Lista- og menningarráð

23. fundur 12. desember 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.1209449 - Umsókn Myndlistarfélags Kópavogs um rekstrarstyrk

Myndlistarfélagið dró umsókn sína til baka.

2.1309588 - Kópavogsdagar 2014

Greint frá fundi með Markaðsstofu Kópavogs þar sem viðruð var sú hugmynd að fyrirtækin tækju þátt í Kópavogsdögunum með til dæmis stuðningi við einstaka viðburði listamanna.

3.1311501 - Listaverk á netið. Tillaga frá Pétri Ólafssyni.

"Undirritaður leggur til að öll listaverk í eigu bæjarins verði sett til miðlunar á netið.
Greinargerð.
Listaverkaeign bæjarins er talsverð en hún er að hluta til lokuð inn í geymslum. Líklegt má telja að flestar upplýsingar séu til eins og safnalög gera ráð fyrir um stærð, lögun og efni ásamt ljósmyndum. Hægur leikur væri að hlaða þessum myndum inn á netið, jafnvel mætti hugsa sér þetta sem sumarstarf fyrir ungmenni næsta sumar.
Pétur Ólafsson"

Rannveig Ásgeirsdóttir tekur undir tillögu Péturs Ólafssonar

Bæjarráð vísar tillögunni til lista- og menningarráðs til úrvinnslu.

Ráðið fer yfir tillöguna en frestar ákvörðun til næsta fundar.

4.1310283 - Samningur Kópavogsbæjar og Listaháskóla Íslands um brottfarartónleika í Salnum.

Samningur kynntur.

Ráðið samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

5.1104012 - Skilti fyrir menningartorfuna

Rætt um að bæta þurfi merkingar við menningartorfuna.

Ráðið felur formanni að ræða við skipulagsstjóri um mögulega úfærslu.

Fundi slitið - kl. 19:00.