Leikskólanefnd

167. fundur 05. desember 2024 kl. 17:00 - 19:15 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Matthías Páll Imsland, aðalmaður boðaði forföll og Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hannes Þórður H. Þorvaldsson aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Bjarnadóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Kristín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Evert Úlfsson áheyrnarfulltrúi
  • Heiða Björk Þórbergsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Erla Stefanía Magnúsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir starfsmaður menntasviðs
Fundargerð ritaði: Sigrún Hulda Jónsdóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá
Sigrún Bjarnadóttir stýrði fundi.

Almenn mál

1.22114511 - Menntasvið-Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla

Kynning á niðurstöðum starfsmanna- og foreldrakönnunar í leikskólum Kópavogs sem framkvæmd var í sumar 2024 á vegum Prósent.

Jakob Sindri Þórsson sérfræðingur kynnti niðurstöður starfsmanna- og foreldrakönnunar sem gerð var í leikskólum Kópavogs á vegum Prósent og Kópavogsbæjar sumarið 2024.

Almenn mál

2.24033177 - Rannsókn um gjaldfrjálsan leikskóla HA

Lagt fram til kynningar.
Leikskólanefnd þakkar Svövu Björgu Mörk fyrir greinagóða kynningu.

Almenn mál

3.1910505 - Eftirlit með einka- og þjónustureknum leikskólum - Ylur.

Lagt fram.
Frestað til næsta fundar.

Almenn mál

4.2205813 - Starfsáætlun Aðalþings 2024 -2025

Starfsáætlun leikskólans Aðalþings fyrir skólaárið 2024 - 2025 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Aðalþings fyrir skólaárið 2024-2025.

Almenn mál

5.2204669 - Starfsáætlun Efstahjalla 2024 - 2025

Starfsáætlun leikskólans Efstahjalla fyrir skólaárið 2024 - 2025 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Efstahjalla fyrir skólaárið 2024-2025. Leikskólanefnd vill koma á framfæri þökkum fyrir greinagóða umsögn foreldraráðs.

Almenn mál

6.2204673 - Starfsáætlun Furugrundar 2024-2025

Starfsáætlun leikskólans Furugrundar fyrir skólaárið 2024 - 2025 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Furugrundar fyrir skólaárið 2024-2025 með fyrirvara um að umsögn foreldraráðs berist.

Almenn mál

7.2205815 - Starfsáætlun Grænatúns 2024-2025

Starfsáætlun leikskólans Grænatúns fyrir skólaárið 2024 - 2025 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Grænatúns fyrir skólaárið 2024-2025 með fyrirvara um að umsögn foreldraráðs berist.

Almenn mál

8.220426357 - Starfsáætlun Kópasteins 2024 - 2025

Starfsáætlun leikskólans Kópasteins fyrir skólaárið 2024 - 2025 lögð fram til samþykktar með fyrirvara um að umsögn foreldraráðs berist.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Kópasteins fyrir skólaárið 2024-2025 með fyrirvara um að umsögn foreldraráðs berist.

Almenn mál

9.220426361 - Starfsáætlun Lækjar 2024-2025

Starfsáætlun leikskólans Lækjar fyrir skólaárið 2024 - 2025 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Lækjar fyrir skólaárið 2024-2025.

Almenn mál

10.2212389 - Starfsáætlun Yls 2024-2025

Starfsáætlun leikskólans Yls fyrir skólaárið 2024 - 2025 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Yls fyrir skólaárið 2024-2025með fyrirvara um að umsögn foreldraráðs berist.

Almenn mál

11.2412337 - Erindi frá formanni leikskólanefndar

"Ég undirritaður hef óskað eftir að hætta sem formaður leikskólanefndar í Kópavogi. Á þessum tímapunkti vil ég þó þakka starfsmönnum menntasviðs og nefndarmönnum í leikskólanefnd fyrir samstarfið. Það hefur náðst ótrúlegur árangur í að bæta aðstöðu barna og starfsmanna leikskóla Kópavogs með kerfisbreytingum og breyttri nálgun. Ég vil sérstaklega þakka fyrir hvað allt starf í nefndinni hefur verið faglegt og algjör pólitísk samstaða hefur verið um þær breytingar sem hefur þurft að fara í. Nefndarmenn hafa allir sem einn nálgast verkefnið að heilindum með sameiginlega sýn á að auka vellíðan barna og gæði faglega starfsins í leikskólunum. "
Matthías Imsland

Leikskólanefnd þakkar fyrir vænlegt og gott samstarf. Við óskum Matthíasi góðs gengis, það verður eftirsjá af honum.

Fundi slitið - kl. 19:15.