Jafnréttis- og mannréttindaráð

111. fundur 04. desember 2024 kl. 17:15 - 18:45 í Vallakór 4
Fundinn sátu:
  • Heiðdís Geirsdóttir formaður
  • Hildur María Friðriksdóttir aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Ragnar Guðmundsson aðalmaður
  • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Helga G Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karítas Eik Sandholt starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Karítas Eik Sandholt Lögfræðingur
Dagskrá

Almenn mál

1.2208461 - Jafnréttis- og mannréttindaráð - önnur mál

Heimsókn og kynning á starfsstöð velferðarsviðs Kópavogsbæjar.

Gestir

  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir, verkefnastjóri á velferðarsviði - mæting: 17:15

Almenn mál

2.24101653 - Styrkur jafnréttis- og mannréttindaráðs 2025

Farið yfir tilnefningar til styrks og viðurkenninga jafnréttis- og mannréttindaráðs fyrir árið 2025.
Ákvörðun tekin um ráðstöfun styrks og að veittar verða viðurkenningar til einstaklings og félagasamtaka sem hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttis- og mannréttindamála.

Almenn mál

3.24112572 - Fyrirspurn Hildar Maríu Friðriksdóttur nefndarfulltrúa jafnréttis- og mannréttindaráðs um úttekt á aðgengi og stuðningi við eldri borgara og annarra viðkvæmra hópa við notkun stafrænnar þjónustu

Erindi frá nefndarmanni Samfylkingarinnar:

Í ljósi þess að stór hluti samskipta við hið opinbera fer fram í gegnum stafræn kerfi, er nauðsynlegt að kanna hvort eldri borgarar og aðrir viðkvæmir hópar njóti jafns réttar skv. jafnræðisreglu stjórnsýslulaga og mannréttindasáttmála, sem og skv. skyldu sveitarfélaga til að tryggja aðgengi og lífsgæði í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Óskað er eftir að Kópavogsbær geri úttekt á aðgengi og stuðningi við þessa hópa þegar kemur að notkun stafrænnar þjónustu.
Jafnréttis- og mannréttindaráð fer þess á leit við Kópavogsbæ að gerð verði úttekt á aðgengi og stuðningi við eldri borgara og aðra hópa sem þurfa á tæknistuðningi að halda.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

4.24112443 - Erindi frá Indriða I. Stefánssyni vegna áhrifa eineltisstefnu og umfjöllun um eftirfylgni eineltismála

Kynning frá menntasviði um verklag og framkvæmd eineltisáætlana í grunnskólum sveitarfélagsins.
Frestað til næsta fundar

Fundi slitið - kl. 18:45.