Lista- og menningarráð

46. fundur 25. ágúst 2015 kl. 17:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Hannes Friðbjarnarson aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1006103 - Heiðurs-og bæjarlistamaður

Bæjarlistamaður og heiðurslistamaður verða útnefndir við hátíðlega athöfn í gamla Kópavogsbænum 10. september nk. kl. 16:00.

2.1410089 - Tónlistar- og listahátíðin Cycle.

Cycle, Art and Music Festival fór fram í Kópavogi 13. til 16. ágúst og var styrkt af lista- og menningarráði.
Hátíðin var vel sótt og fékk mikla og jákvæða athygli. Lista- og menningarráð er ánægt með að hafa stutt verkefnið. Hátíðin markar tímamót og undirstrikar nýjar áherslur í menningarstarfi bæjarins.

3.1503520 - Útitónleikar í Hamraborg að frumkvæði Erps Eyvindarsonar.

Forstöðumaður Listhúss greinir frá því að Erpur hafi óskað eftir því að flytja styrkinn á milli ára og halda tónleikana næsta vor.
Lista- og menningarráð mælist til þess að Erpur endurnýi umsókn sína þegar lista- og menningarráð auglýsir eftir styrkumsóknum vegna næsta árs í lok þessa árs

4.1104012 - Gerðarsafn. Kaffihús

Forstöðumaður Listhúss greinir frá því að viðræður standi við aðila sem hafi svarað auglýsingu um reksturinn í vor og sýnt áhuga á rekstrinum. Vonir standa til að hægt verði að ganga frá ýmsum lausum endum svo hægt verði að opna þar veitingastofu sem fyrst.

5.1206421 - Náttúrufræðistofa Kópavogs

Forstöðumaður Listhúss greinir frá samkomulagi við Gagarín um að tekin verði fyrstu skref að margmiðlunarvæðingu safnsins. Þetta fyrsta skref er fjármagnað með styrk frá Safnaráði.

6.1507305 - Umsókn um styrk til útgáfu ljóðabókar með Kópavogsljóðum, frá Hrafni A. Harðarsyni, fyrrverandi bæja

Lista- og menningarráð mun taka þessa umsókn til umsagnar við næstu úthlutun úr lista- og menningarsjóði.

Fundi slitið.