Forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, Lísa Zachrison Valdimarsdóttir, fer yfir starfsemi safnsins og verkefnin framundan. Á næstu vikum verður safninu lokað vegna breytinga á innra rými þess til að þjóna betur þörfum gesta.
Lista- og menningarráð þakkar forstöðumanni Bókasafns Kópavogs yfirferðina.
2.1008096 - Menningarstefna Kópavogs.
Framhald umræðu um aðgerðaráætlun fyrir árið 2016 og fleiri verkefni sem tengjast henni og stefnumótun almennt.
Lista- og menningarráð samþykkti eftirfarandi bókun: Lista- og menningarráð hvetur til þess að hafin verði vinna við ferðamálastefnu Kópavogs. Ráðið óskar eftir þátttöku í slíkri vinnu í samvinnu við aðrar nefndir bæjarins. Æskilegt er að í þeirri vinnu verði tekið mið af sameiginlegri markaðssetningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undir heitinu: "Reykjavík loves."