Jafnréttis- og mannréttindaráð

88. fundur 18. ágúst 2022 kl. 16:45 - 18:10 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Heiðdís Geirsdóttir aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sigrún Bjarnadóttir aðalmaður
  • Hildur María Friðriksdóttir aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
  • Auður Kolbrá Birgisdóttir starfsmaður nefndar
  • Margrét Pála Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Auður Kolbrá Birgidsóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.2208363 - Jafnréttis- og mannréttindaráð - Kosning formanns og varaformanns ráðsins

Heiðdís Geirsdóttir einróma kosin formaður ráðsins og Sigrún Bjarnadóttir varaformaður jafnframt einróma.

Almenn mál

2.2208365 - Jafnréttis- og mannréttindaráð - Kynning á starfsemi nefnda og ráða

Bæjarlögmaður kynnir störf og reglur nefnda og ráða hjá bænum.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

3.2208460 - Jafnréttis- og mannréttindaráð - Fyrirspurnir

Jafnréttis- og mannréttindaráð óskar eftir upplýsingum frá viðeigandi sviðum, þ.m.t. velferðarsviði, stjórnsýslusviði og menntasviði, um hvernig Kópavogsbær hefur staðið að móttöku flóttamanna frá Úkraínu og hvort bærinn sé með yfirlýsta stefnu í málaflokknum.

Almenn mál

4.2208461 - Jafnréttis- og mannréttindaráð - önnur mál

Fulltrúi Vina Kópavogs bendir á að Kópavogsbær virðist ekki vera með styrktarsamning við Samtökin 78 en samtökin veita mikla fræðslu í bæði skóla og til starfsmanna bæjarins. Félagsmiðstöð fyrir hinsegin börn og ungmenni er rekin af samtökunum en börn, ungmenni og foreldrar sem búa í Kópavogsbæ njóta þjónustu félagsmiðstöðvarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:10.