Lista- og menningarráð

33. fundur 06. nóvember 2014 kl. 17:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Hannes Friðbjarnarson aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1001137 - Málefni Tónlistarsafns Íslands.

Forstöðumaður safnsins, Bjarki Sveinbjörnsson fer yfir starfsemina og leggur fram skýrslu fyrir síðasta starfsár.
Ráðið þakkar Bjarka fyrir yfirferðina.

2.1301213 - Jazz- og blúshátíð Kópavogs 2014.

Björn Thoroddsen fer yfir hátíðina haustið 2014.
Ráðið þakkar Birni fyrir komuna og yfirferðina.

3.1401594 - RIFF kvikmyndahátíð.

Forsvarsmenn RIFF-hátíðarinnar, Hrönn Marinósdóttir og Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, funda með nefndinni um mögulegt framhald á samstarfinu.
Lista- og menningarráð þakkar forsvarsmönnum RIFF fyrir komuna.

4.1411081 - Umsókn um afnot af Salnum til að halda jólatónleika

Lagt fram.
Ráðið sér sér ekki fært að verða við þessari umsókn.

5.1411087 - Aðstaða til varðveislu sögulegra gripa.

Erindi frá Sögufélagi Kópavogs, bæjarbókaverði og héraðsskjalaverði lagt fram.
Ákveðið að boða viðkomandi aðila á fund ráðsins.

6.1408196 - Afmælisnefnd vegna 60 ára afmælis Kópavogsbæjar

Starfsmaður afmælisnefndar, Sigríður Björg Tómasdóttir, kynnir það sem nefndin er að undirbúa og rætt um mögulega viðburði.
Ráðið þakkar Sigríði Björg fyrir komuna.

Fundi slitið.