Leikskólanefnd

168. fundur 16. janúar 2025 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hannes Þ. Hafstein Þorvaldsson aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Bjarnadóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Evert Úlfsson, aðalmaður boðaði forföll og Arnar Þór Pétursson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Heiða Björk Þórbergsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Erla Stefanía Magnúsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Heiðdís Geirsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir starfsmaður menntasviðs
Fundargerð ritaði: Sigrún Hulda jónsdóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.2212549 - Skemmtilegri leikskólalóðir - Endurnýjun leikskólalóða 2025

Lögð fram tillaga um framkvæmdir á leikskólalóðum 2025.
Leikskólanefnd þakkar Friðriki Baldurssyni, garðyrkjustjóra Kópavogs fyrir greinagóða kynningu og samþykkir tillögu um forgangsröðun leikskólalóða til endurbóta árið 2025 fyrir sitt leyti og vísar tillögunni áfram til samþykktar bæjarráðs.

Almenn mál

2.24112274 - Læsisáætlun fyrir skóla og frístundastarf

Lögð fram til umræðu og kynningar.
Lagt fram og kynnt.

Almenn mál

3.1910505 - Eftirlit með einkaleikskólum og þjónustureknum leikskólum - Aðalþing

Umsögn eftirlitsaðila á leikskólanum Aðalþingi.
Leikskólanefnd samþykkkir umsögn eftirlitsaðila á leikskólanum Aðalþingi.

Almenn mál

4.22114511 - Menntasvið-Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla - Skráningardagar haust 2024

Tölulegar upplýsingar um skráningingu í vetrar- og jólaleyfum haustið 2024.
Lagt fram til kynningar.

Almenn mál

5.2005541 - Skóladagatal leikskóla Kópavogs 2025

Dagsetningar á sameiginlegum skipulagsdögum leik- og grunnskóla, skráningardögum og sumarleyfi fyrir skólaárið 2025 - 2026, lagt fram til kynningar.
Leikskólanefnd samþykkir skóladagatal leikskóla fyrir skólaárið 2025 - 2026.

Almenn mál

6.2204584 - Starfsáætlun leikskólans Arnarsmára 2024-2025 - undanþágubeiðni

Undanþágubeiðni frá skilum á starfsáætlun fyrir skólaárið 2024-2025 fyrir leikskólann Arnarsmára.
Leikskólanefnd samþykkir beiðnina í ljósi aðstæðna.

Fundi slitið - kl. 19:00.