Lista- og menningarráð

8. fundur 20. september 2012 kl. 17:00 - 19:30 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Skaftadóttir varafulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.1008096 - Menningarstefna Kópavogs.

Ítarlegar umræður um menningarstefnu Kópavogsbæjar. Ákveðið að haldinn verði fljótlega stefnumótunarfundur með bæjarbúum.

2.1006103 - Heiðurslistamaður Kópavogs.

Áframhaldandi umræða.

3.1209031 - Beiðni um aðstoð við að útvega aðstöðu fyrir listasal til sýningahalds

Lagt fram erindi myndlistafélags Kópavogs, dags. 4. september þar sem óskað er eftir aðstoð við að útvega aðstöðu fyrir listasal til sýningahalds. Bæjarráð vísaði erindinu til lista- og menningarráðs til umsagnar.

Lista - og menningarráð telur áhugavert að skoða fjölbreyttari nýtingu húsa í eigu bæjarins. Ráðið hyggst taka erindið frekar til umfjöllunar og umræðu í tengslum við endurskoðun menningarstefnu bæjarins sem unnið er að.  

4.1209268 - Beiðni um styrk til að fjármagna útgáfu á geisladisk og bók byggt á sögunni Englajól

Ráðið sér sér ekki fært að verða við umsókninni.

5.1209318 - Vinabæir Kópavogsbæjar

Lagt fram minnisblað um heimsókn fulltrúa Vestnorræns menningarhúss í Óðinsvéum.

6.1010095 - Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni um útilistaverk

Hjálmar Hjálmarsson spyr um stöðu mála vegna útilistaverks í Hlíðagarði eftir Jóhann Eyfells sem hefur verið í viðgerð frá árinu 2002. Formaður hyggst hafa samband við forstöðumann Gerðarsafns og spyrja um gang mála.

Fundi slitið - kl. 19:30.