Lista- og menningarráð

34. fundur 20. nóvember 2014 kl. 17:15 í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1410089 - Tónlistar- og listahátíðin Hringrás. Óskað eftir samstarfi við Kópavogsbæ.

Framhald umræðu. Forstöðumaður Salarins, Aino Freyja Jarvela og listrænn stjórnandi Gerðarsafns, Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, veita umsögn.
Ráðið felur forstöðumanni Listhúss Kópavogsbæjar, Örnu Schram, forstöðumanni Salarins, Aino Freyju og listrænum stjórnanda Gerðarsafns, Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur, að gera drög að samningi um samstarf sem lagður yrði fyrir næsta fund ráðsins.

2.1411087 - Aðstaða til varðveislu sögulegra gripa

Forsvarsmenn Sögufélags Kópavogs, Þórður Guðmundsson og Hrafn Sveinbjarnarson, koma til fundar og skýra erindi sitt.
Lista- og menningarráð hefur áhuga á því að starfa með Sögufélagi Kópavogs að varðveislu og skráningu muna er tengjast sögu bæjarins. Ráðið felur formanni sínum að ræða við sviðsstjóra umhverfissviðs varðandi geymslupláss fyrir muni er tengjast sögu Kópavogs.

3.1411330 - Aðventuhátíð við menningarhúsin

Forstöðumaður Listhúss greinir frá hugmyndum að því að efla svæðið í kringum menningarhúsin á aðventunni. Meira verður því um að vera í og við menningarhúsin á aðventuhátíðinni 29. nóvember en áður og eru það fyrstu skrefin í þá átt að efla svæðið á þessum árstíma.
Lista- og menningarráð fagnar þessu framtaki og ætlar að styrkja verkefnið.

Fundi slitið.