Lista- og menningarráð

72. fundur 24. maí 2017 kl. 16:00 - 18:00 Í Bókasafni Kópavogs
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aino Freyja Jarvela starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Aino Freyja Jarvela Forstöðumaður Salarins
Dagskrá

Almenn mál

1.1104012 - Málefni Gerðarsafns

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, fer yfir ýmis mál safnsins, svo sem innkaupastefnu og fleira. Kristín Dagmar sendir fundargögn fyrir fundinn.
Ráðið þakkar Kristínu Dagmar fyrir greinargóða yfirferð á málefnum Gerðarsafns og leggur til að funda með henni aftur sem fyrst í haust.

Almenn mál

2.1705745 - Umsókn um verkefnastyrk

Umsókn um skyndistyrk frá Anarkíu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Almenn mál

3.1703292 - Vegglist og vegglistaverk í Kópavogi

Bjarki Valberg, starfsmaður umhverfissviðs, óskar eftir stuðningi úr lista- og menningarsjóði við verkefni sem tengist vegglist.
Lista og menningarráð lýsir yfir mikilli ánægju með vegglistaverkaátak umhverfissviðs í samstarfi við skapandi sumarstörf. Verkinu er ætlað að efla sköpunarþörf ungmenna og kynna fyrir bæjarbúum ýmiss konar sköpun og tjáningu sem finna má orðið víða um í borginni og um heim allan og tengist hinni svokölluðu "street art". Verkefnið er metnaðarfullt og stýrt af fagfólki sem mun án efa vekja athygli bæjarbúa núna í sumar. Verkefnið er tilraunaverkefni og mun Lista og menningarráð fylgjast með framvindu þess og árangri. Ráðið styrkir verkefnið um 300.000 kr.

Almenn mál

4.17051079 - Umsókn um styrk til að gera stuttmynd um einelti

Lögð fram umsókn um styrk fyrir stuttmynd um einelti frá Guðrúnu Björgu Sigurðardóttur.
Umsókn hafnað.

Fundi slitið - kl. 18:00.