verði vísað til nánari úrvinnslu forstöðumanns menningarmála.

Menningarviðburðir í Kópavogi

7.1810602 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs vegna verksins Í leit að töfrum

Styrkbeiðni vegna menningarviðburðar í Salnum og Molanum.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita kr. 500.000 styrk í undirbúning og flutning verksins samkvæmt því sem fram kemur í umsókninni.

Fundi slitið - kl. 19:15.