Lista- og menningarráð

10. fundur 15. nóvember 2012 kl. 17:00 - 18:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
  • Sigrún Skaftadóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.1104012 - Kaffistofa Gerðarsafns

Tillögur lagðar fram um nýtingu rýmis sem losnar vegna kaffistofunnar.

Ljóst er að kaffitería Gerðarsafns verður lögð niður frá og með næstu áramótum. Ráðið ætlar að fara í hugmyndavinnu að nýtingu þess rýmis sem losnar með það að markmiði að auka fjölbreytileika safnsins og aðdráttarafl þess.

2.1209370 - Styrkumsókn vegna söngferðalags til Færeyja og heimsóknar til Klakksvíkur, vinabæjar Kópavogs

Því miður sér ráðið sér ekki fært að verða við þessari umsókn.

3.1008096 - Menningarstefna Kópavogs.

Áframhaldandi umræða

4.912646 - Ljóðasamkeppnin Jón úr Vör.

Ljóðasamkeppnin hefur verið auglýst í fjölmiðlum og grunnskólar hvattir til að taka þátt í ljóðasamkeppni grunnskólanna. Velja þarf nýja dómnefnd.

Nöfnum velt upp og deildarstjóra falið að vinna að málinu áfram.

5.1211061 - Umsókn um styrk vegna skáldakynningar

Umsókn er vísað til næstu úthlutunar úr lista- og menningarsjóði.

6.1011281 - Lista- og menningarsjóður.

Hjálmar Hjálmarsson bókar: "Undirritaður leggur til að lista- og menningarsjóður haldist óskertur næsta fjárhagsár 2013 eins og kveður á um í reglum sjóðsins og samþykktum Kópavogsbæjar. Kostnaður vegna hátíðarhalda 17.júní og kostnaður vegna launa tónlistarráðgjafa Kópavogsbæjar verði þar af leiðandi ekki greiddur úr lista- og menningarsjóði. Undanfarin tvö ár hefur lista- og menningarsjóður mátt þola ríflega 50% niðurskurð og hefur það bitnað á menningarstarfi í bænum. Tekjur sjóðsins eru ákvarðaðar í samþykktum Kópavogsbæjar 0.5% af 6,7% útsvarstekna og var afmælisgjöf til bæjarbúa á 25 ára afmæli Kópavogsbæjar. Hjálmar Hjálmarsson."

Fundi slitið - kl. 18:00.